Skagfirðingabók - 01.01.2008, Side 150
SKAGFIRÐINGABÓK
stafsetningu. Þá gerði ég mér ljóst
hve mikill og góður kennari Gísli
var. Það var ótrúlegt hvað hann kom
okkur áfram. Eg varð í hjarta mínu
mjög stolt og öðlaðist sjálfstraust við
að finna hvað ég hafði góðan undir-
búning.
Á þessum árum varð ég afhuga því
að verða kennari. Næstum því kenndi
f brjósti um kennarana að vera í þessu
ár eftir ár. Man þó vel, að Páll H.
Jónsson, sem kenndi á Laugum í ára-
raðir, sagði eitt sinn við okkur: „Það
er alveg sama hve leiður og uppgef-
inn ég er orðinn á vorin, þá hlakka
ég alltaf jafnmikið til að byrja á
haustin".
Þetta átti ég eftir að upplifa svo
ótal sinnum!
„Endurfundir“
Haustið 1956, er ég flutti í Frosta-
staði, flutti þangað líka frá Þverá
Barnaskóli Akrahrepps, sá hluti hans
sem var í Uthlíðinni. Skólinn fékk
húsnæði í stofunni hjá mér, sem var
auð og tóm. Kennari var Rögnvald-
ur Jónsson í Flugumýrarhvammi.
Reyndar kenndi hann líka á Flugu-
mýri, þar var yngri deildin. Kennt
var hálfan mánuð á hvorum stað.
Þennan fyrsta vetur minn á Frosta-
stöðum kenndi ég tveimur drengj-
um námsefni yngri deildar — 1.
bekkjar — á Laugum. Þeir voru
Sigurður Björnsson á Framnesi og
Þórólfur Pétursson á Hjaltastöðum.
Það var mjög gaman og fór vel á með
okkur. Þeir fóru svo í eldri deild
Laugaskóla 1957.
Lífið snerist því fljótt um kennslu
og skólahald. Ég fékk áhuga fyrir að
Rögnvaldur
Jónsson í
Flugumýrar-
bvammi.
Héraðssk-
jalasafn
Skagfirðinga.
fylgjast með starfinu hjá Valda og
komst fljótt að raun um, að lítið hafði
breyst hvað námsefni snerti í þau sjö
ár, er liðin voru frá því ég sjálf hafði
lokið barnaskólanum vorið 1949.
Valdi kenndi í stofunni hjá mér í
þrjá vetur. Ég kenndi stundum fyrir
hann, ef hann þurfti að bregða sér
frá. Annan veturinn fór Valdi í
„meira próf' og þá kenndi ég fyrir
hann í hálfan mánuð. Starfið heillaði
mig strax. Þarna hitti ég fyrir Is-
landssögu Jónasar Jónssonar og reikn-
ingsbækur Elíasar Bjarnasonar, sem
staðið höfðu fyrir mér á sínum tíma.
Gísli frændi minn var enn með
skólann í Framhlíðinni. Vorið 1959
veiktist hann alvarlega, fékk æxli í
höfuðið og gekkst undir aðgerð úti í
Kaupmannahöfn um sumarið. Hann
komst þó heim til sín undir haust,
en heilsan leyfði ekki að hann kæmi
aftur til starfa.
Það varð því að ráði að ég tæki að
mér kennsluna á móti Valda. Þá sýndi
hann mér það drengskaparbragð að
láta mér eftir skólann í Uthlíðinni,
146