Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 150

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 150
SKAGFIRÐINGABÓK stafsetningu. Þá gerði ég mér ljóst hve mikill og góður kennari Gísli var. Það var ótrúlegt hvað hann kom okkur áfram. Eg varð í hjarta mínu mjög stolt og öðlaðist sjálfstraust við að finna hvað ég hafði góðan undir- búning. Á þessum árum varð ég afhuga því að verða kennari. Næstum því kenndi f brjósti um kennarana að vera í þessu ár eftir ár. Man þó vel, að Páll H. Jónsson, sem kenndi á Laugum í ára- raðir, sagði eitt sinn við okkur: „Það er alveg sama hve leiður og uppgef- inn ég er orðinn á vorin, þá hlakka ég alltaf jafnmikið til að byrja á haustin". Þetta átti ég eftir að upplifa svo ótal sinnum! „Endurfundir“ Haustið 1956, er ég flutti í Frosta- staði, flutti þangað líka frá Þverá Barnaskóli Akrahrepps, sá hluti hans sem var í Uthlíðinni. Skólinn fékk húsnæði í stofunni hjá mér, sem var auð og tóm. Kennari var Rögnvald- ur Jónsson í Flugumýrarhvammi. Reyndar kenndi hann líka á Flugu- mýri, þar var yngri deildin. Kennt var hálfan mánuð á hvorum stað. Þennan fyrsta vetur minn á Frosta- stöðum kenndi ég tveimur drengj- um námsefni yngri deildar — 1. bekkjar — á Laugum. Þeir voru Sigurður Björnsson á Framnesi og Þórólfur Pétursson á Hjaltastöðum. Það var mjög gaman og fór vel á með okkur. Þeir fóru svo í eldri deild Laugaskóla 1957. Lífið snerist því fljótt um kennslu og skólahald. Ég fékk áhuga fyrir að Rögnvaldur Jónsson í Flugumýrar- bvammi. Héraðssk- jalasafn Skagfirðinga. fylgjast með starfinu hjá Valda og komst fljótt að raun um, að lítið hafði breyst hvað námsefni snerti í þau sjö ár, er liðin voru frá því ég sjálf hafði lokið barnaskólanum vorið 1949. Valdi kenndi í stofunni hjá mér í þrjá vetur. Ég kenndi stundum fyrir hann, ef hann þurfti að bregða sér frá. Annan veturinn fór Valdi í „meira próf' og þá kenndi ég fyrir hann í hálfan mánuð. Starfið heillaði mig strax. Þarna hitti ég fyrir Is- landssögu Jónasar Jónssonar og reikn- ingsbækur Elíasar Bjarnasonar, sem staðið höfðu fyrir mér á sínum tíma. Gísli frændi minn var enn með skólann í Framhlíðinni. Vorið 1959 veiktist hann alvarlega, fékk æxli í höfuðið og gekkst undir aðgerð úti í Kaupmannahöfn um sumarið. Hann komst þó heim til sín undir haust, en heilsan leyfði ekki að hann kæmi aftur til starfa. Það varð því að ráði að ég tæki að mér kennsluna á móti Valda. Þá sýndi hann mér það drengskaparbragð að láta mér eftir skólann í Uthlíðinni, 146
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.