Skagfirðingabók - 01.01.2008, Side 162

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Side 162
SKAGFIRÐINGABÓK hann flokk unga fólksins, bæði frá Tjörnum og Glæsibæ, fremst fram í Hrolleifsdal að austanverðu ril útilegu- heyskapar í svonefndum Seta. Það land áttu Tjarnir frá aldaöðli. Var eft- irsótt að komast í þessa paradís að vorinu og vera þar sjálfrátt dögum saman í blíðalogni og brennandi sól- skini. Þessu var lokið fyrir túnaslátt. Þessi tilhögun hélst alllengi. En það furðulega skeði að hreppstjórinn á Skálá náði Setanum undir sitt eignar- hald sviksamlega við fasteignamats- gerð án þess Kristinn vissi fyrr en leiðréttingartími var útrunninn. Lög- lærðir kunningjar hans sögðu honum að hans væri rétturinn, en það yrði dýrt að ná honum. Hann yrði að gera það upp við sig hverju hann vildi kosta til. Kristinn lét þetta kyrrt liggja en notaði landið eins og áður án þess að hreppstjóri fyndi að því. Nú er þetta orðið afrétrarland hrepps- ins, en kallast Skálársetinn. Ekki var Kristinn glöggur maður á skepnur, þó hann yrði þess strax var ef skorðu vantaði eða eitthvað til- heyrandi útgerðinni. Eitt haustið voru settir á fjórir gemlingar, þar af einn höttóttur. Hann var í miklu uppáhaldi hjá krökkunum, því það var svo gott að þekkja hann. Hann var talsvert hændur að þeim og gerði sig heimakominn. Nú vildi svo til um vorið að Hatta hafði verið að príla upp í fiskhjallinum og felldi niður á sig hjallás sem varð til þess hún hengdist. Þetta var mikið sorgarefni fyrir ungdóminn. „Og hvað heldurðu að hann pabbi segi þegar hann sér að hún Hatta er farin?“ spurði amma. „Uss, hann tekur ekkert eftir því ef ekkert verður talað um það“, svaraði Soffía móðir hennar, og það ráð var haft og aldrei minnst á Höttu. Kristinn sótti fast sjóinn og ekki alltaf í góðu veðri. Hann var fiskisæll með afbrigðum og lengi var haft í minni þegar hann fann hvalinn. Það var talsvert fyrir norðan fiskimið að vori til, blíðuveður og logn. Hvalur- inn var ekki stór, en nóg til þess að hægt miðaði þó róið væri af öllum mætti. Þannig var stritað heilan dag og samt var löng leið eftir. Bátur af Mölinni tók eftir að eitthvað sér- kennilegt var við ferðalag þeirra og kom þeim til hjálpar. Hafðist á end- anum að koma hvalnum til lands. Það var hrefna og þótti góður fengur. Aldrei lenti hann í slysum með sig eða sína menn þó oft væri reflt á tæpt vað. Var eins og fylgdi honum sér- stakt lán við sjó og er sjóferðin þegar Baldvin Jónsson í Lónkoti fórst, dæmi um það. Þann 4. apríl 1867 var hæg sunnanátt að ganga niður og sjáanlega yrði ágætis veður næsta dag. Jón Helgason bóndi á Róðhóli ákvað að fara í legu seinnipart dagsins og nota sér sunnankaldann að létta róðurinn norður á miðin. Um kvöld- ið voru þeir komnir norður á Hól, gamalt hákarlamið langt norður og vestur af Hausunum. Þar lögðust þeir og fengu strax ágætis afla. Hélst hann alla nóttina og fram á daginn. Bald- vin í Lónkoti fór af stað seinnipart nætur og hafði góðan byr norður eftir í sunnankaldanum sem var þó að ganga niður. Lagðist hann á Hólnum, stutt frá Jóni. Sýndist þeim á Róð- hólsskipinu að þeir kæmust strax í góðan afla og gekk það svo um dag- inn. Kristinn komst ekki af stað fyrr en bjart var orðið og fannst mönnum 158
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.