Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 164

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 164
SKAGFIRÐINGABÓK þetta sagði. Baldvin Jónsson og menn hans myndu ekki oftar lenda á Lón- kotsmöl. Kristni, sem stjórnaði skipi sínu, var vel ljóst að ekkert nema harka og fyllsta aðgát gat bjargað þeim til lands. I stórviðri og blindhríð var ekki þægilegt að verja skipið í nauð- beit, vitandi að grynningar Hálfdán- arboðans voru ekki langt frá til hlés. Þeir komust án stóráfalla fram hjá þessum voða, þekktu það á sjólaginu þegar komið var austur fyrir. En þá var að beita upp undir landið. Enn var náttmyrkur og spurningin var hvort þeir myndu átta sig á ein- hverju þegar þangað kæmi. Að sjálf- sögðu fundu þeir þegar kom í land- varið en ekkert sást hvar helst þeir væru. Kristinn gaf þá skipun að fella Öll segl og leggast við stjórafærið og bíða dagsbirtunnar. Sjóblautir, svefn- lausir og hraktir húktu nú þessir sjö menn aðgerðarlausir í myrkrinu og kuldanum og biðu, og eftir hverju var að bíða? Engin leið var að róa til lands fyrir ofsanum. Þegar birti af degi komu þeir Róðhólsmenn niður á Mölina. Þeir sáu að hvorugt skipið var komið og þótti það ills viti. En svo kom einhver auga á skipið sem lá við stjóra þar fyrir framan. Auðvitað kæmust þeir ekki í land við þessar að- stæður, en hvað var hægt að gera til að bjarga mönnunum? Þarna voru þeir átta í landi, en hvernig var hægt að hjálpa þeim? Það var tekið það ráð að smala saman hákarlavöðum og láta Kjartan fara einan á bát sem bundinn væri til lands með vöðunum. Kjartan fór af stað en erfiðið var að hliðarvind- urinn setti hann inn fyrir skipið. Þeg- ar þangað kom munaði einni báts- lengd að þeir næðu í bátinn. Kjartan sparaði ekki kraftana en það nægði ekki til. Þeim á skipinu hugkvæmd- ist þá að binda saman hákarlahaka (langar stangir með krók og brodd á endanum) og náðu þannig bátnum. Skipið var nú yfirgefið og allir fóru í bátinn hjá Kjartani. A þennan hátt komust allir farsællega á land og fögnuðu allir giftusamlegri björgun. Kjartani var innilega þakkað hans frábæra afrek. „Þú finnur mig seinna, ég þarf að láta þig hafa hákarlsbeitu fyrir vikið", sagði Kristinn. „Það kæmi sér vel, það er lítið eftir af svoleiðis frá því í fyrrasumar", sagði Kjartan. Nú varð mönnum ljóst hvað hent hafði Lónkotsskipið. Sló óhug og harmi á alla. Ættingjar, vinir og ná- grannar gistu nú hina votu gröf. Erfið sár fyrir alla hlutaðeigandi. Nú var ekki eftir neinu að bíða og far- ið að leita til mannabústaða. Nokkru seinna var það seinni part dags, að Kjartan fór inn að Tjörnum að tala við Kristin, hvort hann myndi eftir að hann hefði talað um að láta sig hafa eina hákarlabeitu. Kristinn hélt nú það og þeir skyldu bara fara suður á Mölina, hann ætti nóg til í búðinni. Ekki vantaði það þegar þangað kom, allstaðar voru hangandi beitur, stórar og smáar upp í risinu á búðinni. „Veldu þér bara góða beitu“, sagði Kristinn. Kjartan svipaðist um og festi sérstaklega augu á stórri, dökk- leitri, þykkri beitu. „Gæti ég fengið þessa?“ Það kom talsvert á Kristin og hann svaraði ekki um hæl. Kjartan taldi víst að nú hefði hann verið of veiðibráður. „Jú, jú taktu hana, ertu með poka hjarna? Láttu engan sjá hana fyrr en þú kemur heim.“ Kjart- an hélt hróðugur af stað með væna 160
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.