Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Side 90

Fréttatíminn - 18.12.2015, Side 90
90 matur & vín Helgin 18.-20. desember 2015 ÍS LE N SK A/ SI A. IS /N AT 7 73 12 1 1/ 15 Settu hátíðarkraft í sós una með Knorr – kraftinum sem þú þekkir og treystir! ...KEMUR MEÐ GÓÐA BRAGÐIÐ! Knorr færir þér hátíðarkraftinn Hafrakúlur Valli, Stulli og Árni, bruggmeistarar Borgar, voru hæstánægðir með heimsókn norsku kollega sinna frá 7 Fjell brugghúsinu. Hér skála þeir allir fyrir góðum veigum og heilbrigðum skeggvexti. Jens Eikeset er lengst til hægri. Ljósmynd/Hari  Bjór Norskir Bruggarar heimsóttu ÍslaNd og Brugguðu Í Borg Smugubjór á markað á nýju ári Norskir bruggarar frá 7 Fjell brugghúsinu í Bergen heimsóttu Ísland um síðustu helgi. Þeir brugguðu með kollegum sínum í Borg brugghúsi og mun bjórinn kallast Smugan með vísan í deilur Íslendinga og Norðmanna um samnefnt veiðisvæði á árum áður. Ekki var að sjá þeir norsku bæru nokkurn kala til okkar því þeir voru hæstánægðir með samstarfið og heimsókn sína hingað til lands. Í sland var alveg frábært. Við komum hingað í þrennum tilgangi, til að brugga með Borg, til að kynna bjórana okkar á Skúla og halda jólapartí fyrir starfs- fólkið okkar. Allir sem við hittum, bæði hjá Borg og á Skúla reyndust frábærir,“ segir Jens Eikeset, framkvæmdastjóri norska ör- brugghússins 7 Fjell. Jens og félagar hans voru hér á landi um síðustu helgi við leik og störf. Bjóráhuga- fólk gat kynnt sér bjóra þeirra á barnum Skúla og á næstu mánuðum lítur dagsins ljós afrakstur samstarfs þeirra og Borg brugghúss. Sá bjór á að heita Smugan með vísan í veiðisvæði í Barentshafi þar sem Ís- lendingar og Norðmenn bitust um veiðirétt á árum áður. Samkvæmt upplýsingum frá Borg brugg- húsi verður bjórinn „einhvers staðar á bilinu milli Wheat Wine og Eastcoast Double Wheat IPA“ en áætlað er að hann verði c.a. 9-10% í áfengisstyrk. Hann er bruggaður með talsverðu magni af hveiti en í hann fóru einnig bragðsterk Kaffir-lime lauf, norsk einiber, mosaic og citra humlar, auk hand- fylli af harðfiski. Hvað geturðu sagt mér um samstarf ykkar með strákunum í Borg? „Þeir eru alveg frábærir. Þeir vita sínu viti og eru að gera margt spennandi. Ég er sér- staklega spenntur fyrir tilraunum þeirra við að brugga mjöð og tunnuþroskun. Bjórinn sem við gerðum saman er Wheat Wine, sem er afbrigði af Barley Wine sem margir þekkja, en með ýmsum áhugaverðum tvistum. Við settum smá norskan harðfisk út í, þorsk sem var veiddur og þurrkaður af brjáluðum veiðimönnum í Norður-Noregi. Svo notuðum við norsk einiber og Kaffir lime lauf. Þetta verður frábær bjór! Ég vona að við fáum bretti af honum sent út til Nor- egs en ég óttast að hann muni seljast fljótt upp,“ segir Jens. Hann segir jafnframt að stefnt sé að því að bruggararnir í Borg end- urgjaldi heimsóknina og bruggi með 7 Fjell í Bergen í febrúar eða mars á næsta ári. Hvað var eftirminnilegast við ferðina? „Æ, þetta er kannski klisja en við fórum í Bláa lónið á laugardeginum, svona hæfilega þunnir og það var ótrúlegt! Kaldur bjórinn og heita vatnið gerði kraftaverk. Það var reyndar alger synd að það sé ekki seldur handverksbjór á stærsta ferðamannastað Ís- lands. Það er eitthvað svo 1999.“ Hvernig leist þér á bjórmenninguna á Íslandi? „Hún er mjög áhugaverð. Handverksbjór- menningin virðist hafa þróast öðruvísi en í Noregi. Hjá okkur byrjaði þetta á tveimur gaurum í bílskúr og það tók stóru brugg- húsin 12 ár að hoppa á vagninn. En á Íslandi eru stærstu handverksbrugghúsin hluti af stærri brugghúsum. Við smökkuðum marga af bjórunum hjá Borg og vorum allir mjög hrifnir af. Þeir gera mjög góða bjóra. Við heimsóttum þrjá bjórbari, Skúla, Micro Bar og Mikkeller. Þeir voru allir frábærir. Á Micro Bar sá maður handverksbjóra-senuna sem ungan og spennandi markað. Þar voru margir áhugaverðir bjórar gerðir af ungum og upprennandi brugghúsum.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Bruggað í Borg Þegar Fréttatíminn heimsótti norsku bruggarana í Borg fengu þeir að gæða sér á ýmsum for- vitnilegum bjórum, á meðan á þeirra eigin framleiðslu stóð. Þeir fengu meðal annars að smakka tunnuþroskaða Surti og nýfilteraðan Úlf úr brugghúsinu. Þá var í boði Yuzu tilraunalögun og bláberjabjór sem Borgar-menn gerðu með Arizona Wilderness og er í vinnslu. Að auki var hægt að sjá tilraunir með tunnurþroskun, svo sem Surt nr. 30 sem þrosk- aður er í brennivínstunnu og mun væntanlega líta dagsins ljós á þorra. Hafrakúlur fyrir krakka Í matreiðslubókinni Eldum sjálf er að finna skemmtilegar upp- skriftir fyrir krakka á aldrinum 4-10 ára sem ættu að nýtast vel í önnum fyrir jólin. Hér er ein uppskriftanna; sígildar hafrakúlur sem flest börn elska. Uppskriftin dugar í 20 hafrakúlur Tilbúið á 10 mínútum. 30 mínútur í kæli. Einnig er hægt að velta hafrakúlunum upp úr kökuskrauti eða kókos- flögum. Uppskrift 3/4 dl smjörlíki 1 dl sykur 1 1/2 msk kakó 1 msk kaffi 2 dl. haframjöl Kókosmjöl til að velta kúlunum upp úr Aðferð 1. Blandið öllum hráefn- unum saman við mjúkt eða bráðið smjör eða smjörlíki. 2. Hnoðið litlar kúlur. 3. Veltið kúlunum upp úr kókosmjöli, setjið þær í kæli og látið þær bíða í 30 mínútur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.