Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Síða 92

Fréttatíminn - 18.12.2015, Síða 92
2015 Kæst og söltuð skata Sterk kæst tindabikkja Reykt tindabikkja Saltfiskur Plokkfiskur Steiktar fiskbollur Grjónagrautur með slátri Rúgbrauð, smjör og síldarsalöt Flatkökur með hangikjöti Skonsur með rúllupylsu Gulrætur, rófur, kartöflur, hnoðmör, hamsatólg og brætt smjör. Eftirréttur: Jólamöndlugrautur og íslenskar smákökur. Möndlugjöf fyrir heppna matargesti Aðeins 4150.- pr mann 1/2 gjald fyrir 6-12 ára Frítt fyrir 5 ára og yngri Pantið tímanlega Geirsgötu 7c · 101 Reykjavík · 511 2300 www.hofnin.is 92 matur & vín Helgin 18.-20. desember 2015 Tinna Alavis heldur úti fallegu lífsstílsbloggi, www.alavis.is þar sem hún skrifar um sín helstu áhugamál. Tinna er búsett á Húsafelli ásamt eiginmanni sínum og dóttur og hafa þau komið sér vel fyrir í sveitasælunni, sem líkist nú fallegu jólalandi. Tinna nýtur þess að baka fyrir jólin og fékk Fréttatíminn hana til að deila sinni útgáfu af uppáhalds sortinni, Sörum. T inna Alavis hefur alltaf verið mikið jólabarn og finnst notalegt að njóta aðventunnar í faðmi fjölskyldunnar. „Mér finnst þessi tími sérstaklega notalegur í faðmi fjölskyldunnar. Góði maturinn, jólatónlistin og jólaskreytingarnar mynda ákveðna stemningu í desember.“ Tinna nýtur þess að undirbúa jólin á Húsafelli. „Það er minna stress en í borginni en ég er samt mikið á ferðinni milli Húsafells og Reykjavíkur.“ Tinna ætlar að baka fjórar sortir fyrir jólin og hér deilir hún uppskrift af sinni uppáhalds tegund, Sörum. „Sörukökur eru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Ég get borðað endalaust mikið af þeim en ég held að galdurinn sé þessi dásamlega, mjúka fylling.“  Smákökur uppáhaldS SorT Tinnu alaviS Heimili Tinnu og fjölskyldu hennar í Húsafelli er sannkölluð jólaparadís, en hún nýtur þess að skreyta hátt og lágt fyrir jólin. Myndir/Tinna Alavis Sörukökur að hætti Tinnu Alavis: Innihald: 260 gr. möndlur 230 gr. flórsykur 4 eggjahvítur Krem: 120 gr. sykur 1 dl vatn 4 eggjarauður 1 ½ msk. kakó 260 gr. mjúkt, íslenskt smjör Súkkulaði til að hjúpa Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Setjið möndlurnar í mat- vinnsluvél og malið þær vel. Stífþeytið eggjahvíturnar í topp. Til þess að vita hvort þær séu tilbúnar getið þið prófað að hvolfa skálinni og ef þær hreyfast ekkert eru þær tilbúnar. Ef þær renna til þarf að þeyta meira. Sigtið því næst flórsykurinn út í stífþeyttu eggjahvíturnar og setjið einnig möndlurnar saman við og hrærið varlega saman með sleif. Notið teskeið til þess að setja deigið á bökunarpappírinn í þeirri stærð sem þið kjósið (gott að hafa í huga að þær stækka aðeins í ofninum). Bakið í 11-12 mínútur. Krem: Sjóðið vatnið og sykurinn sam- an í potti þar til blandan fer að þykkna (u.þ.b. 7-8 mínútur). Stífþeytið eggjarauðurnar á meðan, þar til þær verða kremaðar. Hellið sykurleginum svo varlega út í þegar hann er tilbúinn og haldið áfram að þeyta í u.þ.b. 1 mínútu. Næst er mjúka smjörinu og kakóinu bætt saman við með sleikju þar til allir kekkirnir eru farnir. Smyrjið kreminu á kalda botnana og kælið vel áður en þið hjúpið kökurnar með súkkulaði. Geymið þær helst í frysti eða kæli. Galdurinn felst í fyllingunni Tinna Alavis heldur úti lífstílssblogg- inu alavis.is þar sem hún er iðin við að deila alls konar girnilegum uppskriftum með lesendum sínum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.