Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 08.01.2016, Page 49

Fréttatíminn - 08.01.2016, Page 49
NESBÚ EGG EGGIN OKKAR ERU KOMIN Í NÝJAN BÚNING FERSK EGG HAMINGJUEGG www. nesbu.is Á síðasta ári bættust tvær nýjar bragðtegundir í KEa skyrs fjölskylduna en hjá Mjólkursamsölunni hefur markvisst verið unnið að því að draga úr sykri í mjólkurvörum og er hér kominn af- rakstur þeirrar vinnu. Um er að ræða KEa skyr með kókos og KEa skyr með ananas og mangó og nýjasta við- bótin er svo grænn skyrdrykkur sem er fylltur af grænum orkugjöfum. „Þessar nýju tegundir eiga það all- ar sameiginlegt að náttúrulegi sætu- gjafinn stevía er notaður að hluta í stað sykurs en almennt er stevía notuð í mjólkurvörur til að draga úr sykri en ekki taka hann alveg út. Hægt er að ná sykrinum niður um 30-50% en ef lengra er farið fer lakkr- ískeimurinn, sem er af stevíunni frá náttúrunnar hendi, að gera vart við sig og það telst ekki æskilegt nema kannski ef um lakkrísblandaða vöru er að ræða,“ segir Björn s. Gunnars- son, vöruþróunarstjóri Ms. Viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum Ms og er ljóst að vöruþróun fyrirtækisins mun halda áfram að taka mið af kalli neytenda um sykurminni mjólkurvörur. „í öllum þremur tegundum er stevía notuð og eru þær því helmingi syk- urminni en hefðbundnar tegundir í línunni; kolvetnin eru um 8 g í 100 g og í hverri dós eru á milli 15 og 22 g af próteini,“ segir Björn. allar bragðtegundir í línunni fást í 200 g dósum með skeið í lokinu og skyr- drykkurinn í 250 ml dós og því upp- lagt að taka með sér á íþróttaæfingu, sem nesti í skóla eða vinnu eða njóta heima við. íslenska skyrið hentar líka vel í matargerð af ýmsu tagi og það má til að mynda nota það í brauð- bakstur og eins til að búa til holla skyrdrykki, skyrtertur og alls kyns eft- irrétti. Hugmyndirnar eru óþrjótandi og hægt að finna fjölbreytt úrval uppskrifta til að veita manni inn- blástur á uppskriftasíðu Ms, gottimatinn.is. Unnið í samstarfi við MS. Sykurminna KEA skyr með stevíu Ekta ítölsk matargerð Handgert og ferskt pasta hjá Massimo og Katiu á Laugarás- vegi. Á Laugarásveginum er að finna veitingastað þar sem ítalski fáninn hangir uppi og úr eldhúsinu er framreiddur ekta ítalskur heimilismatur. Hjónin Mas- simo og Katia hafa verið búsett á ís- landi í fjölmörg ár og njóta þess að taka á móti áhugasömum viðskipta- vinum. „Við bjóðum upp á handgert og ferskt pasta, bæði í réttunum okkar og sem fólk kaupir og eldar heima,“ segir Katia. „Fólk er að koma og kaupa þetta í kílóavís,“ segir hún og er ánægð með að íslendingar séu búnir að uppgötva að hérna geri þau heimatilbúinn ítalskan mat. Þá segir hún mikið um að fólk panti mat hjá þeim fyrir afmæli og veislur. „Við bjóðum upp á að elda fyrir slík tilefni og fólk kemur og sækir það til okkar,“ segir Katia. Ekki er nóg með að veitingastað- urinn bjóði upp á ekta ítalskan mat heldur er þar einnig mikið af sér- vörum fyrir ítalska matargerð. Það nýjasta er fyllt gnocchi, ýmist með osta- eða kjötfyllingu. Unnið í samstarfi við Massimo og Katiu. Massimo og Katia er fjölskylduvænn staður og það á líka við um verðið. Nú er 2 fyrir 1 tilboð á lasagne á aðeins 1.450 krónur. | 49fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.