Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 26.02.2016, Qupperneq 4

Fréttatíminn - 26.02.2016, Qupperneq 4
Ekki víst að Benedikt og Þorsteinn trekki að kjósendur Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segist telja að ESB málið sé dautt mál í bili. Kjósendur séu ekki að hugsa um Evrópusambandsmálin og kosningarnar muni ekki snúast um þau. „Fyrrverandi kjósendur Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins gætu farið yfir til Við- reisnar en það ræðst af fólkinu, þeir þurfa frambæri- lega kandídata sem höfða til ungs fólks og spennandi framtíðarsýn,“ segir Stefanía. Hún bendir á að fram- boðið mælist ekki í skoðanakönnunum, talsmennirnir Benedikt og Þor- steinn Pálsson njóti virðingar í samfélaginu en það sé alls ekki víst að þeir trekki að kjósendur þótt þeir fari í framboð. Stefanía segir þó ekki hægt að afskrifa Viðreisn. Hún verði samt fyrst og fremst klofningsbrot úr Sjálfstæðisflokknum. Fylgið á miðjunni sé þó á mikilli hreyfingu og helmingur kjósenda óákveðinn, Samfylkingin í frjálsu falli, og Björt framtíð nær útdauð. Það sé ekki hægt að útiloka neitt. Við kvefi og særindum í hálsi Coldfri munnúði • Vörn gegn sýklum • Linar særindi í hálsi • Flýtir bata á kvefi og endurnýjun slímhimnu í hálsi fæst í apótekum Benedikt Jóhannesson segir að kornið sem fyllti mælinn hafi verið þegar stjórnar- flokkarnir ákváðu að svíkja loforð sitt um að þjóðin fengi að kjósa um aðildar- viðræður við ESB. Þeir séu einfaldlega ekki traustsins verðir. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Ákvörðunarvaldið í þessu máli á að liggja hjá þjóðinni. Niðurstaðan verð- ur mun sterkari ef þjóðin stendur á bak við hana,“ segir Benedikt. Hann segir að Viðreisnarflokk- urinn sé frjálslynt afl sem horfi til markaðslausna. Það verði að láta af laumuspili eins og nýjum búvöru- samningum og sölu aflaheimilda. Verð fyrir veiðiheimildir eigi að taka mið af markaðsverði, það eigi að opna landbúnaðarkerfið, en trappa það niður í áföngum svo bændur lendi ekki á vonarvöl. Neytendur verði að hafa raunverulegt val. Benedikt segir að Viðreisn leggi áherslu á að jafna atkvæðisréttinn. Þá þurfi að hefjast handa við byggingu nýs Landspítala strax. Og í náttúru- verndarmálum megi ekki gleymast að ósnortin náttúra sé líka gríðarlega verðmæt auðlind. Margir hafa verið nefndir sem hugsanlegir frambjóðendur Viðreisn- ar, auk Benedikts hefur verið rætt um Hönnu Katrínu Friðriksson, Jórunni Frímannsdóttur og svo auðvitað Þor- stein Pálsson og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur en hún hefur nú stað- fest að hún hugleiði forsetaframboð. Hún er flottur frambjóðandi, hvað sem hún býður sig fram í. Að fimm karlar færu í framboð til forseta Alþjóða knattspyrnusam- bandsins, FIFA, var viðbúið. En að af þeim 205 sem greiða atkvæði séu aðeins tvær konur segir margt um kynjahlutföllin þar. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is „Tölurnar er mjög lýsandi fyrir stöðuna í fót- boltanum. Þetta er karllægur og íhaldssamur heimur,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, sem er á leið til Zürich á aðalfund FIFA. Kosið verður í dag, föstudag, um arftaka Sepp Blatter, sem gegnt hefur embætti forseta sambandsins í átján ár. Blásið var til sérstaks aðalfundar FIFA um helgina til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin eftir að stórfellt misferli og spill- ing æðstu ráðamanna var afhjúpuð. Fimm karlmenn gefa kost á sér til forseta FIFA og hefur Geir lýst stuðningi við Gianni Infantino, en hann hefur verið framkvæmdastjóri UEFA frá 2009. Infantino var náinn samstarfsmaður Platini. „Staðan er ekkert mikið betri á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands. Þar eru oftast svona fimm konur meðal rúmlega hundrað fulltrúa. Engar róttækar breytingar hafa orðið á þessum málum á Íslandi. Það er hinsvegar erfitt að greina hvað veldur stöðunni, hvort hún sé tilkomin vegna þess að konur bjóði sig ekki fram eða vegna þess að þær eru ekki til- nefndar í stöðurnar.“ Geir óttast að FIFA muni ekki breyta miklu í jafnréttismálum í fótboltaheiminum ef sheikinn Salman Bin Ibrahim Al-Khalifa sigrar í kjörinu en Geir telur hann sigurstranglegast- an. „Það þarf ekki annað en að skoða hvernig knattspyrnumálum kvenna er háttað í araba- heiminum. Á þessu landsvæði eru jafnréttis- mál öldum á eftir okkur.“ Er kominn tími á konu sem formann Knatt- spyrnusambands Íslands? „Já, ætli það gerist ekki bráðum? Stjórnmál ESB svikin voru kornið sem fyllti mælinn Viðreisn ætlar í framboð til Alþingis Benedikt Jóhannesson segir að það þurfi að láta af laumuspili eins og búvörusamningi og samningum við útgerðarmenn. Mynd | Hari Stefanía Óskarsdóttir. Knattspyrna Karlaheimur Alþjóða knattspyrnusmbandsins lætur ekki að sér hæða 205 karlar og tvær konur kjósa arftaka Blatter Fimm karlmenn gefa kost á sér til forseta FIFA og hefur Geir Þorsteinsson lýst stuðn- ingi við Gianni Infantino, en hann hefur verið framkvæmdastjóri UEFA frá 2009. Hlín Einarsdóttir sem er til rann- sóknar hjá lögreglu eftir að hafa reynt að fjárkúga Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í maí í fyrra hefur verið ráðinn rit- stjóri Sykur.is. Gengið var frá ráðningunni í síðustu viku en Hlín hóf störf sem blaðamaður á vefmiðlinum í des- ember. „Ég er einstæð móðir og fjölmiðlakona, ég hef starfað við þetta í mörg ár,“ segir Hlín þegar hún er spurð hvort hún hafi fengið einhver viðbrögð við ráðningunni í ljósi þess að hún hefur verið mikið í fréttum vegna fjárkúgun- armálsins. „Ég þarf að lifa eins og aðrir og vinn tvöfalda vinnu, sem ritstjóri og markaðsstjóri, til að hafa í mig og á.“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, sem held- ur úti vefsíðunni Sykur, segir að Hlín Einarsdóttir sé frábær starfs- maður, með ótrúlega reynslu af dægurmiðlum eins og Sykri. „Það skiptir mestu máli. Við erum fjöl- miðill ekki dómstóll,“ segir hún. Ríkissaksóknari hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort Hlín og Malín Brand, systir hennar, verði ákærðar fyrir tilraunir til fjárkúg- unar. Systurnar eru einnig grun- aðar um að hafa sakað mann um nauðgun og kúgað af honum 700 þúsund krónur. þká Sakamál Ekki enn ákært í fjárkúgunarmálinu Hlín er ritstjóri vefmiðils Hlín Einarsdóttir. Tvö fyrirtæki sem heita Gamma kaupa og selja fasteignir á Íslandi. Gamma ehf er eignarhaldsfélag um hótelrekstur og fjárfestingar, stofnað fyrir meira en áratug og er með fyrirtækjanafnið Gamma. Hitt fyrirtækið, Gamma Capital Managment, er öllu umsvifa- meira fjármálafyrirtæki og er með um 60 milljarða í fjárstýringu fyrir lífeyris- sjóði, tryggingafélög og banka. Tveir sjóðir á vegum Gamma, kaupa og selja fast- eignir. Hannes Hilm- arsson, stjórnar- formaður Gamma ehf, segir þetta óheppilegt. Fyrir- tækið líti svo á að það eigi nafnið og muni jafnvel kanna réttar- stöðu sína. Stjórnendur Gamma Capital, sem var stofnað árið 2008, segja að það sé engin leið að ruglast á starfsemi fjármálafyrirtækis og eignarhaldsfélags, það séu sjóðir fyrirtækisins sem hafi fjárfest í húsnæði og það sé því engin hætta á að þeim verði ruglað saman. | þká Gammar í hár saman Smári McCarthy segist ekki halda að hreyfing Pírata sé að klofna, þetta sé ekki mjög djúpstæður ágreiningur í raun, einungis vaxtar- verkir þótt upphrópanir og æsingur fylgi umræðunni. Smári McCarthy, einn stofnenda Pírata, segist þeirrar skoðunar að enginn þingmaður ætti að sitja lengur en tvö kjör- tímabil á þingi. Meirihluti þingsins ætti í rauninni að fara og taka þátt í samfé- laginu. Hann segir að þar sem engar reglur séu um það, sé ósanngjarnt að Birgitta Jónsdóttir ætti að víkja frekar en aðrir. Hann segist telja að reynsla Birgittu muni nýtast Pírötum vel. Smári, sem er búsettur í Bosníu og vinnur um alla Austur-Evrópu og Mið-Asíu, segir líklegt að hann muni gefa kost á sér til setu á Al- þingi, en íslensk stjórnmál freisti hans þó álíka mikið og farsótt í augnablikinu. „Ég er í mjög góðri og árangurs- ríkri vinnu hér úti, og þarf að gera upp við mig fljótlega hvort ég fórni þeirri vinnu í veikri von um að geta hjálpað við að koma ís- lenskum stjórnmálum í betri farveg.“ Varðandi ágreining um stjórnarskrármálið segir Smári að Píratar hafi tek- ið mjög sterka afstöðu með þeirri stjórnarskrá sem Íslend- ingar hafa þegar samþykkt í þjóðar- atkvæðagreiðslu. „Við höfum ein- sett okkur að koma henni í gegn. Núverandi ríkisstjórn hefur einsett sér að vanvirða vilja almennings. Þannig að það er ljóst að nýja stjórn- arskráin fari ekki í gegn á þessu kjörtímabili. Píratar hafa þá tvo valkosti. Að vera með uppsteyt og mótlæti við jafnvel jákvæðum breyt- ingum í millitíðinni, eða að reyna að vinna að jákvæðum endurbótum. Ég hallast að síðari nálguninni. | þká Smári segist telja að enginn eigi að sitja lengur en tvö kjör- tímabil á þingi. Stjórnmál Einn stofnenda Pírata telur ágreining ekki djúpstæðan Hreyfingin ekki að klofna 4 | fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.