Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 26.02.2016, Page 10

Fréttatíminn - 26.02.2016, Page 10
Ný kynslóð af liðvernd Ekki leiða liðverki hjá þér! Komdu í veg fyrir frekari skemmdir og niðurbrot á auðveldan og áhrifaríkan hátt www.regenovex.isFæst í apótekum sínu frímerki en finnski launa­ maðurinn. Frá mælingunni hafa póstburð­ argjöld á Íslandi hækkað langt um­ fram laun. Samanburðurinn er því líklega enn lakari í dag. Þegar borin eru saman póst­ burðargjöld í Evrópu og þau leið­ rétt vegna mismunandi launa og verðlags metur Þýski pósturinn að gjöldin á Íslandi séu um 22 prósent hærri en meðaltal Evrópu. Sam­ kvæmt því er frímerki á Íslandi 31 krónu of dýrt. Lök staða vegna dótturfyrirtækja En hvers vegna stendur Íslands­ póstur sig svona miklu lakar en sambærileg fyrirtæki í Evrópu? Einkaleyfi á bréfasendingum hefur verið afnumið í löndum Evr­ ópusambandsins en það hefur ekki haft mikil áhrif á markaðinn. Gömlu ríkispóstarnir drottna enn hver yfir sínum markaði, hvort sem póstarnir hafa verið einkavæddir eða ekki. Það er aðeins í Hollandi, Þýskalandi, Rúmeníu, Svíþjóð, Litháen, Pólland og á Ítalíu og Spáni sem önnur póstburðarfyrirtæki hafi komist yfir 10 prósent mark­ aðshlutdeild. Það er því ekki hörð samkeppni sem hefur haldið aftur að verðhækkunum í Evrópu. Einka­ væðing ríkispóstanna hefur því al­ mennt ekki leitt til aukinnar sam­ keppni. Breytingin hefur fyrst og fremst verið sú að arðurinn af starf­ seminni rennur til einkaaðila eða til að greiða niður lánin sem þeir tóku til að kaupa fyrirtækin af ríkinu. Bæði samkeppnisaðilar Íslands­ pósts og Póst­ og fjarskiptastofnun hafa bent á að ekki megi rekja laka stöðu Íslandspósts einvörðungu til fækkunar bréfa. Það er ekki bara að Íslandspóstur hafi hækkað gjald­ skrár langt umfram verðlag og þó nokkuð umfram það sem þarf til að vega upp fækkun bréfa og hafi auk þess lokað útibúum og fækkað starfsfólki; heldur hefur handbært fé fyrirtækisins étist upp á undan­ förnum árum. Í árslok 2003 var handbært fé Ís­ landspósts meira en 3,1 milljarður króna á núvirði. Í árslok 2014 voru bara 88 milljónir króna eftir í sjóðn­ um. Á ellefu árum hafði lausafjár­ staða fyrirtækisins versnað um 3 milljarða króna. Það er ekki góð staða fyrir fyrirtæki sem veltir 7,3 milljörðum króna að eiga aðeins 88 milljónir króna inni á heftinu. Greiðsluvandræði blasa við. Fyrir­ tækið þarf að taka lán til að eiga fyrir launum. Það er ömurleg staða fyrir áður stöndugt fyrirtæki á borð við Íslandspóst. Pósturinn kaupir prentsmiðju Í athugasemdum sínum við skýrslu, sem ráðgjafafyrirtækið Expectus vann fyrir innanríkisráðuneytið, bendir Póst­ og fjarskiptastofnun á Hækka langt umfram verðlag Póstburðargjald fyrir almennt bréf í forgangi á föstu verðlagi 93,1kr. 1. janúar 2004 170kr. 1. janúar 2016 01 .0 1. 20 04 | 93 ,1 k r. 01 .0 4. 20 05 | 97 ,3 k r. 01 .0 5. 20 06 | 99 ,3 k r. 01 .0 2. 20 07 | 10 3, 9 kr . 01 .0 1. 20 08 | 11 3, 8 kr . 01 .0 3. 20 10 | 88 ,5 k r. 01 .0 6. 20 11 | 10 1, 6 kr . 01 .1 0. 20 11 | 10 8, 0 kr . 01 .0 7. 20 12 | 12 9, 4 kr . 01 .0 1. 20 14 | 13 3, 9 kr . 01 .0 8. 20 14 | 14 6, 8 kr . 01 .0 4. 20 15 | 15 3, 5 kr . 01 .1 0. 20 15 | 15 8, 0 kr . 01 .0 1. 20 16 | 17 0, 0 kr . Póstburðargjöld að teknu tilliti til launakostnaðar Ísland 1,32 evrur Norðurlönd, meðaltal 0,97 evrur Evrópa, meðaltal 1,05 evrur Póstburðargjöld að teknu tilliti til verðlags og launa Ísland 1,10 evrur Norðurlönd, meðaltal 0,91 evra Evrópa, meðaltal 0,90 evrur að lækkun sjóðsins um rúmar 800 milljónir króna frá 2009 til 2013 hafi verið minni en samanlagt fram­ lag Íslandspósts til dótturfyrirtækja sinna í samkeppnisrekstri á tíma­ bilinu. Með öðrum orðum heldur stofnunin því fram að fækkun bréfa og tap á einkaleyfisskyldum rekstri skýri ekki versnandi afkomu Ísland­ spósts heldur fjárfestingar fyrirtæk­ isins í óskyldum rekstri. Eftir að Ingimundur Sigurpáls­ son tók við sem forstjóri Íslands­ pósts árið 2004 var mörkuð stefna um að víkka út starfsemi fyrirtæk­ isins til að mæta fyrirsjáanlegum samdrætti í hefðbundnum bréfa­ sendingum. Fyrirtækið stofnaði til og keypti nýja starfsemi. Í dag á Íslandspóstur meðal annars prentsmiðjuna Samskipti og inter­ netpóstfélagið ePóst og auk þess Frakt flutningamiðlun og Gagna­ geymsluna og hluti í Internet á Ís­ landi, Vörusjá og Sendli.is. Ekkert af þessum verkefnum hefur bætt stöðu Íslandspósts, sum eru föst í taprekstri og hafa eytt upphaflegu hlutafjárframlagi Póstsins og ekki getað endurgreitt lán sem Póstur­ inn hefur lánað til starfseminnar. Þótt gagnrýna megi að ríkisfyrir­ tæki hasli sér völl á nýjum mörk­ uðum þá hefði mátt réttlæta þessa stefnu ef hún hefði bætt stöðu fyrir­ tækisins. Niðurstaðan er hins vegar sú þessi stefna veikti fyrirtækið, át upp sjóði þess og gerði það lakar sett til að mæta fyrirsjáanlegum erfiðleikum vegna fækkunar bréfa. Í tilfelli Íslandspósts er þetta reyndar sérlega gagnrýnisvert því lögum samkvæmt er fyrirtækinu óheimilt að flytja fé sem verður til í einkaleyfisrekstri yfir í samkeppnsi­ rekstur. Forsvarsmenn fyrirtækis­ ins neita að það hafi verið gert en það er þó vandséð hvernig þeim tekst að sundurgreina uppruna fjár í sjóðnum sem notaður hefur verið til að lána til dótturfyrirtækjanna án þess að þau hafi getað endur­ greitt lánin. Stofnun verður fyrirtæki Þegar rekstur gömlu evrópsku rík­ ispóstanna er skoðaður kemur í ljós að svo til öll fyrirtækin hafa dregið saman starfsemi sína og fækkað fólki til að mæta fækkun bréfasend­ inga. Eins og Póst­ og fjarskipta­ stofnun benti á í athugasemdum til innanríkisráðuneytisins getur það verið háskaleg leið að mæta minna magni einvörðungu með hækkun gjaldskrár. Hækkun póstburðar­ gjalda dregur úr samkeppnisstöðu bréfasendinga og flýtir fyrir því að samskiptin færist yfir á internetið. Svo til öll póstfyrirtæki í Evrópu hafa fækkað starfsfólki umtalsvert. Flest hafa fækkað starfsfólki um 20 til 30 prósent, en nokkur um allt að 50 prósent. Undantekningarnar eru póstfyrirtækin í Slóveníu, Lúxem­ borg og á Íslandi. Frá 2009 hefur Íslandspóstur fækkað stöðugildum um 10 prósent á sama tíma og bréf­ um hefur fækkað um 35 prósent. Saga Íslandspósts gefur tilefni til að velta fyrir sér gagnsemi hluta­ félagavæðingar ríkisstofnana. Það er ekki gefið að það séu hagsmunir almennings að viðhalda fyrirtæk­ inu Íslandspósti þegar hefðbund­ ið hlutverk stofnunarinnar dregst saman og hverfur líklega á end­ anum vegna tæknibreytinga. Með því að breyta stofnun í hlutafélag verður til hluthafi, sem samkvæmt fyrirtækjafræðum krefst vaxtar og viðgangs starfseminnar og arð­ semi á hlutabréfaeign sína. Það var vegna ímyndaðra hagsmuna þessa hluthafa, sem í raun er sama þjóð­ in og átti stofnunina, sem forsvars­ menn Íslandspósts fóru að leita að framhaldslífi fyrir fyrirtækið Ís­ landspóst. Hugsanlega hefði það verið hag­ felldara almenningi ef 3 milljarða króna sjóður fyrirtækisins hefði verið notaður til að greiða niður kostnað vegna óhagkvæmni af minnkandi póstflutningum í stað þess að verja sjóðnum til að búa til fyrirtæki úr ríkisstofnun. Allskonar annað en póstur Stjórnendur Íslandspósts hafa verið gagnrýndir af samkeppnisaðilum og Póst- og fjarskiptastofnun fyrir að kaupa óskylda starfsemi og stofna fyrirtæki á samkeppnismarkaði í stað þess að einbeita sér að grunnstarfseminni, einkaleyfi á útburði bréfa. Sala á minjagripum til ferðamanna er ekki stór þátttur í starfsem- inni en setur samt sterkan svip á útibú Íslandspóst. 10 | fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.