Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 26.02.2016, Side 17

Fréttatíminn - 26.02.2016, Side 17
– G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R GÓÐOSTUR ÍS LE N SK A/ SI A. IS /M SA 7 33 03 0 3/ 15 Svava Jóns- dóttir, heilsu- og mannauðs- ráðgjafi, segir lykilinn að heilbrigð- um vinnustað fyrst og fremst vera gott skipulag og stjórnun. Hún bendir á að helmingur vinnuafls í Noregi telur góða stjórnun og leiðtogahæfni hafa meiri áhrif á að það haldist í starfi en góð laun. Hvað gerir heilsuefl- andi stjórnandi?  Veitir heilsu og líðan starfs- fólks athygli  Passar upp á samskipti yfir- manna og undirmanna  Býður upp á hollan og góð- an mat  Hvetur starfsmenn til að hreyfa sig  Ýtir undir þátttöku og ákvarðanatöku starfs- manna  Fjarlægir leiðinleg og ein- föld verk  Hvetur starfsmenn til endurmenntunar  Gerir vellíðan að markmiði á vinnutíma  Setur fram áhugaverð verk- efni sem reyna á  Verðlaunar gott starf 60% vegna streitu Stór hluti heilsutjóns í vestrænu samfélagi grundvallast af streitu. Rannsóknir sýna að um 60% tapaðra vinnudaga í Evrópusam- bandinu megi tengja við streitu og segja sérfræðingar enga ástæða til að ætla að það öðru- vísi hér á landi. Hlutfall geðraskana í örorku er vaxandi hér á landi og fólk hrökklast af vinnumarkaði fyrst og fremst vegna þeirra, en líka vegna stoðkerfisvandamála. Sérfræðingar segja þó erfitt að aðskilja þessa tvo flokka því þegar rætt er um streitu, séu líkami og sál ein heild. 37,1% geðraskanir 29% stoðkerfi Geðraskanir An na ð Stoðkerfisvandamál Streita Heilsueflandi stjórnun Þunglyndi Geðsjúkdómar eru á meðal fimm algengustu ástæðna fyrir skammtímafjarvistum frá vinnustöðum, þunglyndi sem afleiðing streitu er þar ofarlega á blaði og spáir Alþjóðaheil- brigðisstofnunin því að árið 2020 verði þunglyndi önnur helsta orsök örorku. „Ég man ekki nákvæm- lega hvenær ég varð allt í einu algjörlega orkulaus,“ segir Guðni Þór Jónsson, húsasmíðameistari og bygg- ingartæknifræðingur. Guðni hafði starfað á verkfræði- stofu sem hann var hluthafi að í fleiri ár þegar orkan hvarf einn dag- inn. „Ég keyrði á einhverri óskiljan- legri aukaorku í mörg ár og sagði aldrei nei við verkefnum. Hægt og rólega brann ég upp og á endanum var ekkert eftir, nákvæmlega ekki neitt.“ Guðni segir sitt vandamál hafa falist í því að geta ekki sagt nei við verkefnum. „Að hluta til var þessi árátta mín að taka öll verk- efni komin til vegna þess að ég hafði ekki enga trú á sjálfum mér. Sjálfsmyndin byggðist á því að vera alltaf í vinnunni og geta sagt já við öllu. Ég var farinn að vinna langt fram á nótt alla daga vikunnar. Ég bara gaf og gaf og ef ég var ekki til staðar þá var ég spurður hvort það væri nokkuð að. Auðvitað er þetta samspil þess hver ég var og hvernig vinnustaðurinn var. En ég kunni ekki að setja mér nein mörk og ég sá enga útgönguleið,“ segir Guðni. Samstarfsfélagar hans upplifðu líka álagið og margir hverjir gáfust fljótlega upp. „Ég hélt alltof lengi út. Þetta var orðið þannig að ég gat ekki gert neitt. Staðan var þannig að annaðhvort tæki ég mitt eigið líf eða gerði eitthvað í málunum.“ Guðni ákvað að gera eitthvað í málunum, hætti að vinna og leitaði sér hjálpar hjá heimilislækni. „Bataferlið hófst árið 2011 og tók langan tíma. Ég fékk lífeyri og fór í Hveragerði og bara vann í batanum með hjálp góðra sérfræðinga,“ segir Guðni sem rekur sína eigin stofu í dag og passar sig á að vinna ekki of mikið. „Ég er farinn að spila golf aftur sem er góð slökun og í dag kann ég að segja nei.“ | hh Brann hægt og rólega upp Guðni Örn Jónsson, húsa- smíðameistari og byggingar- tæknifræðingur. |17fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.