Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 26.02.2016, Síða 32

Fréttatíminn - 26.02.2016, Síða 32
„Dauði eða andlát eru endalok virkrar starfsemi lif- andi veru,“ segir skilgreining wikipediu á fyrirbærinu. Eftir því sem árum fjölgar og reynslan af virkri tilvist, lífi, bætist í sarpinn þá hvarflar hugur okkar flestra á stundum að endalokunum. Eða eru það endalok? Ég heyrði af „endalokum“ einnar mannveru um daginn. „Ljósið“ slokknaði óforvarandis við dagleg störf. Var á „besta“ aldri. Hafði verið heil og væn mannvera sem gaf ríkulega til alls lifandi í kring. Óvænt. Áfall fyrir ástvini og aðra nákomna. „Ljósið“ var hluti af samfélagi „ljósa“ í sveitarfélagi úti á landi. „...þegar allt kemur til alls er það skilningur okkar á dauðanum sem ákveður svörin við öllum þeim spurningum sem lífið leggur fyrir okkur. Af þessu leiðir nauðsyn þess að búa sig undir hann.“ Þessi orð eru höfð eftir Dag Hammar- skjöld. Dag var sænskur hagfræðingur og diplómat sem gegndi síðustu ár ævi sinnar starfi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Hann lést í flugslysi árið 1961, aðeins 54 ára. Hann var á leiðinni að „miðla málum“ í deilum í Norður- Ródesíu, nú Zambíu. Flestir eru á því að „ljós“ hans hafi verið skotið niður ásamt fimmtán öðrum sem voru um borð í Douglas DC-6 vélinni. Ljós Dags var andlegt og fallegt, menn eru almennt sammála um að hann hafi verið harmdauði fyrir heiminn. Ljós hans slokknaði við dagleg störf. Daglega þjón- ustu við aðra. Á þeim árum sem ég starfaði fyrir Sameinuðu þjóð- irnar minnist ég þess hversu mikil áhersla var lögð á það hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) að bæta fremur lífi við árin en árum við lífið. Að „ljósið“ megi lýsa sem best á meðan logar. Að hvetja „eldinn“ svo bruni hans megi leiða gott eitt af sér á meðan tírir. Deildinni, sem hafði með áhrifaþætti „ljóssins“ að gera, var á þeim árum stýrt af auðmjúkum og góðum íslenskum manni, Guðjóni Magnússyni. Hann, líkt og Dag, var í þjónustustörfum fyrir okkur öll. „Ljósin“ okkar eru einungis hverfulir neistar af sama báli. Hvernig eldstæði okkur er valið er ekki okkar val en hvað við setjum á eld okkar, hvernig við rækt- um hann og hvert við beinum honum er á okkar valdi. Hvernig við þjónustum bálið. Hann logar, heimsloginn. Utan hringsins Héðinn Unnsteinsson Dauðinn Myrkur í ljósi Tilfinningin tær sem lind tendrar glóð í hjarta. Hugi hvatur málar mynd af mannúð heimsins; bjarta. Ef lifað er með ljósri brá og löngun góðra verka, snúast syndir þrungnar þrá þvert í dyggðir sterkar. Dauðinn hvata lífi ljær og leggur drög að tilvist. Í ljósri dimmu lífið grær í myrkur dagsins þyrstir. (hu) Lyftan #7 Spessi Birgitta Jónsdóttir er stödd í lyftunni hans Spessa, ljósmyndara í gömlu Kassagerðinni. Á ferðalaginu upp fjórar hæðir hússins segir Birgitta frá þeim lægðum sem hún upplifði í kjölfar hvarfa á eiginmanni sínum, föður og föðursystur. Trúin á að erf- iðleikar styrki manninn gerði henni kleift að upplifa sínar hæstu hæðir. „Þeir eru margir botnarnir í mínu lífi. Ætli sá dýpsti hafi ekki verið þegar pabbi lét sig hverfa árið 1987 og fannst aldrei. Sú óvissa var skelfi- lega erfið og hræðilegt að horfa upp á fjölskylduna sína ganga í gegnum slíkt.“ Í gegnum tíðina hefur Birgitta upplifað þrjú mannshvörf og var það fyrsta þegar Birgitta var 12 ára. „Systir pabba fór fram af bryggju í bifreið og drukknaði. Það var um- fangsmikil leit sem reyndist mar- tröð.“ „Ég varð að trúa því að ef lægð- irnar dræpu mig ekki þá styrktu þær mig, þá helst þegar ég upplifði þriðja mannshvarfið.“ Eiginmaður Birgittu hvarf sporlaust árið 1993 á Snæfells- nesi og fannst lík hans fimm árum síðar. „Við vorum að ganga í gegnum skilnað á þessum tíma og ég upplifði mikla sektarkennd. Leitin að honum var sú umfangsmesta í sögunni.“ Í gegnum allt hefur Birgittu alltaf tekist að finna jákvæðan vendipunkt í lífinu. „Ég var heppin með félags- skap sem kynnti mig fyrir reynslu- sporunum 12 fyrir meðvirka. Eitt það dýrmætasta sem mér hefur hlotnast er eiginleikinn að geta sett mig í spor annarra.“ Birgitta segir toppinn á tilverunni vera augna- blikin þegar hún upplifir skilyrðis- lausa hamingju. „Augnablikið þegar þú getur horft á tré og séð töfrana í því, þá er ég á toppi tilverunnar. Að sjá fegurðina í hversdagsleikanum og finna að maður lifir í núinu, ham- ingjusamur óháð öðrum.“ „Ég varð að trúa því að ef lægðirnar dræpu mig ekki þá styrktu þær mig, þá helst þegar ég upplifði þriðja mannshvarfið.“ Þrjú sporlaus mannshvörf 32 | fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016 Tangarhöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 533 1020 • aman@aman.is Við erum fluttir í nýtt og glæsilegt húsnæði að Tangarhöfða 2, 110 Reykjavík. Hlökkum til að sjá þig. Áman – víngerðarverslunin þín! www.aman.is Áman flytur! Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Drive ryksuga í bílskúrinn • 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta 7.590 6.990 Spandy heimilisryksugan • 1600W • mikill sogkraftur > 18KPA • Hepa filter • margnota poki Spandy 1200W Cyclone heimilsryksuga 10.890 Spandy pokalaus 500w heimilsryksuga 6.990 Ryksugur! FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í DAG? HAFÐU ÞÁ SAMBAND VIРDREIFING@FRETTATIMINN.IS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.