Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 26.02.2016, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 26.02.2016, Qupperneq 34
Kynjakvótar Sylvía: Fyrstu vikuna mína í Versló komst ég inn í Gettu betur liðið. Stuttu síðar var kynjakvóti settur á. Mér var mikið í mun að sanna fyrir öllum að ég hefði komist inn á eigin gáfum. Ég var mjög sjálfs- elsk í þessari umræðu og lét þetta snúast um mig. Stella: Það virðast margir ekki skilja tilgang kynja- kvótans og þess vegna sem við þurfum að ræða hann. Sylvía: Það var lagabreytingarfundur hjá nemenda- félaginu í fyrra og átti að inn- leiða bechdel-prófið í alla þætti útgefna af nemendafélaginu. Ótrúlega einfaldar reglur, það þurfa tvær stelpur að birtast í þáttunum og tala um eitthvað annað en karlmann. Stella: Það varð allt vit- laust og reyndist alveg þvílík byrði fyrir strákana að þurfa koma stelpum inn í þáttinn hjá sér. Þegar lögin tóku gildi þá var gert lítið úr þeim með því að láta tvær stelpur birtast í ömurlegri stiklu að ræða eitthvert rugl. Baska dagar 25. febrúar – 1. mars Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is RESTAURANT- BAR Fimm tapasréttir undir áhrifum frá Baskalandi að hætti gestakokksins Sergio Rodriguez Fernandez frá Bilbao Borðapantanir í síma 551 2344 Smokkfisk tallarin með bláskel og svifi 1.890 kr. Confit eldaður saltfiskur með basque pil-pil sósu, romesco og svörtum hvítlauk 1.990 kr. Hægeldaðar grísakinnar með hunangs- polentu og hleyptu eggi (við 58 gráður) 2.290 kr. Hægeldaður lambaháls með með graskers- toffee, villisveppum og rósmarínbrauði 2.290 kr. EftirréttuR Sítrus súkkulaði ganache með hvítsúkkulaði maís-ís 1.790 kr. SMAKKAÐU ALLA FIMM RÉTTINA 7.500 kr. Bragðaðu á Baskalandi Þær láta mótlætið ekki stöðva sig, Stella Briem og Sylvía Hall, formenn Femínista- félags Verzlunarskólans. Twitter er þeirra vígvöllur til að koma gagnrýni á mennta- skólamenningu og samfélagið á framfæri, við misgóðar undirtektir. Sylvíu Hall og Stellu Briem Friðriksdóttur þykir ekki leiðinlegt að valda usla. Skrápurinn orðinn þykkur eftir rifrildi við skólastjórnendur, samnemendur og fólk á samfélagsmiðlum. Þær láta í sér heyra með beinskeyttri gagnrýni á staðalímyndir og rótgróið feðraveldið. Saman ræða þær málefni kynjakvóta, úr- eltar hugmyndir um strákastelpur, Twitter-deilur og mótlætið sem þær hafa orðið fyrir. Tökum alltaf slaginn Stella og Sylvía gefa kynbundnu ofbeldi puttann með fokk-ofbeldi húfurnar frá UN women. Femínismi Sylvía: Ég hef aldrei á ævinni verið skilgreind jafn afgerandi og þegar ég gerðist femínisti. Stella: Það er mikil pressa að allir kalli sig femínista og það gerir ekkert fyrir umræðuna. Sylvía: Þegar málefni dúkka upp þá vilja fæstir tjá sig nema um- ræðan sé þeim í hag. Þá er hópur- inn sem lætur í sér heyra allt í einu orðinn „femínistarnir“, þó svo allir séu farnir að kalla sig það. Stella: Fyrir stuttu kom út umdeilt myndband frá 12:00 nefndinni í Versló þar sem stelpan sýnir hold að fara að stunda sam- farir. Okkur þótti þetta hinsvegar besta mál, stelpur eru líka kyn- verur og þetta sýndi hana í valda- stöðu. Sylvía: Ég kom fram í útvarps- þætti og tók upp hanskann fyrir 12:00. Í fyrsta skiptið á ævinni upplifði ég það að vera með vin- sæla skoðun. Allt í einu var sama fólkið sem úthúðaði okkur að hæla okkur. Mótlætið Sylvía: Á tímabili voru Stella og hennar skoðanir mjög óvinsælar. Það var vinsælt að þykja hún óvin- sæl. Hún tekur líka alltaf slaginn. Stella: Ég hef brotnað niður fyrir framan tölvuna þegar mótlætið hefur staðið sem hæst. Stundum hef ég grátið úti á bílastæði skólans. Sylvía: Verst er þegar fólk í kring- um mann „líkar“ við athugasemd- ir um það hvað skoðanir þínar eru glataðar. Þá hugsar maður, er ég virkilega svona óþolandi? Stella: Þegar svona skítaköst ger- ast þá er það helvíti eina kvöld- stund. Síðan bursta ég þetta af mér og held áfram að berjast fyrir því sem ég trúi á. Sylvía: 150 skíta-komment býtta engu á móti þeim stelpum sem við höfum veitt kjark til þess að tjá sig og stíga fram. Stella: Ég upplifði móment, þeg- ar ég hætti að pæla hvað öðrum finnst um mig. Þá fyrst byrjar maður að vaxa sem manneskja. Strákastelpur Sylvía: Ég hef alltaf verið flokkuð sem strákastelpa, ég þoli það ekki. Ég hef lengi æft fótbolta og haft mikinn áhuga á íþróttinni. Það er einfaldlega ekki viðurkennt sem stelpa. Það er mjög pirrandi að annað kynið geti eignað sér áhugamál. Stella: Ég er mikill hip-hop aðdáandi en það er sífellt dregið í efa. Við höfum báðar lent í strákum sem yfir- heyra okkur um þessi áhugamál, kanna hvort við séum að þykjast. Um daginn benti Sylvía á það misrétti sem á sér stað í fótbolta á Íslandi þegar karlalandsliðið var svokallað „fyrsta landsliðið til að komast á Evr- ópumótið“. Hún fékk á móti sér her af fótbolta- bullum. Sylvía: Þetta er dæmi um umræðu sem „við eig- um ekki rétt á“ og margir finna sig knúna til að minna okkur á það. Þegar ég var yngri að æfa fótbolta þá var gangavörðurinn í skólanum að þjálfa stelpurnar. Við gerðum ekkert nema að spila þegar hann loksins mætti á æfingarnar. Það var mikil velta á þjálf- urum og á einu tímabili fengum við fimm nýja þjálfara. Það var ekki lagður jafn mikill metnaður í okkar æfingar og strákanna. Eina fólkið sem mótmælir þessu eru strákar, eins og þeir hafi nokk- urntímann upplifað okkar æfingar. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is Twitter-deilur Stella: Ég er hlynnt því að deila og þræta um hlutina og á það til að stuða fólk. Það hefur reynst mér bæði vel og illa. Þegar ég bendi á tímaskekkju innan skólans og í samfélaginu þá tek ég um- ræðuna stundum á næsta stig. Sylvía: Það er ótrúlegt hvað sum- ir geta látið allt sem við segjum fara í taugarnar á sér. Stella: Það er einmitt málið, það eru alltaf einhverjir sem svara fullum hálsi og þannig vörpum við ljósi á málefni. Fólk spyr sig af hverju fer þetta sem hún segir í taugarnar á svona mörgum? Af hverju fer þetta í taugarnar á mér? Sylvía: Við höfum báðar lent í milljón rifrildum á Twitter. Við erum auðvelt skotmark því við tjáum okkur mikið. Það er vinsæl leið til þöggunar að segja að við tjáum okkur „of mikið“. Við ætl- umst ekki til að fólk sé alltaf sam- mála okkur en um leið og hlut- irnir verða persónulegir þá bregst þolinmæðin. Myndir | Hari 34 | fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.