Fréttatíminn - 26.02.2016, Síða 40
Nolan var ráðinn til hugbúnaðar-
fyrirtækisins Hugvits GoPro. Litla
dóttir þeirra, hún Olivia, samein-
aði fjölskyldurnar og batt þau öll
saman. Synir Nolans héldu áfram
að búa hjá móður sinni í London
en koma reglulega til Íslands í frí.
Aldrei verið atvinnulaus áður
Nolan er opinskár og ófeiminn
og gekk vel að aðlagast á Íslandi.
Hans sérsvið hefur verið að fyrir-
byggja og rannsaka efnahagsbrot,
innherjasvik og peningaþvætti
sem og aðra rekstraráhættu. Eftir
eitt og hálft ár hjá GoPro bauðst
honum ný staða hjá Credit Info,
þar sem tækifæri fólust í samruna
tveggja fyrirtækja. Nolan átti að
leiða það verkefni en þegar á leið
varð ekkert af samruna fyrirtækj-
anna og Nolan endaði atvinnulaus
í fyrsta sinn í áratugi.
„Það var alveg ný staða að þurfa
að leita mér að vinnu. Ég hafði
alltaf haft nóg að gera.“
„Flest fyrirtækin sem hann leit-
aði til voru uppnumin yfir starfs-
ferli hans en á einhvern hátt þótti
reynsla hans sérhæfð og fram-
andi,“ segir Þóra.
„Ég myndi ekki segja að ég
væri mjög sérhæfður en ég komst
að því að það er ekki algengt hjá
íslenskum fyrirtækjum að vinna
með fyrirbyggjandi hætti gegn
fjársvikum. Mögulega er það við-
kvæmt í litlu samfélagi. Fyrirtæk-
in voru ekki með forvarnarstefnu
eða viðbragðsáætlun í þessum
málum og voru rög við að sýna
starfsmönnum sínum tortryggni
með því að leita sér þekkingar um
fjársvik,“ segir Nolan.
„En málið er að fyrirtæki og
stofnanir verða að hafa fyrir-
byggjandi stefnu svo þau þurfi
ekki að kynnast vandamálinu
af eigin raun. Þau þurfa að hafa
verklagsreglur og eftirlit í lagi.
Mín nálgun er því alltaf að hvetja
til fyrirbyggjandi úrræða.“
Stefið er kunnuglegt úr um-
ræðunni um efnahagsglæpina
sem framdir voru í aðdraganda
bankahrunsins, þegar inn-
herjaviðskipti voru stór hluti af
vandamálinu. Og það hljómar
kaldhæðnislega að maður með
sérfræðikunnáttu í rannsóknum
fjárglæpum hafi ekki fengið vinnu
á Íslandi eftir bankahrun.
Í atvinnuleitinni rak Nolan sig
á að fyrirtækin væru rög við að
ráða hann vegna þess að hann tal-
aði litla íslensku. „Og hann fékk
nokkrum sinnum að heyra það,
að honum hefði boðist starfið ef
hann bara talaði málið. Samt fara
nú samskipti fólks hjá stórum
fyrirtækjum oft fram á ensku,“
segir Þóra.
Aðspurður um hvort litarháttur
hans gæti mögulega hafa verið
hindrun í atvinnuleitinni, kemur
hik á Nolan. „Ég þori ekki að full-
yrða um það því litur og uppruni
fólks ætti auðvitað ekki að hafa
nein áhrif á það hvort það fær að
iðka það fag sem það hefur sér-
hæft sig í.“
Þóra bætir við að Nolan hafi
þó fengið nokkrar undarlegar
athugasemdir um litarhaft sitt.
„Einn maður sem hann fundaði
með fullyrti að hann teldi hann
sennilega vera hæst setta svarta
einstaklinginn á Íslandi.“
„Ég get samt ekki sagt að litar-
haftið sé sérstök hindrun því ég
hef líka kynnst írskum manni
sem var að glíma við samskonar
vandamál og ég á íslenskum
vinnumarkaði. Mín upplifun er að
útlendingar séu kannski framandi
og að hindranirnar fyrir að ráða
þá til starfa séu frekar af menn-
ingarlegum ástæðum en vegna
litarháttar.“ Nolan telur þó að slík
viðhorf séu á algjöru undanhaldi
og mögulega algengari hjá eldri
kynslóðinni. Yngra fólk hafi í rík-
ari mæli haft tækifæri á að stunda
nám og vinnu í útlöndum og þar
af leiðandi kynnst fólki úr ólíkum
menningarheimum.
Stórundarleg meðganga
En þó atvinnuleitin gengi hægar
fyrir sig en hann hafði vonað, þá
var margt til að gleðjast yfir. Þau
Þóra höfðu rætt um að það gæti
verið gaman að eignast annað
barn saman. Dóttir þeirra var
komin á annað aldursár og hjónin
ákváðu að reyna að eignast eitt
í viðbót og þar af leiðandi sjötta
barnið í fjölskyldunni. Þá ættu
þau öll eitt alsystkini og það væri
gott fyrir Oliviu að alast upp með
barni á svipuðum aldri.
„Það tók ekki langan tíma
áður en Þóra varð ólétt aftur. Við
urðum auðvitað himinlifandi.
Hún sagði reyndar strax að það
væri eitthvað óvenjulegt við þessa
meðgöngu,“ segir Nolan.
Þóra glottir og útskýrir að
morgunógleðin og syfjan hafi
verið margföld á við það sem hún
upplifði á fyrri meðgöngum.
Þegar hjónin fóru að hitta fæð-
ingalækni til að fara í snemm-
sónar, tók ung kona á móti þeim
sem var að þreyta frumraun sína í
sónarmyndatöku. Sú var undar-
leg á svipinn þegar hún skoðaði
Þóru og ákvað að kalla á sérfræð-
ing til að athuga hvort það gæti
mögulega verið að börnin væru
tvö. Þóru og Nolan var eðlilega
Ástin Þóra, Nolan og börn mynda tíu manna fjölskyldu
Eignuðust fjögur börn á þremur árum
Þóra og Nolan ásamt dætrum Þóru, þeim Birtu Maríu og Júlíu Ósk og þríburunum, Leó, Ísabellu
og Lorenzo. Á myndina vantar syni Nolans, þá Jordan og Dylan en þeir búa í London.
Synir Nolans, þeir Dylan 14 ára
og Jordan sem er 18 ára, ásamt
Oliviu litlu systur.
Mynd | Hari
Þegar bankastarfsmenn-
irnir Þóra Leifsdóttir og
Nolan Williams hittust á bar
í London fyrir fimm árum
voru þau bæði fráskilin með
tvö börn. Bankahrunið hafði
tekið sinn toll og hremmingar
í einkalífinu gáfu ekki tilefni
til mikillar bjartsýni. Í dag
eiga þau saman fjögur börn
og njóta hverrar stundar eftir
kúvendinguna sem líf þeirra
tók þetta örlagaríka kvöld.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Nolan Lorenzo Williams hafði
unnið hjá Goldman Sachs bank-
anum í London í sextán ár en
handan við hornið voru skrif-
stofur Landsbankans, þar sem
Þóra Leifsdóttir var starfsmaður.
Þau höfðu aldrei hist fyrr en
ósköp hversdagslegt kvöld fyrir
fimm árum þegar þau álpuðust
óvart inn á sama bar í hverfinu.
„Ég var ekki á leiðinni í sam-
band og reyndi að hrista hann
af mér,“ segir Þóra en tilraunir
hennar báru bersýnilega ekki ár-
angur. „Ég gerði honum það ljóst
að ég væri með algjöran pakka á
bakinu, væri nýskilin og ætti tvö
börn. Honum fannst það nú ekki
mikið mál,“ segir hún og Nolan
hlær.
Þóra fullyrðir að eftir fyrstu
kynnin hafi hún ákveðið að láta
hann eiga sig, hún þyrfti að jafna
sig eftir sambandsslitin og ekkert
vera að líta í kringum sig. Hún
hafði búið með fyrrum sambýlis-
manni sínum í 12 ár og átti með
honum dæturnar Birtu Maríu
og Júlíu Ósk. Sambandinu lauk
skyndilega og við það varð mikil
óvissa með hvernig framhaldið
yrði þarna úti í London.
„Mánuði síðar varð ég samt svo
forvitin að ég sendi Nolan skila-
boð. Við hittumst aftur og höfum
verið óaðskiljanleg síðan.“
Nolan segir samband þeirra
hafa þróast mjög hratt eftir það.
„Okkur leið strax vel saman.
Ég hafði góða tilfinningu fyrir
þessu og efaðist aldrei um að lífið
væri að taka rétta stefnu. Maður
finnur það svo sterkt þegar eitt-
hvað er rétt. Eitt leiddi að öðru og
skömmu síðar vorum við farin að
búa saman,“ segir hann.
Ástin var kærkomin
Nolan hafði flutt frá Karíbahafinu
til London 20 árum áður til þess
að spila sem atvinnumaður í krik-
ket. Hann eignaðist síðan dreng-
ina Dylan og Jordan með fyrri
eiginkonu sinni. Áður en hann
flutti til London vann hann sem
lögreglumaður í Karíbahafinu
og við það kviknaði áhugi hans á
rannsóknum. Áhuginn þróaðist
þegar hann fetaði sig inn í banka-
geirann en þá voru það efnahags-
brot og fjársvik sem hann eltist
við að uppræta.
Þóra vann hjá Landsbankanum
í London á sviði útlánaeftirlits
og áhættustýringar. Eftir hrunið
urðu talsverðar breytingar á
vinnuhögum hennar. Bankinn var
tekinn yfir af ríkinu en hún starf-
aði áfram fyrir slitastjórnina.
Ástin var kærkomin inn í líf
Þóru og Nolans og það var mikið
gleðiefni þegar þau komust að
því að þau ættu von á barni. Eftir
stutt samband voru þau trúlofuð
og héldu til Íslands til að giftast.
„Í Íslandsferðinni fór Nolan í at-
vinnuviðtal og var boðin vinna,“
segir Þóra. Nýgiftu hjónin voru
full bjartsýni og létu verða af því
að flytja til Íslands aðeins mán-
uði síðar. Þóra starfaði áfram
fyrir slitastjórn Landsbankans en
40 | fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016