Fréttatíminn - 26.02.2016, Page 70
70 | fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016
Mynd | Hari
Skáldsaga Kom frá Barcelona og skrifaði sína fyrstu bók
Styrktu Stígamót
með brjóstabolum
Adda Smáradóttir,
forsprakki byltingar-
innar #FreeThe-
Nipple á Íslandi,
lagði í gær, fimmtu-
dag, 224.500
krónur inn á reikn-
ing Stígamóta, ásamt Nönnu Her-
mannsdóttur. Peningunum söfnuðu
þær með því að selja brjóstaboli,
sem Sunna Ben hannaði. „Okkur
bauðst að selja boli í Ráðhúsinu á
kvenn réttindadeginum, 19. júní.
Við vorum áður búnar að selja hann
á #FreeTheNipple deginum og þá
tókst okkur að safna hærri upp-
hæð.“
Ókeypis á þessar
gömlu góðu
Kvikmyndin
Stikkfrí fjallar
um vinkonurnar
Hrefnu og Yrsu
sem koma sér í
allskyns vandræði
þegar Hrefna kemst
að því að pabbi hennar býr í Breið-
holti, en ekki í Frakklandi. Bíó
Paradís, föstudaginn klukkan 12.
Kvikmyndin
Skýjahöllin
fjallar um Emil,
strák sem
langar til að
eignast hvolp,
en hann þarf að
safna fyrir því sjálf-
ur. Pabbi hans er sannfærður um
að það takist ekki. Bíó Paradís,
föstudaginn klukkan 10.
Bíó á bókasafninu
Kvikmyndin Spiderwick verður til
sýningar í bókasafni Kópavogs.
Eftir það mæta æringjarnir úr
Spilavinum og spila við krakk-
ana. Það verða spennandi bækur í
hverri hillu fyrir alla til þess að lesa.
Bókasafn kóPavogs, föstudag-
inn klukkan 13-15.
Kvikmyndirnar
The Book of
Life og the
Simpsons
Movie
verða til
sýningar á
bókasafni
Hafnarfjarð-
ar. Einnig verð-
ur hægt að föndra, spila
og lesa bækur. Bókasafnið býður
upp á ókeypis útlán á barna- og
fjölskyldu DVD myndum. Bóka-
safn Hafnarfjarðar, föstu-
daginn frá klukkan 13.
Tæknileg
vinnustofa
Vinnustofur
fyrir börn á
aldrinum 10-12
ára í tengslum
við Biophilia
menntunarkerfið.
Það byggir á tæknilegri sköpun
með tónlist og vísindi. Hafnar-
Húsið, föstudaginn klukkan 13.
Leiðsögn um geiminn
Boðið verður upp á leiðsögn fyrir
fjölskyldur um sýninguna Geimþrá.
Frímann Kjerúlf Björnsson, mynd-
listarmaður og eðlisfræðingur,
fræðir krakkana um himingeiminn
og stjörnur. Ásmundarsafn,
föstudaginn klukkan 13.
Víkingar
og rúnir
Það verður
víkinga-
þema í
skapandi
listasmiðju
barna um
helgina. Þar geta
börnin hitt víkinga og valkyrjur,
fengið að klæða sig upp og lært að
skrifa rúnir. BorgarBókasafn í
kringlunni, gerðubergi og spöng-
inni á laugardaginn frá klukkan
13-16.
Dansandi leikhús
Íslenski dansflokkurinn sýnir nýja
íslenska barnaverkið Óður og Flexa
halda afmæli í Borgarleikhúsinu.
Þau eru engir venjulegir krakkar
heldur ofurhetjur sem nota ímynd-
unaraflið til þess að fljúga. Um er
að ræða samspil tónlistar og dans á
spennandi máta fyrir börn á öllum
aldri. BorgarleikHúsið, laugar-
dag og sunnudag klukkan 13.
Vetrarfrí barnanna
Ég þráði að skrifa, segir
Jordi Pujolá.
Löngu kominn
tími á breytingar
Jordi Pujolá sér ekki eftir
einni stærstu ákvörðun lífs
síns, að hætta að vinna sem
fasteignasali í Barcelona,
flytja til Íslands og gerast
rithöfundur. Hann gaf
nýlega út sína fyrstu
skáldsögu sem nefnist Við
þurfum breytingar. Íslenski
draumurinn.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
„Ég var búinn að vera í sömu
rútínunni í allt of mörg ár. Lærði
hagfræði og beint eftir nám byrjaði
ég að selja stórar fasteignir. Allt var
á uppleið, mér gekk vel, varð hlut-
hafi í fyrirtækinu en þetta var ekki
það sem ég vildi gera,“ segir Jorid
Pujolá, fyrrverandi fasteignasali,
sem tók risa U-beygju á fertugs-
aldri; flutti til Íslands og gerðist rit-
höfundur.
Sneri lífi fjölskyldunnar á hvolf
Jordi hafði lengi dreymt um að
verða rithöfundur og í samráði
við eiginkonu sína, sem er íslensk
og hafði búið með honum og
börnum þeirra í Barcelona í 15 ár,
ákvað hann að fylgja innsæinu.
„Ég þráði að skrifa en til að geta
það varð ég að hætta í vinnunni
því vinnutíminn á Spáni er mjög
langur og með fjölskyldu var ekki
möguleiki að skrifa á kvöldin. Ég
vissi að ég þyrfti að komast í langt
í burtu svo við ákváðum að breyta
alveg til, pakka öllu saman og
flytja til hingað. Ég vissi að Ísland
myndi vera góður staður til að
láta drauminn rætast því hér eru
allir svo hvetjandi. Ef þig langar
að framkvæma eitthvað á Íslandi
þá eru allir svo jákvæðir á meðan
fólk er íhaldssamara á Spáni. Hér
er fólk óhræddara við að brjótast
undan rútínunni.“
Jordi sér ekki eftir því að hafa
snúið lífi sínu og fjölskyldunnar
á hvolf. „Þetta hefur bara verið
jákvætt fyrir okkur öll. Hér er
stressið minna, ég elska snjóinn og
kuldann og fer allra minna leiða á
hjóli. Ég er byrjaður á næstu bók,
sem ég stefni á að gefa út á íslensku
og spænsku. Það eina erfiða er að
læra íslensku, það tekur dálítið á.“
Þrjú ár eru síðan fjölskyldan
kom sér fyrir á Íslandi og fyrsta
skáldsaga Jordi, Við þurfum
breytingar. Íslenski draumurinn
(Necesitamos un cambio. El sueno
de Islandia) kom út hjá spænsku
forlagi fyrir skömmu. Salan hefur
farið fram úr björtustu vonum og
er bókin komin í endurprentun.
Bókin fjallar um spænska rokk-
stjörnu sem ákveður að fara út
í pólitík og velt er upp ýmsum
spurningum sem varða eftirmál
efnahagskreppunnar, áherslur
í umhverfismálum og ástandið í
heiminum almennt. „Ég er svo
þreyttur á að fylgjast með fólki
þjást,“ segir Jordi, „fólki sem getur
ekki borgað húsnæðislánin þó það
vinni allan daginn. Það er löngu
komin tími á breytingar.“
Mörg stórkostleg skáld á Twitter
Dagur Hjartarson er skáld,
íslenskukennari og þekktur
tístari. Hann segist þó
ekki ætla að halda sinni
fyrstu skáldsögu, Síðustu
ástarjátningunni, að
nemendum sínum í MS.
Dagur Hjartarson á að baki ljóða-
bækur og sögur, en hefur unnið að
sinni fyrstu skáldsögu síðan árið
2011.
Dagur kennir menntskælingum
í MS íslensku meðfram skrifunum,
en segist ekki vita hvort nemendur
hans viti af útgáfu bókarinnar.
Hann ætlar ekki að halda henni
sérstaklega að þeim. „Nei, ég mun
gera allt til að koma í veg fyrir að
þau þurfi að lesa mig ofan í það að
hlusta á mig allan daginn,“ segir
Dagur, aðspurður hvort hann
muni reyna að koma bókinni á
yndislesturslista hjá nemendum.
Hann segir ekki auðvelt að sinna
störfum kennara og rithöfundar
samtímis, enda hvort tveggja störf
sem krefjast mikillar sköpunar-
gleði. „Það gengur ágætlega að
skrifa ljóð með vinnunni, en skáld-
saga er langhlaup og ég þurfti tíma
og næði í það.“
Nú vinnur Dagur að því að
kynna Síðustu ástarjátninguna,
vinna í nýrri ljóðabók og skáld-
sögu. Þrátt fyrir þessar miklu
annir er Dagur vinsæll tístari,
enda segir hann Twitter ákveðið
ljóðform í sjálfu sér. „Þetta er eig-
inlega eins og bragarháttur – 140
stafabil til að koma hugmynd til
skila. Mér finnst margir á Twitter
stórkostlegir pennar í þessu ljóð-
formi, þó þeir myndu kannski ekki
kalla sig skáld sjálfir.“ | sgþ
Dagur Hjartarson
er skáld, íslensku-
kennari og tístari.
Júlíana er umfangsmikil
Stærsti menningarvið-
burður Stykkishólms,
Júlíana – hátíð bóka og sögu,
stendur yfir um helgina.
Rithöfundar koma fram í
kirkjum, söfnum og hótelum
bæjarins og verður dag-
skráin fjölbreytt.
Gréta Sigurðardóttir, ein af skipu-
leggjendum Júlíönu hátíðar segir
nafnið enga tilviljun. „Júlíana Jóns-
dóttir var merk fyrir þær sakir að
hún var fyrst íslenskra kvenna sem
gaf út bók.“ Bókin var ljóðabók
sem kom út árið 1876 og bar nafnið
Stúlka. „Það er stórkostlegt að
kona þess tíma hafði sjálfstraust og
áræði til að koma ljóðunum sínum
á prent. Hennar einu fyrirmyndir
voru karlmenn og hún var því mik-
ill brautryðjandi.“
Einar Már Guðmundsson er á
meðal rithöfunda sem mæta og
ræðir hann merkingu orðsins saga
í gömlu kirkjunni. „Sjálf hlakka
ég helst til þess þegar Einar Már
ræðir skáldsögu sína, Hundadaga.
Nokkrir Hólmarar hafa hist og
lesið saman bókina Hundadagar
og við erum full tilhlökkunnar.“
Ásamt Einari Má mun Gunnar
Helgason ræða barnabók sína,
Mamma klikk, fyrir börnin. Sig-
mundur Ernir Rúnarsson ræðir
áráttu sína fyrir að skrifa um fólk
og Hrafnhildur Schram listfræð-
ingur fjallar um líf og list Nínu
Sæmundsson.
Stykkishólmur verður undir-
lagður hátíðinni en viðburðirnir
fara fram í hótelum, kirkjum og
söfnum bæjarins. „Júlíana hefur
aldrei verið umfangsmeiri. Blásið
verður til sögugerðar og brottflutt-
ir Hólmarar segja sögur á heim-
ilum í Stykkishólmi. Veitingastaðir
bæjarins verða með spennandi
matseðil og verður sérstök Júlí-
önu súpa og kokteill í boði á Hótel
Egilssen,“ segir Gréta. Frítt er inn
á alla viðburði og má nálgast dag-
skrána á Facebook síðu Júlíana –
hátíð sögu og bóka.
Stykkishólmur verður undirlagður hátíðardagana en viðburðirnir
fara fram í hótelum, kirkjum og söfnum bæjarins.
Fæst í apótekum og heilsubúðum
Góð melting styrkir ónæmiskerfið
Stjórnaðu bakteríu-
flórunni með OptiBac
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Fæst í apótekum og heilsubúðum
P
R
E
N
T
U
N
.IS
„For Women“
gegn sveppasýkingu,bakteríusýkingu
og þvagfærasýkingu