Fréttatíminn - 26.02.2016, Side 90
Allir asnalegir á
fermingarmyndunum
Jói og Simmi, félagi hans, vöktu á sínum tíma mikla
athygli þegar þeir sýndu eigin fermingarmyndir í
sjónvarpsþætti sínum á Popptíví og gerðu óspart
grín að því hvernig þeir litu út.
„Það eru allir asnalegir á fermingarmynd-
unum en þær eru kannski ekki fyndnar fyrr en
svona tíu árum síðar. Þá hefur tískan breyst
og það er óhætt að gera grín að þeim. En við
fengum þakkir fyrir að stíga fram og opna þetta
Pandórubox,“ segir Jói.
„Við fengum bæði bréf og símtöl frá mæðrum
fermingarbarna þar sem okkur var þakkað fyrir
að hafa hjálpað þeim á viðkvæmum aldri.“
Unnið í samstarfi við Íslensku
hamborgarafabrikkuna
Fermingar og fermingarveislur eru fyrir höndum og tilvalið að fara að leggja drög að því sem verður á boðstólum á stóra daginn. Jóhannes Ásbjörnsson,
betur þekktur sem Jói á Fabrikkunni, segir
að Fabrikkusmáborgararnir hafi notið mikilla
vinsælda að undanförnu og henti frábærlega
í fermingarveislur.
„Það er alltaf einhver þróun í fermingar-
veislumat frá ári til árs. Nú eru krakkarnir
farnir að vilja hafa þetta í sínum stíl frekar
en gömlu hefðbundnu brauðtertu- og tertu-
veisluna, þó þær séu auðvitað í topplagi.
Það gefur þessu skemmtilegan blæ að fá
fingramat á borðið og borgararnir höfða til
allra, það er stuð í þessum borgurum enda
eru þeir einfaldlega smækkuð útgáfa af vin-
sælustu borgurunum okkar á Fabrikkunni,“
segir Jói en borgararnir eru seldir 30 saman
á bakka og afhentir fulleldaðir á einum af
þremur veitingastöðum Fabrikkunnar. Hægt
er að velja úr fjórum mismunandi tegundum
af bökkum; Fabrikkuborgara, Morthens,
Stóra Bó og Forseta.
Jói segir að algengt sé að fólk sé með
blandaðar veitingar þegar það pantar Fabrik-
kusmáborgarana í fermingarveislur. „Þetta er
misfyrirferðarmikið, stundum tekur fólk þetta
í litlu magni og stundum er þetta uppistaðan
og svo er fólk bara með kökur á eftir. Sem
aðkeyptur matur er þetta mjög hagkvæmt, ef
maður reiknar bara kostnaðinn á hvern haus í
veislunni.“
Fabrikkusmáborgarana er hægt að panta á
einfaldan hátt á vefsíðu Fabrikkunnar, www.
fabrikkan.is. Þeir eru afhentir fulleldaðir á
þeim tíma sem óskað er eftir á einhverjum af
Fabrikkunum þremur, á Höfðatorgi, í Kringl-
unni og á Hótel Kea Akureyri.“
Smáborgararnir henta
fullkomlega í fermingarveisluna
Hamborgarafabrikkan selur 30 smáborgara saman á bakka sem njóta mikilla vinsælda hjá fermingarbörnum.
Nú eru krakkarnir farnir að vilja hafa
þetta í sínum stíl frekar en gömlu
hefðbundnu brauðtertu- og tertu-
veisluna, þó þær séu auðvitað í topp-
lagi. Það gefur þessu skemmtilegan
blæ að fá fingramat á borðið.
Jói og Yemen á Fabrikkunni mæla með smáborgurum
á veisluborðið í fermingarveislunni.
Mynd | Hari
18 |
Kynningar | Fermingar AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Unnið í samstarfi við Curvy
Curvy býður upp á fal-legan fermingarfatnað fyrir stúlkur af öllum stærðum og gerðum. Ferminga-
línan í ár samanstendur af klass-
ískum blúndukjólum og frjálslegum
sniðum í anda sjöunda og áttunda
áratugarins. Markmið Curvy er
að bjóða upp á fjölbreyttan
fatnað í stærðum 14-28 og á
góðu verði. Einnig er þar að
finna gott úrval af sokka-
buxum og skóm stórum
stærðum.
Mikið er lagt upp
úr góðri þjónustu,
ráðgjöf og hreinskilni
í Curvy og öllum
sem þangað koma er
hjálpað við að finna
fatnað sem passar
og hæfir stíl hvers
og eins.
Curvy er til húsa að
Fákafeni 9 en verslunin
leggur mikla áherslu
á að þjónusta lands-
byggðina - auðvelt að
panta og skila ef að flíkin
hentar ekki. Kíkið á curvy.
is til þess að skoða úrvalið
eða panta draumakjólinn.
Fyrir stúlkur af öllum stærðum
Klassískir blúndukjólar
og frjálsleg snið í anda
sjöunda og áttunda
áratugarins.
1. Væntanlegur 1. mars. Stærðir 16-26. Verð: 9.990 | 2. Blómamynstur verða áberandi í vor. Stærðir 16-26. Verð 9.990
3. Væntanlegur 1. mars. Stærðir 16-26. Verð 10.990 | 4. Kjóll frá JUNAROSE. Stærðir 14-26. Verð: 11.990
5. Rómantískur blúndukjóll. Stærðir 14-20. Verð 8.990
1
2 3 4 5
fréttatíminn | HElgiN 26. FEBrúAr–28. FEBrúAr 2016