Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 10
326 LÆKNAblaðið 2016/102 Inngangur Blóðflokkar byggja á mismunandi samsetningu mótefn- isvaka á rauðum blóðkornum. Nú eru þekktir um 300 mismunandi blóðflokkamótefnisvakar sem tilheyra 30 blóðflokkakerfum en af þeim eru ABO- og Rhesus- kerfin best þekkt og mikilvægust varðandi blóðgjöf.1 ABO-blóðflokkakerfið samanstendur af tveimur ríkj- andi mótefnisvökum (A og B) sem tvö ósamgena sykru- ensím mynda, en óvirk ensím einkenna blóðflokk O. Almennt eru anti-A og/eða anti-B mótefni í sermi til staðar gegn framandi A og/eða B mótefnisvaka frá þriggja til 6 mánaða aldurs.2 Meginhluti anti-A og anti- -B eru IgM-mótefni en ABO-blóðflokkamisræmi veld- ur aðeins vandamálum hjá fóstri ef móðir hefur háan styrk IgG anti-A og/eða anti-B mótefna og eru það helst mæður í O-blóðflokki.3 Ólíkt ABO eru mótefnisvakar flestra annarra blóðflokkakerfa fjölpeptíð en ekki sykr- ur, til dæmis Rhesus, Kell, Kidd og fleiri. Mótefni gegn fjölpeptíðamótefnisvökum eru ekki til staðar frá nátt- úrunnar hendi en myndast nær eingöngu eftir næm- ingu, til dæmis við blóðgjöf eða á meðgöngu.4 Fóstur- og nýburablóðrof (Hemolytic disease of the fetus and newborn, FNB) stafar af eyðingu rauðkorna fósturs/nýbura vegna mótefna frá móður með tilheyr- andi blóðleysi og/eða hækkun bilirúbíns hjá fóstri/ barni. Alvarlegustu afleiðingar FNB eru fósturbjúgur á Inngangur: Fóstur- og nýburablóðrof stafar af eyðingu fósturrauðkorna vegna rauðkornamótefna móður. Rofið getur leitt til blóðleysis og fóstur- bjúgs á fósturskeiði og gulu hjá nýburum. Prófið Direct Antiglobulin Test (DAT) greinir mótefni bundin við rauðkorn og er hluti af greiningarferli rofsins. Á Íslandi er DAT gert á naflastrengs-/blóðsýnum nýbura ef móðir er RhD-neikvæð eða hefur rauðkornamótefni önnur en anti-A/-B. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka orsakir og afleiðingar jákvæðs DAT hjá nýburum á Íslandi á 8 ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn var nýburar með jákvætt DAT á árunum 2005-2012. Úr tölvukerfi Blóðbankans voru sóttar upplýsingar um blóðflokk móður og barns, blóðgjafir og DAT. Úr mæðraskrá fengust upplýsingar um fæðingarþyngd, meðgöngulengd og ljósameðferð. Úr rafrænu sjúkraskrárkerfi Landspítala fengust upplýsingar um meðferð og afdrif nýbura. Niðurstöður: Á árunum 2005-2012 greindust 383 nýburar með jákvætt DAT á Landspítala. Í 73,6% tilvika var orsökin ABO-blóðflokkamisræmi á milli móður og barns, hjá 20,4% voru rauðkornamótefni móður önnur en anti A/-B, hjá 3,9% hvort tveggja, en hjá 2,1% var orsök óljós. Alls fengu 179 (47,6%) börn meðferð vegna jákvæðs DAT með nýburagulu, þar af 167 (93,3%) ljósameðferð eingöngu. Átta nýburar þurftu blóðskiptameðferð, þar af 5 vegna Rhesus-mótefna en þrjú vegna ABO-blóðflokkamisræmis. Ályktun: Jákvætt DAT hjá nýburum á Íslandi árin 2005-2012 stafaði í flest- um tilvikum af ABO-blóðflokkamisræmi á milli móður og barns. Tæplega helmingur barnanna þurfti meðhöndlun en oftast nægði ljósameðferð. Í alvarlegustu tilfellum ABO-blóðflokkamisræmis eða rauðkornamótefna annarra en anti-A/-B var þörf á blóðgjöf eða blóðskiptameðferð. ÁGRIP meðgöngu (hydrops fetalis) og kjarnagula (kernicterus) hjá nýbura.5 Um miðja síðustu öld var FNB algengur sjúk- dómur og fyrir árið 1945 létust 50% allra fóstra sem voru með sjúkdóminn.6 Eftir að orsök sjúkdómsins varð ljós urðu miklar framfarir í meðferð og mæðravernd7 og nú eru alvarlegir fylgikvillar og dauðsföll af völdum FNB og kjarnagulu sjaldséð á Íslandi. Lengst af voru mótefni gegn Rhesus D (RhD) mótefn- isvaka á rauðkornum fósturs algengasta orsök FNB, en með tilkomu fyrirbyggjandi meðferðar gegn myndun anti-D ónæmisglóbúlíns er ABO-blóðflokkamisræmi nú algengasta orsökin á Vesturlöndum.6,8 Mótefnaskimun í meðgöngu og fyrirbyggjandi meðferð með Rhesus D ónæmisglóbúlíni (RhIg) var innleidd á Íslandi árið 1969 (Rhesus varnir)9 og beinist að RhD-neikvæðum konum eftir fæðingu RhD-jákvæðs barns og ef hætta er á að blóðblöndun hafi orðið milli móður og fósturs í með- göngu, til dæmis eftir fósturlát, legvatnsástungu eða áverka. Víða í nágrannalöndum okkar fá allar RhD-nei- kvæðar mæður auk þess RhIg á síðasta þriðjungi með- göngu í fyrirbyggjandi skyni.10 Skimunarprófið Direct antiglobulin test (DAT, einnig kallað Coombs-próf) greinir mótefni bundin við rauð blóðkorn.11 Notkun þess var fyrst lýst af Coombs og félögum árið 1946.12 Á Íslandi er DAT gert á nafla- Greinin barst 23. október 2015, samþykkt til birtingar 13. maí 2016. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Mótefni bundin við rauðkorn nýbura; orsakir og klínískar afleiðingar Tilfelli greind í Blóðbankanum 2005-2012 Þórdís Kristinsdóttir1 læknanemi, Sveinn Kjartansson2 læknir, Hildur Harðardóttir1,3 læknir, Þorbjörn Jónsson4 læknir, Anna Margrét Halldórsdóttir4 læknir 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2barnadeild, 3kvennadeild, 4Blóðbanka Landspítala. Fyrirspurnir: Anna Margrét Halldórsdóttir, annamha@landspitali.is http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.0708.90R A N N S Ó K N

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.