Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.2016, Qupperneq 36

Læknablaðið - 01.07.2016, Qupperneq 36
352 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Dagana 26.-28. maí tóku um 40 sér- fræðingar í heimilislækningum þátt í námskeiði á Siglufirði fyrir lærimeist- ara, mentora, í sérgreininni, því fyrsta sem haldið er eftir að ný reglugerð um sérnám í læknisfræði og kandídatanám tók gildi fyrir rúmu ári. Margir þeirra sem tóku þátt í námskeiðinu hafa setið slík námskeið áður svo segja má að þarna hafi lærimeistararnir verið að auka við kunnáttu sína. „Marklýsing fyrir sérnám í heimilislækn- ingum hefur verið til staðar um árabil, sú fyrsta reyndar í nokkurri sérgrein læknis- fræði sem kennd er á Íslandi,“ segir Valþór Stefánsson yfirlæknir fyrir Heilbrigðis- stofnun Norðurlands í Fjallabyggð (Siglu- fjörður og Ólafsfjörður). „Á sínum tíma var unnin gríðarlega góð og mikil vinna við marklýsinguna og við njótum þess nú eftir að ný reglugerð um sérnám í lækn- isfræði tók gildi fyrir rúmu ári en þurfum að uppfæra marklýsinguna með tilliti til nýju reglugerðarinnar. Við höfum haldið reglulega námskeið fyrir lærimeistara, mentora, en þetta var hið fyrsta eftir að nýja reglugerðin tók gildi. Í reglugerðinni er kveðið á um að sérstök mats- og hæfis- nefnd skuli meta hvort sérnám tiltekinnar greinar læknisfræðinnar stenst kröfur og formaður nefndarinnar, Reynir Tómas Geirsson, kom og kynnti starf nefndarinn- ar og kynnti sér kennsluaðferðir okkar.“ Aðspurður um ástæðu þess að nám- skeiðið var haldið á Siglufirði segir Valþór að staðurinn sé í dag uppspretta mikillar framkvæmdaorku og nýsköpunar á mörg- um sviðum og því hafi þótt tilvalið að velja námskeiðinu þessa umgjörð eins og einnig átti við árið 2014 þegar síðasta nám- skeið þar á undan var haldið á Siglufirði. Mentoranámskeið á Siglufirði Lærimeistarar læra meira Þátttakendur slaka á eftir langan dag. Hópurinn allur fyrir utan nýja hótelið á Sigló. Myndirnar tók Sigurður Ægisson.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.