Læknablaðið - 01.07.2016, Page 50
366 LÆKNAblaðið 2016/102
Samkomuna heiðruðu
nokkrir af helstu
frammámönnum
læknastéttarinnar.
Nýútskrifaðir læknakandídatar ársins
2016 heimsóttu Læknafélag Íslands
og undirrituðu læknaeiðinn að hefð-
bundnum hætti ásamt því að vera
boðin velkomin í LÍ af formanninum,
Þorbirni Jónssyni. Í ávarpi sínu sagði
Þorbjörn meðal annars að læknis-
starfið væri afar samfélagslega mik-
ilvægt og það hefði notið ákveðinnar
virðingar í samfélaginu. „Það er
þakklátt þegar allt gengur að óskum
en umfram allt er það skemmtilegt og
gefandi.“
Þorbjörn sagði ennfremur að hann
legði sérstaka áherslu á að læknar
temdu sér samviskusemi, vandvirkni
og heiðarleika og að læknar legðu sig
eftir því að hlusta bæði á sjúklinga og
samstarfsmenn. „Ef við fylgjum þess-
um einföldu reglum held ég að menn
hafi góðan grundvöll til þess að farn-
ast vel í starfi um langa framtíð.“
Magnús Karl Magnússon forseti
læknadeildar HÍ lagði áherslu á gæði
læknanámsins í ávarpi sínu og kvaðst
stoltur af því hversu vel námið stæð-
ist samanburð við læknanám í þeim
erlendum skólum sem þættu hvað
bestir. Magnús sagði gæði íslenskrar
læknismenntunar ekki síst fólgna í
því að íslenskir læknar sæktu sér-
fræðimenntun sína til bestu háskóla-
sjúkrahúsa, bæði austur um haf og
vestur, og hvatti hina nýútskrifuðu
kandídata til að feta í þau spor.
Fleiri góðir gestir úr hópi eldri og
virðulegri lækna ávörpuðu hina ungu
lækna og óskuðu þeim velfarnaðar á
þessum tímamótum.
Kandídatar 2016 klárir í slaginn
Undirritun læknaeiðsins hefur verið ómissandi hluti af
heimsókn nýútskrifaðra kandídata um áratugaskeið.
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R