Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.2016, Page 12

Læknablaðið - 01.10.2016, Page 12
428 LÆKNAblaðið 2016/102 sjúkdóm. Þeir sem voru með fylgisjúkdóm voru því að meðaltali með 4,5 fylgisjúkdóma (tafla I). 60% sjúklinga voru með stoðkerfis- vandamál (lið- og bakverki); 196 sjúklingar voru á fastri meðferð; 147 tóku verkjalyf, 156 tóku NSAIDs-lyf og 115 tóku lyf úr báðum lyfjaflokkum. 38% sjúklinga voru á meðferð vegna háþrýstings, þriðjungur á meðferð vegna þunglyndis og 17% á meðferð vegna sykursýkis af tegund tvö. Aðgerðartíminn styttist marktækt með tímanum. Á tímabilinu 2002-2005 var meðalaðgerðartíminn 72,6 mínútur (±15,1) saman- borið við 32,2 mínútur (±5,7) á tímabilinu 2010-2014 (p<0,001). Miðgildi legutíma eftir aðgerð voru tveir dagar (spönn 1-85). Skipulagður legutími voru þrír dagar fyrstu þrjú árin, tveir dagar næstu 5 árin á eftir en einn dagur frá árinu 2009. Sá sjúklingur sem lengst lá inni eftir aðgerð fékk leka og röð fylgikvilla og lá inni í 85 daga. Snemmkomnir fylgikvillar (≤30d) 4,8% sjúklinga fengu snemmkomna fylgikvilla (tafla II). Tuttugu sjúklingar (2,6%) fóru í bráðaaðgerð; 9 vegna leka á magastúf eða mjógirni, 9 vegna blæðingar og tveir vegna garnastíflu. Eftirfylgni 30 sjúklingar voru erlendir ríkisborgarar (Bandaríkin, Noregur, Færeyjar) sem hafa ekki verið í eftirliti hérlendis og ekki búsettir á Íslandi. 16 sjúklingar (2%) voru látnir við lok rannsóknartímabils- ins (tafla VII). Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í 24 af 726 sjúklingum vegna rannsóknarinnar. Flestir þeirra voru búsettir erlendis. Eftirfylgnin náði því til 702 af 772 sjúklingum (91%), sjá flæðirit mynd 2. Meðaltalseftirfylgnitími var 7,4 ár (±3,5) frá aðgerð. Árangur aðgerðar Áhrif á líkamsþyngd Mynd 3a sýnir hlutfallslegt yfirþyngdartap (%EBMIL) sem er skil- greint sem tap á þyngd umfram BMI 25 kg/m2. %EBMIL var að meðaltali 80% eða 56,9 kg (±14,7) eftir eitt og hálft ár, 70% eða 49,6 kg (±14,6) eftir 5 ár og 64% eða 48,4 kg (±14,4) eftir 10-13 ár (mynd 3b). Af þeim 589 sjúklingum sem fylgt var eftir í meira en þrjú ár höfðu 92 sjúklingar (16%) þyngst tölvert aftur eftir aðgerð og 15 þeirra (2,5%) sem misstu minna en helming af yfirþyngdinni og töldust með ófullnægjandi þyngdartap (%EBMIL ≥50 eða BMI>33). Þyngdartap þessa hóps var að meðaltali 39,1% af yfirþyngd eða 18,2 kg (±10,2). Áhrif á fylgisjúkdóma Áhrif aðgerðar á fylgisjúkdóma eru sýnd í töflu III. 71,2% sjúklinga með sykursýki af tegund tvö fyrir aðgerð fóru í fullt sjúkdómshlé eftir aðgerð. 17,2% sjúklinga fækkuðu föstum lyfjum um meira en helming. 11,3% eru á óbreyttri lyfjameðferð eða á fleiri lyfjum. Einn sjúklingur greindist með sykursýki sem ekki var til staðar fyrir að- gerð. Sá hafði náð góðum árangri og haldið fyrstu fjögur árin en síðan þyngst um 21 kg á 5 árum úr 25 kg/m2 í 34 kg/m2. R A N N S Ó K N Tafla I. Fylgisjúkdómar tengdir offitu (n=772). Fylgisjúkdómar Fjöldi n (%) Langvinnir liðverkir 486 (63,0) Háþrýstingur* 293 (38,0) Bakverkir 275 (35,6) Þunglyndi* 262 (33,9) Vélindabakflæði* 165 (21,4) Kæfisvefn 145 (18,8) Skert sykurþol* 133 (17,2) Astmi* 110 (14,3) Þvagleki (við áreynslu) 77 (10,0) Blóðfituraskanir* 63 (8,2) Hjarta- og æðasjúkdómur 48 (6,2) Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni 40 (5,2) Enginn fylgisjúkdómur 293 (38,0) *Sjúklingar sem eru á meðferð Tafla II. Snemmkomnir fylgikvillar (n=772). Fylgikvillar (≤ 30 dagar) Fjöldi n (%) Enduraðgerð n (%) Blæðing 19 (2,5) 9 (1,2) Samtengingarleki 11 (1,4) 9 (1,2) Sárasýking 2 (0,26) 0 (0,0) Garnastífla 2 (0,26) 2 (0,26) Lungnavandamál 2 (0,26) 0 (0,0) Blóðsegarek 1 (0,13) 0 (0,0) Dánartíðni 0 (0,0) Einungis fylgikvillar sem þörfnuðust virkrar meðferðar eða aðgerðar eru skráðir. Mynd 2. Flæðirit sem sýnir eftirfylgd.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.