Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 12
428 LÆKNAblaðið 2016/102 sjúkdóm. Þeir sem voru með fylgisjúkdóm voru því að meðaltali með 4,5 fylgisjúkdóma (tafla I). 60% sjúklinga voru með stoðkerfis- vandamál (lið- og bakverki); 196 sjúklingar voru á fastri meðferð; 147 tóku verkjalyf, 156 tóku NSAIDs-lyf og 115 tóku lyf úr báðum lyfjaflokkum. 38% sjúklinga voru á meðferð vegna háþrýstings, þriðjungur á meðferð vegna þunglyndis og 17% á meðferð vegna sykursýkis af tegund tvö. Aðgerðartíminn styttist marktækt með tímanum. Á tímabilinu 2002-2005 var meðalaðgerðartíminn 72,6 mínútur (±15,1) saman- borið við 32,2 mínútur (±5,7) á tímabilinu 2010-2014 (p<0,001). Miðgildi legutíma eftir aðgerð voru tveir dagar (spönn 1-85). Skipulagður legutími voru þrír dagar fyrstu þrjú árin, tveir dagar næstu 5 árin á eftir en einn dagur frá árinu 2009. Sá sjúklingur sem lengst lá inni eftir aðgerð fékk leka og röð fylgikvilla og lá inni í 85 daga. Snemmkomnir fylgikvillar (≤30d) 4,8% sjúklinga fengu snemmkomna fylgikvilla (tafla II). Tuttugu sjúklingar (2,6%) fóru í bráðaaðgerð; 9 vegna leka á magastúf eða mjógirni, 9 vegna blæðingar og tveir vegna garnastíflu. Eftirfylgni 30 sjúklingar voru erlendir ríkisborgarar (Bandaríkin, Noregur, Færeyjar) sem hafa ekki verið í eftirliti hérlendis og ekki búsettir á Íslandi. 16 sjúklingar (2%) voru látnir við lok rannsóknartímabils- ins (tafla VII). Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í 24 af 726 sjúklingum vegna rannsóknarinnar. Flestir þeirra voru búsettir erlendis. Eftirfylgnin náði því til 702 af 772 sjúklingum (91%), sjá flæðirit mynd 2. Meðaltalseftirfylgnitími var 7,4 ár (±3,5) frá aðgerð. Árangur aðgerðar Áhrif á líkamsþyngd Mynd 3a sýnir hlutfallslegt yfirþyngdartap (%EBMIL) sem er skil- greint sem tap á þyngd umfram BMI 25 kg/m2. %EBMIL var að meðaltali 80% eða 56,9 kg (±14,7) eftir eitt og hálft ár, 70% eða 49,6 kg (±14,6) eftir 5 ár og 64% eða 48,4 kg (±14,4) eftir 10-13 ár (mynd 3b). Af þeim 589 sjúklingum sem fylgt var eftir í meira en þrjú ár höfðu 92 sjúklingar (16%) þyngst tölvert aftur eftir aðgerð og 15 þeirra (2,5%) sem misstu minna en helming af yfirþyngdinni og töldust með ófullnægjandi þyngdartap (%EBMIL ≥50 eða BMI>33). Þyngdartap þessa hóps var að meðaltali 39,1% af yfirþyngd eða 18,2 kg (±10,2). Áhrif á fylgisjúkdóma Áhrif aðgerðar á fylgisjúkdóma eru sýnd í töflu III. 71,2% sjúklinga með sykursýki af tegund tvö fyrir aðgerð fóru í fullt sjúkdómshlé eftir aðgerð. 17,2% sjúklinga fækkuðu föstum lyfjum um meira en helming. 11,3% eru á óbreyttri lyfjameðferð eða á fleiri lyfjum. Einn sjúklingur greindist með sykursýki sem ekki var til staðar fyrir að- gerð. Sá hafði náð góðum árangri og haldið fyrstu fjögur árin en síðan þyngst um 21 kg á 5 árum úr 25 kg/m2 í 34 kg/m2. R A N N S Ó K N Tafla I. Fylgisjúkdómar tengdir offitu (n=772). Fylgisjúkdómar Fjöldi n (%) Langvinnir liðverkir 486 (63,0) Háþrýstingur* 293 (38,0) Bakverkir 275 (35,6) Þunglyndi* 262 (33,9) Vélindabakflæði* 165 (21,4) Kæfisvefn 145 (18,8) Skert sykurþol* 133 (17,2) Astmi* 110 (14,3) Þvagleki (við áreynslu) 77 (10,0) Blóðfituraskanir* 63 (8,2) Hjarta- og æðasjúkdómur 48 (6,2) Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni 40 (5,2) Enginn fylgisjúkdómur 293 (38,0) *Sjúklingar sem eru á meðferð Tafla II. Snemmkomnir fylgikvillar (n=772). Fylgikvillar (≤ 30 dagar) Fjöldi n (%) Enduraðgerð n (%) Blæðing 19 (2,5) 9 (1,2) Samtengingarleki 11 (1,4) 9 (1,2) Sárasýking 2 (0,26) 0 (0,0) Garnastífla 2 (0,26) 2 (0,26) Lungnavandamál 2 (0,26) 0 (0,0) Blóðsegarek 1 (0,13) 0 (0,0) Dánartíðni 0 (0,0) Einungis fylgikvillar sem þörfnuðust virkrar meðferðar eða aðgerðar eru skráðir. Mynd 2. Flæðirit sem sýnir eftirfylgd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.