Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 12.02.2016, Síða 6

Fréttatíminn - 12.02.2016, Síða 6
að mat. Guðmundur segir Bónus að sjálfsögðu aldrei hafa eitrað mat en að lásar á ruslagámum við verslanir hafi iðulega verið brotnir upp. Gámunum sé læst því það sé óþægilegt að fólk gramsi í ruslinu auk þess sem fólk hendi óflokk- uðu heimilissorpi í gámana sem geri það að verkum að þeir falli í flokkun. Væri rökrétt leið á Íslandi að banna verslunum að henda ætum mat? „Já, en innan skynsemismarka. Verslanir þurfa alltaf að henda því sem er ónýtt, en auðvitað á að sporna við að henda vöru sem er í lagi, það er allir sammála um það. Það er allra hagur að minnka sorp, líka verslana því það kostar að urða. Við höfum frá upphafi gert margt til að sporna við sóun en það er alltaf hægt að gera betur.“ Frönsku lögin ná til allra stór- markaða sem eru stærri en 400 fermetrar. Lögbrjótar geta átt yfir höfði sér sektir að tíu millj- ónum króna eða tveggja ára fang- elsi. Talsmenn Carrefour, stærstu matarkeðju Frakklands, fagna lög- unum en keðjan hefur í nokkurn tíma gefið allan sinn afgangsmat til góðgerðamála auk þess að selja grænmeti sem aðrar keðjur hafa úthýst, standist það ekki ákveðið fegurðarmat. Verslanir þurfa alltaf að henda því sem er ónýtt, en auð- vitað á að sporna við að henda vöru sem er í lagi. Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus 6 | fréttatíminn | Helgin 12. febrúar–14. febrúar 2016 FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 Norski hönnuðurinn og innan húss - arkitekt inn Jahn Aamodt er maðurinn á bak við Timeout hæg inda stól inn. Hann hefur unn ið til fjölda verð launa fyrir hönn un sína en við stönd um fast á því að Timeout hæginda stóllinn sé hans 9. sinfónía. Stóllinn er nútíma - legur en um leið alveg tímalaus. T I M E O U T HÆ G I N D A S T Ó L L I N N TIMEOUT stóll, verð: 299.990 kr. TIMEOUT skemill, verð: 79.990 kr. J a h n A a m o d t T I M E O U T TIMEOUT ER FÁANLEGUR Í MÖRGUM LITUM Í LEÐRI OG ÁKL ÆÐI. Frakkar urðu í vikunni fyrsta land í heimi til að banna matarsóun stór- markaða með lögum. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir verslunina frá upphafi hafa reynt að takmarka sóun en alltaf megi gera betur. Hann telur lögin rökrétt en þó innan skynsemismarka. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Mér lýst ágætlega á þessi lög, það á bara eftir að koma ljós hvern- ig framkvæmdin verður,“ segir Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdarstjóri Bónus, um nýsett lög í Frakklandi sem banna stór- mörkuðum að henda ætum mat. Frakkland er fyrsta landið sem bannar matarsóun stórmarkaða. Nýju lögin banna stórmörkuðum að henda eða eyðileggja mat sem hefur ekki selst fyrir síðasta sölu- dag og skyldar stórmarkaðina til að gefa matinn til góðgerðamála eða í matarbanka. „Við gáfum lengi mat á síðasta söludegi til Samhjálpar en þá vorum við gagnrýnd fyrir að gefa útrunnar vörur, svo það eru tvær hliðar á þessu,“ segir Guð- mundur. Einnig banna frönsku lögin að ætur matur sé eitraður en erlendir stórmarkaðir hafa brugðið á það ráð að eitra ætan mat í ruslagám- um til að koma í veg fyrir að sí- stækkandi hópur fólks sæki þang- Umhverfi Frakkar fyrstir til að setja lög um matarsóun Rökrétt að setja lög um matarsóun Íslendingar henda mat fyrir 30 milljarða Þó ekki séu til áreiðanlegar tölur frá umhverfis-og auðlindaráðu- neytinu um matarsóun Íslendinga er hægt að geta sér til um um- fangið út frá neyslu nágranna okkar. Miðað við breskar áætlanir um kostnað vegna matarsóunar má ætla að meðal-Íslendingurinn hendi mat fyrir um 29 þúsund krónur á ári. Því til viðbótar er sóað og hent mat fyrir um 61 þúsund krónur á ári á hvert mannsbarn við fram- leiðslu, flutning og sölu á mat; samtals 90 þúsund krónur á íbúa. Það gera rétt tæpa 30 milljarða króna á ári fyrir landsmenn alla. Ætla má að Íslendingar hendi mat fyrir 30 milljarða króna á ári. Mynd | Getty Gætum stytt boðunar- lista með ökklaböndum Ódýrasta úrræðið til að bæta verulega ástandið í fangelsismálum á Íslandi, án þess að mikið viðbótarfé yrði lagt til málaflokksins, væri að lengja tímann sem menn fá að afplána með ökklaband utan fangelsa. Þannig yrðu mönnum hleypt fyrr út. Þetta sagði Páll Winkel fangelsis- málastjóri á opnum fundi um betrun í fangelsum sem haldið var í Norræna húsinu á dögunum. „Ef við gætum hleypt mönnum, sem við treystum til þess, fyrr út með ökklaband þá gætum við tekið inn nýja fanga og saxað á biðlistana sem hafa myndast. En við hjá Fang- elsismálastofnun getum ekki tekið þessa ákvörðun þó við vildum. Þetta er póli- tísk ákvörðun,“ sagði Páll. Boðunarlistar í afplánun hafa lengst að undanförnu. Alls bíða um 480 manns eftir að taka út fangelsis- refsingu, þar á meðal 40 konur en það er óvenjulegt ástand sem mynd- ast hefur eftir lokun kvennafangelsis- ins í Kópavogi. | þt Sjóræningjasíðan putlocker er komin með íslenskt lén og heitir nú putlocker.is. Síðan ferðast ört milli landa enda um ólöglega starfsemi að ræða, þar sem brotið er á höfundarrétti þeirra sem eiga efnið sem verið er að dreifa. Siðareglur ISNIC meina síðunni ekki að vera með íslenskt lén þrátt fyrir ólöglega starfsemi. Framkvæmdastjóri ISNIC sagði í samtali við Fréttatímann að fyrir- tækið hefði engar siðareglur þegar kæmi að því að skrá lén fyrir vef- síður og skipti sér ekki af því hvaða efni væri að finna á síðunum. Fyrirtækið vísaði þó ný- lega íslamska ríkinu úr við- skiptum vegna þess að sam- tökin notuðu lénið punktur is eins og höfuðlénið stæði fyrir íslamska ríkið (IS). Það var því gert á þeim forsend- um að hryðjuverkasamtökin settu vörumerkið í uppnám. „Fólk ofmetur það vald sem skráningarkerfið býr yfir og okkur berast óskir um að loka ýmsum lénum,“ segir Jens Pétur Jensen hjá ISNIC. En af hverju eru þá síður eins og putlocker á flótta? „Sum skráningarkerfi, sérstak- lega í Bandaríkjunum, eru undir hæl stjórnvalda og þar gengur mjög hratt fyrir sig að loka lénum. Þar ráða samtök sem berjast fyrir höfundarrétti miklu en virðingin fyrir málfrelsinu er að sama skapi lítil. Hér hefur reynt á slíkt, þegar sýslumaður vildi loka síð- unni istorrent.is, en hann hafði ekki erindi sem erfiði, enda var honum bent á að höfuðlénið væri einfaldlega burðarvirkið eða heimilisfang á netinu en ekki síðan sjálf eða það efni sem hún inniheld- ur,“ segir Jens Pétur. | þká Sjóræningjasíða á íslensku léni

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.