Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 12.02.2016, Síða 12

Fréttatíminn - 12.02.2016, Síða 12
ari öld hefur mjög dregið úr fram- lögum til yngra fólks en greiðslur til eldra fólks hafa hins vegar aukist. Ungt fólk á aldrinum 25 til 39 ára fékk þannig rúmum tveimur millj- örðum minna í vaxta- og barnabæt- ur árið 2014 en þessi hópur hefði fengið ef bæturnar hefðu verið jafn miklar og árið 2000 og skipting milli aldurshópa sú sama. Á sama tíma jukust greiðslur til fólks á fimmtugsaldri um nærri 600 millj- ónir króna og til fólks milli fimm- tugs og ellilauna um nærri sömu upphæð. Fleiri öryrkjar og atvinnulausir Í Fréttatímanum í síðustu viku kom fram að hlutfallslega fleira ungt fólk á Íslandi er á örorkubótum en á Norðurlöndunum og munar þar töluverðu. Það bendir til þess að lífsbaráttan á Íslandi sé erfiðari ungu fólki. Ekkert hefur skaðlegri áhrif á heilsu fólks en basl. Í blað- inu kom einnig fram að fleira ungt fólk á Íslandi þiggur framfærslu frá sveitarfélögum en á Norðurlönd- unum. Þegar kannað er hvernig atvinnu- leysi skiptist milli aldurshópa kem- ur í ljós að aukið atvinnuleysi hefur mest bitnað á ungu fólki á aldrinum 25 til 39 ára. Um aldamótin voru um 1,2 prósent þessa aldurshóps á at- vinnuleysisskrá en árið 2014 var hlutfallið komið upp í 4,2 prósent. Það er mun hærra hlutfall en meðal elda fólks og miðaldra. Áhrif þessa sjást einnig í hlutfalli háskólamenntaðra á atvinnuleysis- skrá. Í upphafi aldarinnar voru há- skólamenntaðir aðeins um 7 pró- sent atvinnulausra en þeir eru nú um fjórðungur. Það má sjá af þróun atvinnuleysis eftir menntun hverj- ar áherslur stjórnvalda hafa verið. Mest hefur dregið úr atvinnuleysi meðal ómenntaðra og fólks með iðn- eða starfsmenntun. Minna hef- ur dregið úr atvinnuleysi háskóla- menntaðra. Það bendir til að áhersla stjórn- valda taki ekki mið af raunveruleika yngra fólks. Afstaða þeirra litast af Sjónarmiðum sjötugra. Óréttlætið mölvar flokkana Þegar allt þetta er dregið saman er augljóst að skarð hefur myndast milli kynslóða í samfélaginu. Það sést á viðhorfum til stjórnmála- flokka og annarra samfélagsmála og í vaxandi landflótta. En það sést ekki síður í því hversu ólík þróun tekna, eigna og annarra efnahags- þátta hafa verið milli aldurshópa frá aldamótum. Skilin eru skýr og afgerandi. Segja má að fólk yfir fer- tugu búi nú við betri kjör að flestu leyti og enn frekar fólk yfir fimm- tugu. En raunveruleiki fólks undir fer- tugu er allt annar. Yngra fólkið býr við lakari kjör að flestu leyti en ungt fólk gerði fyrir fimmtán árum. Þessi efnahagslegi raunveruleiki hefur ekki aðeins getið af sér efnahagslegt óréttlæti heldur líka myndað gjá í afstöðu til samfélagsmála. Óréttlæt- ið er að mölva niður gamla flokka- kerfið og dregur jafnframt úr getu þess til að bregðast við. Það virð- ist lokað inni meðal eldra fólks og ekki geta séð né brugðust við vanda yngra fólks. Barna- og vaxtabætur ungra lækka Breyting á barna- og vaxtabótum frá 2000–2014 samkvæmt skattafram- tölum. Milljónir króna á verðlagi dagsins í dag. 1.000 800 600 400 200 0 -200 -400 -600 -800 -1.000 -1.200 -1.400 -1.600 -1.800 -2.000 -2.200 < 24 ára 25–39 ára 40–49 ára 50–66 ára 67+ ára -205 milljónir -1.472 milljónir -577 milljónir -267 milljónir -119 milljónir -11 milljónir +867 milljónir +708 milljónir +102 milljónir-27 milljónir Samtals -232 milljónir Samtals +599 milljónir Samtals +588 milljónir Samtals +91 milljón Samtals -2.049 milljónir Breytingar á ráðstöfunartekjum aldurshópa eftir skatta frá 2011 til 2014 þegar gert er ráð fyrir húsaleigu hjá yngstu aldurshópunum. Einstaklingur í stúdíóíbúð með meðaltekjur síns aldurshóps (<24 ára), par með 75 prósent af tekjum síns aldur- shóps í tveggja herbergja íbúð (25–34 ára) og par með 75 prósent af tekjum síns aldurshóps í fjögurra herbergja íbúð (35–39 ára). Húsaleiga étur upp hækkun launa 15 10 5 % -5 -10 -15 -20 -25 < 24 ára -25,5% 25–29 ára -7,0% -5,4% -5,8% 30–34 ára 35–39 ára 40–44 ára 45–49 ára 50–54 ára 55–59 ára 67+ ára 60–66 ára +5,6% +4,7% +2,9% +6,8% +14,2% +10,5% aldrinum 25 til 39 ára, foreldra- kynslóðin, hafa líka dregist saman. Það er ekki fyrr en meðal fólks eftir fimmtugt sem eignastaðan hef- ur batnað frá aldamótum og fram til 2014. Hjá allra elsta fólkinu hefur hún síðan batnað enn meira. Það er eiginlega eini hópur sem býr í dag við mun betra eiginfjárstöðu en um aldamótin. Miðaldra fólk hef- ur meira umleikis en skuldar líka meira. Yngsta fólkið hefur minna umleikis og skuldar þar af leiðandi minna. Stór hluti þess hefur ekki efni á að taka þátt í séreignastefnu gömlu flokkanna. Hún hentar eldra fólki en ekki yngra. Húsaleigan étur upp tekjurnar Þar sem stór hluti ungs fólks er á leigumarkaði bitnar mikil hækkun húsaleigu hart á ungu fólki. Opin- berar upplýsingar um leiguverð liggja ekki fyrir hjá Þjóðskrá nema aftur til 2011. Frá þeim tíma og fram til 2014 jukust ráðstöfunartekjur ungs fólks á aldrinum 25 til 39 ára sáralítið ef nokkuð. Að teknu til- liti til hækkunar leiguverðs lækk- aði ráðstöfunarfé þessa hóps hins vegar um 5 til 8 prósent á sama tíma og ráðstöfunartekjur miðaldra fólks hækkuðu um 5 til 10 prósent. Þrátt fyrir að almenna og mikla hækkun húsaleigu hafa stjórnvöld verið treg að til að verja fjármunum til húsaleigubóta. Það sýnir vel áhrif Sjónarmiða sjötugra á íslenskt sam- félag. Auk húsaleigubóta eru náms- lán, fæðingarorlof og barnabætur ríkustu hagsmunamál yngra fólks. Eins og fram kom í úttekt Frétta- tímans fyrir tveimur vikum verja Íslendingar mun lægri upphæðum í fæðingarorlof og barnabætur en aðrir Norðurlandabúar. Þegar endurgreiðslur út úr ís- lenska skattkerfinu eru skoðaðar kemur í ljós að það sem af er þess- Í raun má segja að allir flokkarnir séu í sambærilegri stöðu. Þeir hafa veikst svo mjög að innra með þeim býr ekki lengur þróttur til að finna leið út úr vandanum. Lækkun heildar Hækkun/lækkun aldursflokks 12 | fréttatíminn | Helgin 12. febrúar–14. febrúar 2016 samstarfs- aðilar www.verkogvit.is stórsýningin Verk og vit 2016 Íslenskur byggingariðnaður, skipulagsmál og mannvirkjagerðLaugardalshöll 3.–6. mars Nánari upplýsingar á verkogvit@verkogvit.is og í síma 514-1430 sýning ráðstefna Viðburðir PORT HÖNNUN

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.