Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 12.02.2016, Síða 20

Fréttatíminn - 12.02.2016, Síða 20
lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir Í Fréttatímanum er rakin ævi Sigurðar Hólm sem lést af sárum sínum á Litla-Hrauni fyrir bráðum fjórum árum. Þessa dagana íhuga dómarar í héraðsdómi Suðurlands rök fyrir sekt eða sýknu Annþórs Karls- sonar og Barkar Birgissonar, en þeir voru ákærðir fyrir að hafa orðið Sigurði að bana í klefa hans á Hrauninu. Fréttatíminn veltir ekki fyrir sér niðurstöðu þess máls heldur rekur hvernig líf Sigurðar raknaði upp og breyttist í harmleik þegar hann var aðeins barn að aldri. Sigurður Hólm var kerfisbarn. Þegar hann var fimm ára gamall var hann tekinn af heimili sínu vegna vanrækslu og andstyggi- legs ofbeldis sem hann var beitt- ur. Eftir það var hann alinn upp af okkur öllum og var dreginn í gegnum fjölmörg misgóð, eða öllu heldur misvond, úrræði á vegum opinberrar barnavernd- ar. Saga barnsins Sigurðar og síðar drengsins var mörkuð van- rækslu og áhugaleysi okkar sem bárum ábyrgð á honum. Það er auðvelt að draga þá ályktun af sögu barnsins að Sigurður Hólm hafi aldrei átt möguleika á eðlilegu lífi. En auð- vitað er það ekki svo. Það eru dæmi um börn sem hafa náð að komast í gegnum svona kerfi og barist síðar til venjulegs lífs. En það gerist ekki fyrir tilstuðlan kerfisins heldur þrátt fyrir það. Sigurði Hólm tókst það ekki. Ef til vill var hann ekki nógu sterk- ur eða gáfaður, nógu klókur eða einbeittur, en líkast til var helsta ástæðan sú að hann var ekki nógu heppinn. Fjölskyldan brást honum og síðan við sem töldum okkur vera að bjarga honum frá þeim aðstæðum sem fjölskyldan bjó honum. Fjölskyldan brást Sigurði vegna veikinda. Það má því orða það svo að vanræksla okkar gagnvart veikindum í fjölskyldu Sigurðar hafi leitt til þess að fjöl- skyldan leystist upp. Sú van- ræksla hélt síðan áfram eftir að opinberir aðilar tóku yfir uppeld- ið á Sigurði. Harmurinn í sögu Sigurðar byggir á getuleysi okkar til að rétta þeim hjálparhönd sem helst þurfa á henni að halda, veiku fólki og fátæku, umkomu- og varnarlausum börnum. Í Fréttatímanum í dag er sýnt fram á hvernig stjórnvöld hafa sveigt þróun efnahagsmála að þörfum miðaldra og eldra fólks, fólki á aldri við þau sem líklegust eru til að fara með völd og áhrif í samfélaginu. Um leið og stjórn efnahagsmála eru aðlöguð að þörfum hinna eldri hafa stjórn- völd sveigt frá hagsmunum ungs fólks. Eins og fram kemur í blaðinu er mikill munur á þróun lífskjara hinna yngri og eldri það sem af er þessari öld. Meðal hinna yngri liggja allar línur niður á við; tekjurnar, eignirnar, stuðningurinn, atvinnuþátttak- an. Á sama tíma liggja allar línur upp á við meðal hinna eldri. Auðvitað er mögulegt að stjórn völd hafi ekki ætlað að feta þessa slóð. Það má vel vera að þau hafi gert þetta óvart og af hugsunarleysi. Það má jafnvel sjá fyrir sér að þetta sé einskonar sjálfskaparvíti. Þar sem stjórnvöld taka helst mið af hagsmunum þeirra sem fara með völdin hafa þau ekki tekið eftir breytingum á lífs- kjörum ungs fólks, ekki áttað sig á að aðstæður þess eru í dag allt aðrar en þær voru þegar valdafólkið var sjálft ungt. Þegar stjórnvöld vilja grípa til aðgerða til að bæta lífskjör beita þau sér fyrir breytingum sem helst bæta kjör valdafólksins sjálfs og hefðu mögulega bætt kjör ungs fólks fyrir nokkrum áratugum en gera það ekki í dag. Skiljanlega hefur ungt fólk misst trú á stjórnvöldum og stjórnmálaflokkunum sem standa að baki þeim. Ungt fólk finnur það á eigin skinni að þessi fyrirbrigði þjóna þeim ekki heldur vinna gegn hagsmunum ungs fólks. Ungt fólk er ekki að yfirgefa gömlu flokkanna vegna þess að það hefur misst áhuga á stjórn- málum eða samfélagsmálum. Það hefur misst trú á gömlu flokkunum vegna þess að það er nógu mikið inn í samfélagsmál- um til að sjá að flokkarnir vinna gegn hagsmunum þeirra. Gunnar Smári Samfélagið Sem bráSt börnum Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-15 Torino Bali Havana Basel Nevada Roma Með nýrri AquaClean tækni er nú hægt að hreinsa nánast alla bletti aðeins með vatni! Erfiðir blettir eins og eftir tómatsósu, léttvín, kaffi, te, meira að segja kúlupenna, nást á auðveldan hátt úr áklæðinu. OG DRAUMASÓFINN ÞÍNN ER KLÁR GERÐ (90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 3000 tegundir) ÞÚ VELUR ÍSLENSKIR SÓFAR SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM MÁL OG ÁKLÆÐI AÐ EIGIN VALI 20 | fréttatíminn | Helgin 12. febrúar–14. febrúar 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.