Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 12.02.2016, Side 26

Fréttatíminn - 12.02.2016, Side 26
Æðruleysið og krafturinn hjá þessu unga fólki er í raun magnað. Caroline Courriouix er frönsk og Finnbogi Rútur Finnboga- son íslenskur, þau eru bæði innan við þrítugt og tala um borgarastyrjaldir, arabíska vorið, hryðjuverkaárásir sem þau hafa upplifað á eigin skinni af ótrúlegri hugarró. Freyr Eyjólfsson ritstjorn@frettatiminn.is Þau búa saman í lítilli íbúð í Mont- martre hverfinu, hann lærir heim- speki og alþjóðafræði við Há- skólann í Sorbonne á meðan hún vinnur í listageiranum í París. Ör- lögin leiddu þau saman í Damaskus í Sýrlandi þar sem Finnbogi var við nám í arabísku, en hún var á ferða- lagi. Finnbogi þurfti svo að flýja land vegna borgarastyrjaldarinnar. Fór aftur heim til sín í París þar sem þau tóku aftur upp þráðinn og eru búin að vera saman síðan. Hvað dró þig til Damaskus? „Ég kom þangað fyrst 2006 með fjölskyldu minni, við ætluðum til Líbanon en þá skall á stríð í suður- hluta landsins og við breyttum ferðaáformum okkar og fórum til Sýrlands í staðinn og eyddum tveimur vikum þar. Ég varð algjör- lega heillaður af Damaskus og þegar ég byrjaði mitt háskólanám í Reykjavík ákvað ég mjög fljót- lega að drífa mig til Damaskus að læra arabísku. Ég var í Damaskus í eitt og hálft ár, kom haustið 2009 en færði mig síðan yfir til Jórdaníu um það leyti sem deildinni minni í háskólanum var lokað. Þetta var allt að gerst í byrjun 2011; arabíska vorið, Egyptaland féll, svo Líbýa. Síðan byrjuðu átökin í Sýrlandi, yfirvöld lokuðu landamærunum og ég komst ekki aftur í skólann.“ „Mér fannst aldrei líklegt að arabíska vorið myndi ná til Sýr- lands, fannst það í raun fráleitt. Mér fannst Sýrland ekki stríða við sömu vandamál og nágrannalöndin. Ég skynjaði mjög sterkt hve allt var á fleygiferð, allt virtist opið, frjálst, viðskiptin stöðugt að aukast sem og ferðamennskan, hótelin urðu stærri og dýrari, úrvalið varð meira í mat og drykk. Þegar landið var opnað á sínum tíma fór mikil og jákvæð dýnamík í gang. Millistéttin óx hratt, það var friður í Damaskus og mikil og skemmtileg stemning í borginni.“ „Mér fannst Damaskus alveg ótrú- lega falleg,“ segir Caroline. „Mikil gæska hjá öllu mannfólkinu. Allir svo hjartahlýir og góðir við mann. Og þarna urðum við ástfangin.“ Við lifðum af Í síðustu viku komst Caroline loksins úr gifsi og hjólastól; stóð upprétt í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Hún segir það ótrúlega tilfinningu að geta gengið aftur. Eftir að hafa verið særð á báðum fótleggjum og legið tvær vikur á sjúkrahúsi, dvalið þrjá mán- uði í foreldrahúsum, fimmtíu daga samfleytt í sama rúminu, nánast ósjálfbjarga er hún loksins orðin frjáls. „Mér finnst ég hafa lifnað við. Ég er upprisin! Komin aftur heim til mín í íbúðina í París. Þetta lítur satt að segja mjög vel út, ég á eftir að ná mér að fullu, vonandi, verð með svona 5% örorku sem á ekki eftir að hamla mér mikið. Sem betur fer er ég ekki ballettdansari eða skíða- kona!“ En hvað gerðist þetta föstudags- kvöld þrettánda nóvember? „Við vorum nýkomin úr ferðalagi frá Íran. Komum kvöldið áður. Ég lá í götunni, særð og hrædd. Fann fyrir gríðarmiklum verkjum; tvær byssu- kúlur. Merde! Þetta er þá að gerast, hugs- aði ég. Svo hringdi ég í Finnboga. Caroline Courriouix 26 | fréttatíminn | Helgin 12. febrúar–14. febrúar 2016 Ísbúi hefur verið framleiddur frá árinu 1989 en fyrirmyndin var hinn vinsæli Danbo-ostur frá Danmörku, bragðmikill ostur með flauelsmjúka áferð og margslungið bragð sem er í senn grösugt og kjötkennt með ávaxtasætu í endann. Ísbúi parast jafn vel með sætu og söltu meðlæti og er virkilega skemmtilegur eftir matinn. ÍSBÚI HERRALEGUR www.odalsostar.is Við erum gæfurík Caroline Courriouix er ein þeirra sem lifði af skotárásirnar í París, föstudaginn 13. nóvember síðastliðinn. Í þessari viku steig hún í fyrsta skipti upp úr hjólastól, sem hún hefur verið bundin við í þrjá mánuði. Hún er unnusta Finnboga Rúts Finnbogasonar og saman búa þau í París. „Fyrstu byssukúlurnar þeyttu okkur niður og það hefur sjálfsagt orðið okkur til lífs, að við féllum niður svona snemma. Alls staðar í kringum okkur lést fólk. Við vorum ótrúlega heppnar. Við lifðum af,“ segir Caroline. Myndir | Oddlaug Árnadóttir

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.