Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 50
VITA leggur metnað í að bjóða góð hótel og ávallt mestu gæði miðað við verð. Unnið í samstarfi við VITA Salan á sólarlandaferðum VITA fer vel af stað, enda er veglegur bókunarafsláttur í boði fyrir þá sem bóka fyrst. „Við hjá VITA höfum lagt okkur fram við að finna gististaði sem rúma stórfjölskylduna en það virðist ekki algengt í Evrópu að fólk eigi meira en tvö börn – allavega er ekki mikið úrval gistinga með tveimur svefnherbergjum. VITA getur því boðið stórar íbúðir á Mallorca, Krít, Tenerife og Calpe á Spáni. En við bendum á að þessi fjölskylduvænu hótel seljast fljótt,“ segir Guðrún Sigurgeirsdóttir, fram- leiðslustjóri VITA ferða. Vinsælar vetrarferðir Vetrarferðir VITA eru mikið til upp- seldar en boðið er upp á vikuleg flug með Icelandair til Tenerife og Kanarí í allan vetur og fram yfir páska. „Fólk bókar snemma til að geta valið „sinn“ gististað. „Betri sætin“ sem eru í Icelandair vélunum eru gríðarlega vinsæl og seljast um leið og ferðirnar koma í sölu,“ segir Guðrún og bætir við að skíðaferðir til Selva og Madonna di Campiglio séu uppseldar út tímabilið, en í ár var Saalbach í Austurríki bætt við skíðaferðaflóruna. Menningarborgir í beinu flugi Einnig er gott að vita að VITA er með helgarferðir til ýmissa borga þar sem fyrirtækið vinnur með systur- fyrirtæki sínu, Iceland Travel. VITA sendir Íslendinga til Dublin, Lissabon, Rómar, Madrídar og Flórens og á móti koma Írar, Portúgalir, Spán- verjar og Ítalir og njóta lífsins á Ís- landi. Við bjóðum líka upp á ferðir til Austurlanda í haust og þar ber hæst ferð til konungsríkisins Bútan, sem er í Himalæjafjöllum. Aðrar ferðir eru Víetnam, Kambódía og Taíland og svo ferð til Singapúr og Bali. Lúxus um borð „Stoltið okkar eru siglingar með lúxus skemmtiferðaskipum og VITA er með samninga við Royal Caribbean Cruise Line og Celebrity Cruises sem eru afburðaskipafélög með skemmtilegar siglingaleiðir. Nú vilja flestir fara í tíu til fjórtán daga siglingar. Lífið um borð er svo dásamlegt að engan langar í land eftir eina stutta viku,“ segir Guðrún og heldur áfram: „Við viljum líka benda á að drykkjarpakkarnir hjá Celebrity Cruises kæta alla, því auðvitað vilja allir gera vel við sig í lúxussiglingu. En nýjungarnar í ár eru til dæmis sigling um Miðjarðar- hafið þar sem farið er til Jerúsalem, glæsilegar siglingar um Asíu þar sem lagt er úr höfn í Tókýó og sigling frá New York til Bermúda og um Karíba- hafið,“ segir Guðrún og hvetur alla til þess að kíkja á vita.is og kynna sér úrval ævintýraferða. Lúxussiglingar, menning og framandi slóðir Tókýó. Angkor-Wat.Guðrún Sigurgeirsdóttir. Jamaíka. Ljósmynd | NordicPhotos/Getty Vertu tímanlega í að skipuleggja Frakklandsferðina Þúsundir Íslendinga munu sækja leiki Íslands á EM í Frakklandi í sumar. Víst má telja að margir séu í óða önn að skipuleggja sumarfríið út frá þessum stórviðburði og þeir gætu svo sannarlega haft úr verri kostum að velja en að ferðast um þessar slóðir. Fyrsti leikur Íslendinga er í Saint Etienne gegn Portúgal hinn 14. júní. Annar leikurinn er gegn Ungverja- landi í Marseille 18. júní og síðasti leikurinn í riðlinum er gegn Austur- ríki í París 22. júní. Allar þessar þrjár borgir eru skemmtilegur viðkomustaður og hægt er að gera eitt og annað til að hvíla sig á boltanum og látunum. Marseille er til að mynda næst stærsta borg Frakklands en þar búa tæplega 900 þúsund manns og 1,8 milljónir þegar allt svæðið í kring er talið. Hún er stærsta hafnarborg Frakklands og þegar gengið er um höfnina gæti maður haldið að mað- ur væri kominn niður til Afríku. Borgin er suðupottur fjölbreyttra menningarheima og frá henni er stutt yfir á Rivíeruna og fleiri spenn- andi staði. Þar sem margir verða um hituna á EM í Frakklandi er rétt að mæla með því að fólk panti flug og gist- ingu tímanlega til að fá sem best kjör. Hægt er að kaupa pakkaferðir af íslenskum ferðaskrifstofum en kjósi fólk að ferðast á eigin vegum er best að notast við flugleitarvélar á borð við Dohop til að finna ódýr- asta og hentugasta flugið. Þá er ekki úr vegi að athuga hvort hægt sé að fá hentuga gistingu í gegnum Airbnb, sérstaklega ef fjölskyldan ferðast saman eða fólk er í hópi. Þúsundir Íslendinga munu sækja leiki Íslands á EM í Frakklandi í júní. Höfnin í Marseille er heillandi staður enda er hún suðupottur fjölbreyttra menningarheima. 50 | fréttatíminn | HELGIN 12. FEBRúAR–14. FEBRúAR 2016 Kynningar | Ferðir AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is 12.–21. MAÍ GOLFSKÓLI ÍVARS HAUKSSONAR Í FLÓRÍDA 269.900 kr. Nánari upplýsingar: www.transatlanticsport.is, bókanir í síma 588 8900 Innifalið: Flug með Icelandair til Orlando Gisting með morgunverði í 9 nætur á Bahama Bay Resort Golfskóli Ívars Haukssonar í 7 daga 7 golringir með golíl á Orange County National-völlunum Flugvallaskattar og íslensk fararstjórn M.v. 4 saman í 2 herbergja gistingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.