Fréttatíminn - 12.02.2016, Side 72
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Hvað segir mamma?
„Ég held að hann sé að vinna eftir bestu sam-
visku og vona bara að hann hafi staðið sig vel.
Hann virðist gera það. Hann er stundum að
vinna langt fram á kvöld.“
Guðrún Hafsteinsdóttir er móðir Steinþórs
Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, sem
hefur verið í eldlínunni vegna Borgunarmálsins.
Það er skammt
stórra högga
á milli hjá
kokkinum og
veitingahúsa-
eigandanum
Hrefnu Rósu
Sætran um þess-
ar mundir. Nýverið
kom á markað barnamatur sem
hún framleiðir í félagi við Rakel
Garðarsdóttur og nú hefur hún
bæst í hóp Íslendinga sem fram-
leiða hundamynd í Hollywood.
Fréttatíminn hefur áður sagt frá
myndinni sem kallast Jurassic
Bark en í framleiðendahópnum
eru einnig Orri Páll Dýrason,
trommuleikari Sigur Rósar, Sindri
Finnbogason, stofnandi Tix.is, og
Kári Sturluson umboðsmaður.
Myndin verður frumsýnd í sumar
en hún fjallar um hunda sem búa
sér til tímavél til að komast á júra-
tímabilið þar sem stærstu bein í
heimi er að finna...
Leikhópurinn
Óskabörn
ógæfunnar
frumsýnir
verkið Illsku
í Borgarleik-
húsinu í næstu
viku en það er
byggt á samnefndri verðlaunabók
Eiríks Arnar Norðdahl. Sveinn
Ólafur Gunnarsson fer með eitt
aðalhlutverkið en á sama tíma
er hann að leika í kvikmyndinni
Grimmd. Eflaust þarf að hressa
Svein Ólaf við á milli tarna því
ekki er langt síðan hann lék í leik-
ritunum Endalok alheimsins og
Eftir lokin og í sjónvarpsþáttunum
Heimsendir...
Bók
Ragnars
Jónas-
sonar,
Snjóblinda,
hefur
verið seld
til Japans,
Suður-Kóreu
og Armeníu. Þetta er fyrsta bók
Ragnars sem seld er til Asíu og
fetar hann þar með í fótspor
þeirra Yrsu Sigurðardóttur og
Arnaldar Indriðasonar. Áður
hafði Snjóblinda verið seld til for-
laga í Bandaríkjunum, Þýskalandi,
Frakklandi, Ítalíu og Póllandi
auk Bretlands hvar Ragnar nýtur
mikilla vinsælda. Samanlagt nær
bókin því til tæplega helmings
jarðarbúa eða þriggja milljarða
manna sem geta þá notið þess að
fá Snjóblindu...
jaha.is
Eigðu betri dag með okkur
kubbur.indd 1 21.1.2016 14:56:51