Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Blaðsíða 14
dóm eða galla (Hrafn Tulinius, 1989). Með öðrum orðum, hópleit, hóprann- sóknir eða kemhileit heinast að ákveðnum skilgreindum hópi heil- brigðra einstaklinga þar sem leitað er að ógreindum sjúkdómi eða undanfara hans. Sem dæmi um slíka hópleit eru berklaleit, rannsókn Hjartaverndar og sú leit sem fram fer á vegum leitar- stöðvar Krabbameinsfélags Islands þar sem leitað er að fleiri sjúkdómum í einu, þ.e. legháls- og brjóstakrabba- meinum. Aðalmarkmiðið er að finna sjúk- dóma á byrjunarstigi eða forstigi hjá ein- kennalausum einstaklingum. Krabba- meinsleit er þannig ætlað að finna sjúkdóm með ódýrri og einfaldri rann- sóknaraðferð ineðal afmarkaðs hóps einkennalausra einstaklinga (Kristján Sigurðsson, Stefán Aðalsteinsson, 1988). Til þess að hópskoðun verði sem markvissust og til þess að góður árangur náist þurfa ákveðnir þætt- ir að vera til staðar samkvæmt skilgreiningu Alþjóða- samtaka gegn krahbameini (Union Internationale Contre le Cancer = UICC). Pessir þættir eru: • Þýði þarf að vera vel skilgreint. • Einstaklingar í þýðinu eru „þekktir“, þ.e. skráð er hvaða einstaklingar tilheyra því. • Leitarkerfið þarf að vera þannig upp byggt að það nái til alls þýðisins og því sé fylgt eftir með persónulegum bréfum. • Prófið sé áreiðanlegt. • Skilvirkni í gagnameðferð, þ.e.a.s. góð aðstaða til sýnatöku og rannsókna sé fyrir hendi, þar sem gæðaeftirlit á sér stöðugt stað með sýna- töku, úrvinnslu sýna og meðferð gagna þannig að öruggt eftirlit sé með öllum staðfestum, grun- samlegum og vafasömum niðurstöðum. • Leit þarf að hyggja á skýrum reglum. • Það þarf að vera aðgangur að meðferð. • Loks er góð samvinna á milli fólksins og heil- brigðisstétta mikilvægur þáttur. (M. Hakama, 1993; H. Tulinius, 1989). Hér á íslandi má þakka góðu gengi leghálsleitarinnar að tekist hefur að uppfylla þessi skilyrði. Tilgangur og markmið leitarstarfsins Tilgangur leghálskrabbameinsleitar er að greina for- stig og hulinstig sjúkdómsins með aðgengilegri, ein- faldri og ódýrri aðferð (leghálsstroki) sein kennd er við Papanicolaou (pap-test) og er þetta eini illkynja sjúkdómurinn þar sem unnt er að greina sjúkdóminn á forstigi á auðveldan hátt. Markmið leghálskrahba- meinsleitar er annars vegar að lækka nýgengi sjúk- dómsins með því að greina hann á for- stigi, þ.e. áður en eiginlegt krabba- mein hefur myndast, og hins vegar að lækka dánartíðni og auka lífslíkur þeirra er greinast með sjúkdóminn með því að greina hann á byrjunarstigi ^ áður en hann hefur náð að dreifa sér (Kristján Sigurðsson og Stefán Aðal- steinsson, 1988). Tilgangur brjósta- krahhameinsleitar er að finna sjúk- dóminn snemma, stundum á byrjunar- stigi, og auka þannig lífslíkur og lækka dánartíðni. Til að ná þessu markmiði er stefnt að því að skoða legháls hjá konum á tveggja til þriggja ára fresti og taka röntgenmyndir af brjóstum á tveggja ára fresti. Leit að brjóstakrabbameini hér- lendis hefur undanfarið byggst á þreif- ingu brjósta og eitlastöðva hjá konum í aldurshópnum 30-39 ára og röntgen- myndatöku af brjóstum frá fertugu ásamt brjósta- 4, þreifingu og öflun heilsusögu. Frá og með síðustu áramótum hefur þreifing hrjósta verið felld niður hjá öllum aldurshópum nema hjá þeim konum sem þess óska eða kvarta um ný einkenni. Þess í stað er lögð aukin áhersla á sjálfskoðun kvenna sem lið í forvörn- um þannig að konan læri að þekkja sín eigin brjóst. Ekki hefur verið talið æskilegt að taka röntgenmynd- ir oftar en á tveggja ára fresti nema sérstakar ástæð- ur liggi að baki. Eins og áður getur nær þessi skipulagða hópleit- arstarfsemi hér á landi til kvenna á aldrinum 20-69 ára. Samkvæmt ársskýrslu Krabbameinsfélagsins mæta um 76% allra kvenna á þessum aldri til legháls- krabbameinsleitar á þriggja ára tímabili en það eru liðlega 60.000 konur. Töluvert skortir á að mæting sé viðunandi í brjóstakrabbameinsleit, einkum þegar litið er á hlutfall þeirra sem koma reglulega. Hvað þá Ieit varðar er áherandi að konur á stærstu þéttbýlis- stöðum skila sér síður en aðrar. Einungis 58% kvenna á höfuðborgarsvæðinu hafa að jafnaði mætt sl. 2 ár, en hlutfallið ætti að vera 85-90% til að vera viðunandi. Talið er að með góðri mætingu megi lækka dánartíðni af völdum hrjóstakrabhameins um allt að 30% meðal kvenna yfir fimmtugt. Pannig að mæting er afgerandi þáttur til þess að góður árangur náist. Tíðni legháls- og brjóstakrabbamema A alþjóðamælikvarða er krabbamein í leghálsi um 15% allra krabbameina hjá konum, næst á eftir £ hrjóstakrahhameini sem er um 18%. Þegar litið er til Norðurlandanna er leghálskrabhamein sjötta algeng- asta krabbameinið en brjóstakrabbamein það algeng- asta. Leghálskrabbamein er sjaldgæft í aldurshópn- um 20-25 ára, en hlutfall yngri kvenna með sjúk- Þegnr fjallad er um hópleit er afar miltilva’gt ai) greina á milli hópleitar og sérfræðiþjónustu. Hópleit er í eðli sínu liópleit og er ekki ætlað að vera neitt annað. Hópleitin er miðstýrð og unnin samkvæmt fyrirfram mótuðum vinuureglum, ferli eða ramma sem tali- markast af ákveðnu verk- sviði til að tryggja á sem bestan hátt skilvirlini og áreiðanleika og til aó halda kostnaói í skefjum. 78 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.