Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Qupperneq 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Qupperneq 40
hann hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur/ljós- móðir, starfað heima eða verið við nám. Reglur um starfsaldur eru mjög mismunandi eftir löndum og reiknast oft eftir starfshlutfalh og fjölda ára hjúkrunarfræðings í starfi. Islenskum hjúkrun- arfræðingum er því bent á að útvega sér starfsvottorð frá þeim stofnunum sem þeir hafa unnið á. 4. Atvinnumögiileikar I ölluin EES-ríkjum starfa evróráðgjafar sem aðstoða atvinnuleitendur, atvinnurekendur og vinnumiðlun- arfólk í gegnum sérstakt tölvukerfi, EURES, sem er skammstöfun fyrir European Employinent Services. Islenskt nafn skrifstofunnar er EES-vinniimiðlun og er hún staðsett hjá Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar að Engjateigi 11, 105 Reykjavík. Hjá EES-vinnuiniðlun er hægt að fá upplýsingar og bæklinga um EES-löndin, m.a.: • Laus störf • Atvinnu- og lífsskilyrði • Dvalarleyfi og skráningarreglur • „E-eyðuhlöð“ (staðfestingarvottorð vegna at- vinnuleysis-, lífeyris-, sjúkra- og slysatrygginga) • Vinnumarkaðinn • Almannatryggingakerfi • Lög og reglugerðir • Stofnanir og tengiliði erlendis Ekkert gjald er tekið fyrir ol'angreinda þjónustu og er EES-vinnumiðlun opin öllum landsmönnum óháð húsetu. Klara B. Gunnlaugsdóttir, evróráðgjafi, veitir nánari upplýsingar í síma 588-2580. Hjúkrunarfræðingum er einnig hent á að kynna sér erlend tímarit hjúkrunarfræðinga sem hægt er að nálgast hjá Félagi íslenskra lijúkrunarfræðinga. 5. Skattamál Almenna reglan er sú að einstaklingar greiði skatt af launatekjum í því ríki sem þeir vinna í og skatt af þeim eignum í því landi þar sem þær eru staðsettar. EES-vinnumiðlunin veitir allar almennar upplýsing- ar um skattamál í mismunandi löndum svo og em- bætti ríkisskattstjóra. 6. Félagsleg réttmdi Hjúkrunarfræðingur, sem fer til atvinnuleitar eða starfa í öðru EES-ríki, getur llutt réttindi á mörgum sviðum atvinnuleysis- og almannatrygginga á milli landa. Meginreglan er sú að hann uppfylli Jiau skilyrði sem ríkishorgarar viðkomandi lands Jiurfa að uppfylla. A. Tryggingastofnun ríkisins gefur m.a. út eftirfarandi staðfestingarvottorð vegna almannatrygginga: E-101: Vottorð um hvaða löggjöf skuli gilda. Ef hjúkrunarfræðingur er t.d. sendur til annars EES-ríkis í tímabundna vinnu í allt að eitt ár getur hann haldið áfram að vera tryggður á íslandi. Trygg- ingin er staðfest á vottorði E-301. Ákveðnum skilyrð- um þarf að fullnægja til Jiess að fá Jietta vottorð, m.a. að atvinnurekandinn sé með starfsemi á Islandi, eða að hjúkrunarfræðingurinn sé sjálfstætt starfandi og fullnægi skilyrðum sem sett eru fyrir sjálfstætt starf- andi hjúkrunarfræðinga í viðkomandi landi. E-104: Vottorð um húsetu. Sá sem flytur lögheimili sitt til aðildarríkja samnings- ins um Evrópska efnahagssvæðið verður sjúkra- tryggður frá fyrsta degi framvísi hann vottorði E-104 um húsetu sem staðfestir lögheimilistímabil (trygg- ingatímabil) einstaklings vegna sjúkratrygginga. Að öðrum kosti Jiarf liann að haf'a verið búsettur í land- inu í 6 mánuði til að öðlast rétt til sjúkratrygginga. E-119: Vottorð um rétt til heilbrigðisjjjónustu við atvinnuleit í EES-ríki. Þetta vottorð sýnir rétt atvinnulausra einstaklinga og fjölskyldna til heilbrigðisþjónustu og bóta erlendis Jjegar hinn atvinnulausi er í atvinnuleit (notað í tengslum við vottorð E-303). E-205: Staðfesthigarvottorð vegna lífeyristrygg- mga. B. Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytisins gefur tít eftirfarandi staðfestingarvottorð vegna atvinnuleysistrygginga: E-301 (vottorð um starfstímabil sem geta nýst til bótaréttar ef viðkomandi verður atvinnulaus), E- 302 (vottorð um atvinnuleysisbótarétt fjölskyldu), E-303/0-E-303/4 (vottorð um rétt til atvinnuley- sisbóta) og E-303-5 (vottorð um rétt til atvinnuley- sisbóta við heimkomu). 7. Samnorrænt flutningsvottorð vegna íbúaskráningar Vegna búferlaflutninga til Norðurlanda er nauðsyn- legt að afhenda viðkomandi sveitarfélagi samnorrænt flutningsvottorð ef dvöl er áætluð 6 mánuðir eða lengur. Hagstofa íslands gefur út Jietta vottorð. Nám og starf utan Evrópska efnahagssvæðisins íslenskir hjúkrunarfræðingar, sem liafa hug á að vinna eða fara í nám í landi utan Evrópska efnahags- svæðisins, Jmrfa að liafa hjúkrunarleyfi í viðkomandi landi. Atvinnurekandi sér um að sækja um atvinnu- og dvalarleyfi sem er veitt ineð Jjví skilyrði að kunn- áttumenn fáist ekki innanlands eða ef aðrar sérstak- ar ástæður mæla með leyfisveitingu. 1. Umsókn um hjúkrunarleyfi skal send heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti viðkomandi lands (eða fylkis í Bandaríkjunum). Hjúkrunarfræðingur Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga veitir nánari upjilýsingar um hvert eigi að senda hana. Umsókninni fylgi: 104 TIMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.