Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Blaðsíða 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Blaðsíða 60
Sumarorlof Ýmsar upplýsingar úr kjarasamningi um sumarorlof til athugunar fyrir félagsmenn: (Tölustafír í svigum eru viðkomandi greinar í kj ar asanui ingi). • Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl þegar orlofs- rétturinn er áunninn (4.3.1). • Sumarorlofstímabil er frá 15. maí til 30. septem- ber (4.4.1). • Yfirmaður ákveður, í samráði við starfsmenn, hvenær orlof skuli veitt. Hann skal tilkynna, í síð- asta lagi mánuði fyrir byrjun orlofs, hvenær orlof skuli hefjast (4.5.1). • Starfsmenn eiga rétt á að fá a.m.k. 160 vinnu- skyldustundir (20 virka daga) í orlofi á sumaror- lofstímabilinu (4.5.1). • Orlof, sem tekið er að loknu sumarorlofstímabili lengist um 1/4 (4.4.3). • Orlof, sem tekið er fyrir sumarorlofstímabil lengist um 1/4 ef það er tekið að ósk vinnu- veitanda (4.4.3). • Ef starfsmaður veikist í orlofi telst veikindatíminn ekki til orlofs enda séu veikindin sönnuð með vott- orði eins fljótt og við verður komið (4.6.1). • Hafi starfsmaður ekki getað tekið orlof vegna veikinda frá þeim tíma er hann átti að taka orlof til loka þess orlofstökuárs, á hann rétt á að fá orlofslaun sín greidd. • Heimilt er að fresta töku orlofs um allt að einu ári með samþykki yfirmanns. Ef starfsmaður ákveð- ur, með samþykki yfirmanns, að fresta töku orlofs þá þarf hann að ljúka því fyrir lok síðara orlofs- tökuársins (4.7.1). • Ef starfsmaður tekur ekki orlof eða hluta af orlofi skv. beiðni yfirmanns síns þá geymist orlofið til næsta árs, eða þá ber að greiða honum yfirvinnu- kaup fyrir starf sitt þann tíma (4.7.2). Ef starfs- maður vinnur í stað þess að taka orlof skal hann fá staðfestingu þess efnis hjá sínum yfirmanni. Það er á ábyrgð yfinnanns að tilkynna launadeild þegar hann hefur samþykkt að starfsmaður vinni í orlofi. Lengd orlofs: Lengd orlofs fer eftir prófaldri eða aldri. Lágmarks- orlof eru 16 vinnuskyldustundir fyrir hvern unninn mánuð í fullu starl'i. Taílan hér að neðan sýnir á- unnið orlof eftir prófaldri og aldri. I’rófaldur/aldur: Áunnið orlof / orlofsréltur: l’rófaldur aldur vinnuskyldustundir: á ári á mánuði vinnudagar á ári (8 klst.) aö 10 árum 192 16 24 10-18 ár eða 40 ára 216 18 27 18 ár eða 50 ára 240 20 30 Taflan sýnir áunnið orlof eða orlofsrétt miðaö við fullt starf. Orlofsréttur ef tuuilð er hlutastarf: Ef starfsmaður vinnur hlutastarf allt orlofsárið þá er orlofsréttur hans sama hlutfall af 192, 216 eða 240 vinnuskyldustundum eins og starfið er mikill hluti af fullu starfi. Dæmi: Ef starfsmaður með yfir 18 ára prófaldur vinnur 80% starf allt orlofsárið þá er orlofsréttur hans 240 x 0,8 = 192 vinnuskyldustundir. Orlofsréttur ef unnið er hluta af orlofsárinu: Ef starfsmaður hefur unnið hluta úr orlofsárinu er orlofsrétturinn reiknaður þannig að deilt er með 12 (mánuðir á ári) í orlofsrétt starfsmannsins eins og hann væri fyrir heilt orlofsár og síðan margfaldað með mánaðarfjölda í starfi fram til 30. apríl. Dæmi: Ef starfsmaður með yfir 18 ára prófaldur hefur starf 1. september þá er orlofsréttur hans 240 x 8/12 = 160 vinnuskyldustundir. Vaktavinnufölk í hlutastarfi á að fá lengingu á orlofi þegar helgidagar (aðrir en laugardagar og sunnudagar) koma inn á orlofs- tímann. Lengingin er jafnhátt hlutfall af vinnustund- um á sérstökum frídögum eins og starfið er mikill hluti af fullu starfi. Dæmi: Ef starfsmaður er í 60% starfi, vinnur þrjár 8 tíma vaktir í viku, og einn sérstakur frídagur fellur á orlofsviku (t.d. frídagur verslunarmanna) þá teljast: 24 - (8 x 0,6) = 19,2 vinnuskyldustundir í orlofi þá vikuna. 124 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.