Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Blaðsíða 4

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Blaðsíða 4
FORMANNSPISTILL Hlutverk stéttarfélaga Ásta Möller ✓ /þessu tölublaði Tímarits hjúkrunarfrœðinga er haldið áfram umfjöllun um úttekt Félags ís- lenskra hjúkrunarfrœðinga um ofbeldi gagnvart starfsfólki á heilbrigðis- og meðferðarstofnunum, en í síðasta tölublaði tímaritsins var kynnt samantekt á niðurstöðum könnunar sem félagið lét gera um þetta efni í samvinnu við Starfsmannafélagið Sókn og Starfsmannafélag ríkisstofnana. Niðurstöður athugunar félaganna hafa verið kynntar stjórnvöldum, þ.á m. við- komandi ráðherrum og stjórnendum stofnana. Ohœtt er að segja að niðurstöðurnar hafa vakið athygli og nú þegar hefur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipað nefnd á vegum ráðuneytisins sem á m.a. að setja fram stefnu heilbrigðisyfirvalda um, hvernig á að taka á slíkum málum innan heilbrigðiskerfisins, m.a. forvörnum og frœðslu til að fyrirbyggja ofbeldi, skráningu og úrvinnslu ofbeldisatburða. Þá má ekki gleyma einum mikilvœgasta hluta þessa verkefnis, en það er að setja reglur um hvernig á að bœta starfsmanni skaða sem hann hefur orðið fyrir vegna ofbeldisverka. Sú vinna er í fullum gangi og niðurstöðu að vœnta innan tíðar. Samvinna þessarra þriggja stéttarfélaga sem eru aðilar að þremur mismunandi heildar- samtökum er einstök. Stjórnir félaganna tóku ákvörðun um að vinna saman að því að skrá og skilgreina með vísindalegum aðferðum vaxandi vandamál á vinnustöðum félagsmanna sinna og kalla stjórnvöld og stjórnendur stofnana til ábyrgðar til að taka á vandanum. Það er afar mikilvœgt að stéttarfélögum sé fjárhagslega mögulegt að nota slíkar aðferðir til að vinna að bœttum kjörum og bœttum vinnuaðstœðum félagsmanna sinna. Það hefur t.d. verið mikið áhugamál ujidirritaðrar að gera athugun á auknu vinnuálagi heilbrigðisstarfsfólks undan- farin ár. Hjúkrunarfrœðingar og fleiri heil- brigðisstarfsmenn hafa bent á þessa staðreynd og hefur hún m.a. verið studd af niðurstöðum sjúklingaflokkunar á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík, athugun Félags íslenskra hjúkrunar- frœðinga á aukningu á álagi í heimahjúkrun heilsugœslustöðva og með niðurstöðum athugu- nar landlœknis um aukningu á veik- indafjarvistum starfsfólks á bráðadeildum sjúkrahásajina í Reykjavík. Það er vissulega hlutverk félagsijis að gœta hagsmuna félagsjnaji- na í hvívetJia, og þar eru vijinuaðstœður stór hluti. Það er mjög œskilegt að félagið lialdi áfrajn á þeirri braut sejn mörkuð var af ofbeld- iskönnuninni. Þó starfsejjii félagsms markist œtíð af því fjármagni scjji er til ráðstöfunar hverju sinni, og könnun sem þessi útheimti mikið fé, þá kojjia túnar kojjia og kojna ráð. & Sauðárkróks Apótek Hólavegi 16, Sauðárkrók Sími: 453-5336 Fax: 453-6784 & Holts Apótek Álfheimum 74, Glæsibæ, sími 553-5212 Opið: mánud. - föstud. kl. 09.00-19.00 og laugardaga kl. 10.00-16.00 68 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.