Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Blaðsíða 49
enda en auk þess eru vinnuveitendur öflugri en stétt- arfélög. Til að styðja kröfur um jöfn laun mætti nota fólk sem er sérfrótt um starfsmat með því að sýna að í störfum felist sambærileg vinna. Slík sérþekking kemur einkum að gagni ef sérfræðingar byggja mat sitt á þekkingu þeirra sem raunverulega sinna bjúkr- un og ef þeir nota sérþekkingu sína ekki aðeins til að taka mið af áliti hjúkrunafræðinganna heldur einnig til að hjálpa þeim til að skilja hvernig matið fer fram. Slíkir sérfræðingar geta aðstoðað við að sýna hvert umfang starfsins er; hæfni, fyrirhöfn og ábyrgð sem þarf til að skila verkinu. Það er síðan hlutverk stéttar- félagsins að semja um verðmæti vinnunnar þótt stétt- arfélagið ætti einnig að taka þátt í að velja og beita starfsmatskerfum. Þannig þarf starfsmat ekki að vera leið til að útiloka stéttarfélagið frá umræðunni heldur mætti fremur nota það sem afl, verkfæri til að styðja kröfur. Þó verður að tryggja að sú sé raunin og að allir hlutaðeigandi skilji hvað í starfsmati felst. 2. Sé kerfisbundið starfsmat ekki tekið upp eru fáar leiðir færar til að breyta gildandi reglum. I Kan- ada í það minnsta nota flestir stærri vinnuveitendur einhvers konar starfsmatskerfi sem öll eru gölluð eins og gagnrýnendur hafa bent á. Ef endurskoðað starfs- mat verður ekki liður í haráttunni munu of margar konur þurfa að húa við starfsmats- kerfi sem ýta undir stigskipun og byggja á karlmannlegum gildum í starfi og ýmist fela þannig eða vanmeta störf kvenna. Framangreind dómsmál, er varða launajafnrétti, hafa þvingað vinnuveitendur í Ontario til að móta nýjar reglur um starfsmat fyrir hjúkr- unarfræðinga og þær munu gilda löngu eftir að konur teljast hafa náð launa- jafnrétti. Haldimand-Norfolk-máhð var fyrsta málið í Kanada þar sem „stefnt er út af launajafnréttismálum“. I úrskurði sínum var dóm- stóllinn sammála sérfræðingum um að með ókyn- bundnu samanburðarkerfi megi „varpa ljósi á og meta eiginleika starfa, einkum kvenna, sem hafa alla tíð verið vanmetin eða ósýnileg“. Dómstóllinn tekur skýrt fram að kynjamisrétti getur komið í ljós á ýms- um stigum ferhsins; við upplýsingaöflun um starfs- stéttir, við val og skilgreiningu á þáttum sem starfsstétt- ir kunna að vera metnar eftir og við sjálft starfsmatið. Dómstóllinn samþykkti að kynjamisrétti gæti komið fram við val á þáttum sem mat er grundvallað á, aðferðum við val á þessum þáttum og hvernig unn- ið er úr því sem finnst. Samkvæmt úrskurði í máh Haldimand-Norfolk „mynda fjórir þættir ókyn- bundið samanburðarkerfi“. Nákvæm söfnun upplýsinga um störf sem leiðir til aðferðar við að ákvarða með hvaða hætti slíkar upp- lýsingar eru metnar, svo og aðferðar við að ákvarða gildi starfa og við samanburð. Þessu er lýst frekar á eftirfarandi hátt: A. Nákvæm söfnun upplýsinga um starf 1. Hvert er starfssviðið á vinnustað? 2. Eru störf kvenna gerð sýnileg? 3. Er hæfni, fyrirhöfn, áhyrgð og vinnuskilyrðum gerð nákvæm skil í reglunum? 4. Er upplýsingum safnað á sambærilegan hátt? B. Aðferðir við að ákvarða verðmæti 1. Getur aðferðin ákvarðað verðmæti starfsins sem er innt af hendi? 2. Er val á undirþáttum ókynbundið? 3. Eru öll þrep innan þáttar ókynbundin? 4. Er heildarmat ókynhundið? C. Beiting aðferðar 1. Er aðferðin notuð á sambærilegan hátt? 2. Ef skipuð er nefnd eiga Jiá allir hlutað eigandi aðilar fulltrúa í henni? 3. Ef skipuð er nefnd hafa Jiá allir fulltrúar nægilega Jiekkingu á vinnunni og á kynjamis rétti? 4. Er ákvarðanatöku Jiannig hagað að kynjamisrétti sé útilokað? 5. Var kerfisbundið misrétti greint með aðferðinni? í lírskurdi sínum var dóm- stóllinn sammála sér- frxdingum um aó med ókynbundnu samanburðar- kerfi megi „varpa Ijósi á og meta eiginleilta starfa, einkunt kvenna, sem kafa alla tíð verið vanmetin eða ósýnileg^. Þessu næst úrskurðaði dómstóllinn að gildi, sem fela í sér misrétti gegn konum, var að finna í öllum þáttum reglnanna. „Misrétti á einu Jircpi merkir að reglurnar í heild eru ekki kynhlutlausar.“ Þótt dómstóllinn hafi úrskurðað að engar reglur um mat væru, eðh sínu samkvæmt, lausar við gildismat væri mögulegt að draga úr misrétti gagnvart konum. ,,Með Jiví að skilgreina og meta störf með kerfis- bundnum hætti vinnur samanburðar- kerfi gegn huglægu mati og fullyrðing- um við starfsmat sem hafa alla tíð átt Jiátt í því laun- misrétti sem starfandi konur hafa húið við.“ Dómstóllinn úrskurðaði einnig að ekki dygði að benda á einhver dæmi um störf kvenna, að hafa kon- ur með í nefndum eða við þróun hagtalna. Urskurð- urinn var í reynd samhljóða sérfræðingum um að hagtölur væru hka ,,aíleiðing huglægs mats og full- yrðinga“ og í honum var bent á að hagtölur „yrðu að vera hluti af virku og umsömdu ferli sem verður að eiga sér stað milli aðila“. Með Jiessum hætti viður- kenndi dómstóllinn að starfsmat er ekki aðeins hlut- læg mæliaðferð heldur umsamið ferh sem er notað til þess að ákvarða verðmæti. Dómstóllinn tók J>að skýrt fram að núgildandi starfsmatsaðferðir væru markað- ar kynjamisrétti í öhum Jiáttuin og gera yrði sérstak- ar ráðstafanir á hverju stigi hæði til Jiess að gera störf kvenna sýnileg og meta Jiau að verðleikum. Hugmyndirnar væru gallaðar í meginatriðum og þær þyrfti að endurskoða frá grunni. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73. ÁRG. 1997 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.