Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Blaðsíða 27
~M^~ristín Pálsdóttir er, auk þess að vera hjúkrunarforstjóri og framkvœmdastjóri á heilsugœslustöðinni á JL\.Sólvangi í Hafnarfirði, margfaldur Islandsmeistari í golfi. Um 25 ára skeið hefur hún verið iðin við sveifluna og fátt látið hindra sig í að komast á golfvöllinn. Hún veit ekki alveg hvað það er sem heillar við golfið en margt kemur til greina. Kannski er það glíman við erfiða íþrótt, spennan sem kitlar í keppni, sérstök fágun og stíll sem kylfingar temja sér eða slökun og vellíðan sem fylgir útivist ífallegu umhverfi og þœgileg, vœrðarleg þreytan á eftir. Ilvað sem því líður stefnir Kristín nú að því að spila betra golf en nokkru sinni fyrr og verja Islandsmeistaratitil sinn meðal öldunga í sumar. Hvemig kviknaði áhuginn á golfíþróttiimi? Ég fékk 1/2 golfsett að gjöf árið 1972 en hafði verið að velta golfinu fyrir mér um hríð. Ég hef verið í íþróttum frá því ég var krakki og stundað ballett, skíði og handbolta. Golf sameinar þetta allt, útiveru, hreyfingu og slökun. Það er eitt af því sem mér finnst spennandi við þessa íþrótt. Með nýja golfsettið fór ég út á æfingasvæði á Hvaleyrarvellinum í Hafnar- firði, út á „geðdeild“ eins og kylfingar kalla æfinga- svæðin á golfvöllunum, og fór að slá undir hand- leiðslu kennara. Ég fann fljótt að mér gekk vel að hitta kúluna og ákvað um haustið að stunda golf af alvöru. Ég kenndi við Hjúkrunarskóla Islands og var með dóttur mína á barnaheimili í Engihlíð. Það pasaði vel að sækja hana og fara beint á æfingu innanhúss. Það var mjög sérstakt í þá daga að hægt var að æfa innandyra sem aftur á móti þykir sjálf- sagt núna. Eg æfði þrisvar í viku og er ég viss um að þarna lagði ég grunninn að því að ég get hitt kúluna sæmilega í dag. Æfingin skapar jú meistarann í golfi eins og öðru. Um vorið hélt ég áfram að stunda æf- ingasvæðið og hafði aldrei spilað allan völlinn þegar ég var beðin að taka þátt í meistaramóti klúbbsins. Þetta fyrsta mót mitt var skelfilegt. Ég spilaði á 126 liöggum að ég held báða hringina og um tíma hélt ég að ég myndi ekki lifa mótið af. Það var ekki nóg að hitta kúluna heldur þurftu stutta spilið og púttin að ganga upp en ég hafði lítið æft mig í því. Fyrrverandi þjálfari minn í handbolta skráði mig á landsmótið þetta sumar og tók af mér loforð um að verða ekki í neðsta sæti. Ég endaði sem íslandsmeistari og næstu árin liélt ég þeim titli í 1. flokki kvenna og síðan í ineistaraflokki kvenna. Golfmanuna Kristín var nú fyrir alvöru komin með golfbakterí- una en jafnframt stœkkaði fjölskyldan. Hvernig skyldi það hafa farið saman? Arið 1974 varð ég aftur Islandsmeistari, komin 6 mánuði á leið með annað barnið mitt. Eg lét aldrei barneignirnar stoppa mig. Fjölskyldan aðstoðaði mig mikið en ég tók börnin líka oft með á völlinn. Vissulega þurfti stundum töluvert fyrir því að hafa en mín skoðun er sú að maður finni tíma og aðstæður TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.