Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Blaðsíða 21
* 1 * fræðinga. Styrkur hjúkrunarfræðingsins í samfélag- inu byggist fyrst og fremst á þeim löngu, oft áralöngu samskiptum sem hann hefur haft við einstaklinginn og fjölskyldu hans og þekkingu hans á styrkleika ])eirra og veikleika. Hann veit hvers hægt er að ætlast til af aðstandendum þegar um langvarandi veikindi er að ræða. Hann veit hvort móðir þarf aðstoð eða sérstaka hjálp við að sinna barni sínu. Hann veit og skynjar hvort fjölskyldan er mót- tækileg fyrir fræðslu og leiðbeiningu. Þetta er mjög mikilvægur þáttur í hjúkrun í samfélaginu og því mikilvægt að hjúkrunarfræðingar og læknar, sem sinna þessum einstaklingum síðan annars staðar í kerfinu (t.d. á sjúkrahúsum), geri sér grein fyrir hversu mikilvægar upplýsingar hjúkrunarfræðingsins eru, hve samband milli hjúkrunarfræðingsins og skjólstæðingsins er oft náið, hversu vel hjúkrunar- lræðingurinn þekkir allar aðstæður félagslegar, andlegar og líkamlegar og hversu mikla hjálp og upp- lýsingar hægt er að veita við hjúkrun. Þessar upplýs- ingar skipta ekki minna máli heldur en sérfræðileg littekt á einu ákveðnu líkamskerfi eða stutt innlit sér- fræðings sem ekki hefur séð einstaklinginn eða fjöl- skylduna áður. Hjtiknm sjúklinga í samfélaginu nú á dögum I lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990 segir svo um heilsugæslu. „Heilsugæsla merkir í þessum lögum heilsuvernd- arstarf og allt lækningastarf, sem unnið er vegna heil- hrigðra og sjúkra, sem ekki dveljast á sjúkrahúsum.“ I 19. grein laganna segir: „A heilsugæslustöð eða í tengslum við hana skal veita þjónustu eftir því sem við á og hér segir: 1. Almenn læknisþjónusta, hjúkrunarþjónusta, sjúkraþjálfun, iðju])jálfun, vaktþjónusta, vitj- anir og sjúkraflutningar. 2. Lækningarannsóknir. 3. Sérfræðileg læknisþjónusta, tannlækningar og læknisfræðileg endurhæfing. 4. Heimahjúkrun. 5. Heilsuvernd. Aðalgreinar heilsuverndar eru: Heilbrigðisfræðsla í fyrirbyggjandi tilgangi. Mæðravernd. Ungbarna- og smábarnavernd. Heilsugæsla í skólum. Onæmisvarnir. Berklavarnir. Kynsjúkdómar. Geðvernd, áfengis-, tóbaks- og fíkniefnavarnir Sjónvernd. Heyrnarvernd. Heilsuvernd aldraðra. Hópskoðanir og skipulögð sjúkdómaleit. Félagsráðgjöf, þ.m.t fjölskyldu- og foreldraráð- gjöf- Umhverfisheilsuvernd. Atvinnusjúkdómar, sbr. og lög nr. 46/1980 Slysavarnir.“ Segja má að lögin um heilsugæslu séu úrelt, að minnsta kosti sá hluti þeirra sem fjallar um heilsuvernd. Flestar heilsugæslustöðvar sinna aðeins hluta af því sem talið er upp á ofangreindum hsta. Allar stöðv- ar sinna almennri læknisþjónustu og hjúkrunarþjón- ustu, nokkrar stöðvar bjóða vaktþjónustu. Sjúkra- þjálfun og iðjuþjálfun hefur ekki verið til staðar á stöðvunum fyrr en fyrir u.þ.b. mánuði að ákveðið var að ráða sjúkraþjálfara í eina stöðu sem skiptist milli tveggja heilsugæslustöðva. Þetta er tilraun sem standa á í eitt ár. Heimahjúkrun er á öllum heilsu- gæslustöðvum eins ungbarna- og smábarnavernd og heilsugæsla í skólum. Einnig er farið að sinna mæðra- vernd á flestum stöðvum. Öðrum liðum, sem taldir eru upp undir heilsuvernd í lögunum, er almennt ekki sinnt af heilsugæslustöðvum. Það hversu yfirgripsmikil „heilsuverndin“ er í lögunum hefur valdið því að stöðvarnar hafa sniðið sér stakk eftir vexti og ráðið því sjálfar hve mikið þær leggja af mörkum til annarra þátta en þeirra sem áður eru upp taldir. Margir hafa lýst þeirri skoðun sinni að heilsugæslan sé ruslakista sem öllu er hent í sem ekki er vitað hvar eða hver á að sinna. Þetta hefur haft í för með sér að starfsmenn heilsugæslunn- ar eru oft ósáttir við hlutskipti sitt og finnst þeir ekki standa sig í starfi þar sem gefst ekki tækifæri til að sinna nema broti af því sem þeim er ætlað og mögu- leiki á sérhæfingu er oft lítill þar sem starfssviðið er yfirgripsmikið. Af 14 stöðvum á Stór-Reykjavíkur- svæðinu eru 3 sem ekki sinna allri þjónustu á sínu svæði og er skýringin annaðhvort aðstöðuleysi eða of lítil mönnun. Aðgengi að ])jónustunni er misjafnt og fer eftir ákvörðun á hverri stöð fyrir sig. Stöðvarnar vinna því hver á sinn hátt og má ef til vill segja að það sé aðalókosturinn, að ekki sé meira samræmi í þjónustunni. Framtíðarsýn Þó upphaílega hafi mér verið falið að fjalla um fram- tíðarsýn í hjúkrun í samfélaginu er hjúkrun og kerf- ið, sem unnið er í, svo tengt að erfitt er að greina þar á milli og mun ég því fjalla um það sem eina heild. Heilsugæslan ])arf stefnumörkun 5 - 10 ár fram í tímann þar sem friður gefst til að vinna að þeim mál- um sem hrenna á. Islensk heilbrigðisáætlun er rit sem gefið var út í kjölfar þingsályktunar sem samþykkt var á Alþingi 19. mars 1991 og lýsir í raun því sem ég tel að heilsugæslan eigi að einbeita sér að. Þar kemur fram ákveðin stefnumörkun þar sem Alþingi TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.