Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Blaðsíða 10
getur hann óafvitandi ýtt undir ofbeldi ef hann hýr ekki yfir nægilegri þekkingu á þessu sviði. Sérstak- lega vantar ])jálfun í samskiptum og sjálfsvörn að mati viðmælenda. Þeir voru lleiri sem höfðu trú á samskiptatækni en sjálfsvörn og töldu að það væri í verkahring öryggisvarða og lögreglu að standa í lík- amlegum átökum við sjúklinga og skjólstæðinga enda væri faglegt samhand starfsmanns við sjúkling eða skjólstæðing í hættu ef starfsmaðurinn þyrfti að heita slíku valdi. Alvarlegar árásir eru í öl'ugu hlutfalli við magn fræðslu (Rosenthal o.fl., 1992) og í könnun, sem Lanza, Kayne og Hicks gerðu 1994, kom í ljós að hjúkrunarfræðingar á geðdeildum, sem höfðu orðið fyrir oflieldi af hálfu sjúklinga, höfðu fengið mark- tækt minni þjálfun í forvörnum gegn ofbeldi en hjúkrunarfræðingar sem ekki höfðu orðið fyrir ofljeldi. A deildum, þar sem hætta er á ofbeldi gagnvart starfsfólki, þarf að hjóða öllu starfsfólki viðeigandi fræðslu með reglulnindnu millibili. Fræðsluefni fyrir starfsfólk vegna forvarna og við- hragða við ofbeldi þarf að innihalda eftirtalda þætti: • Andlega, líkamlega og félagslega áhættuþætti ofbeldis. • Hegðunaráhendingar ofbeldis, s.s. líkams- beitingu, málfar, hreyfingu. • Viðbrögð við ofbeldi eða yfirvofandi ofbeldi, s.s. aðferðir til að dreifa athygli sjúklinga og forðast ofbeldi, lyfjagjöf, aðferðir til að forð- ast áverka, aðferðir við að liemja sjúklinga. • Umhverfisþætti sem hafa áhrif á ofbeldi, s.s. biðtíma, afþreyingu, upplýsingar og samskipti, skipulag umhverfis. • Upplýsingar um ráðgjöf og stuðning fyrir þolendur ofbeldis. • Hlutverk öryggisvarða og lögreglu. • Oryggistaíki og reglur. • Persónulég öryggisatriði. • Reglur um skráningu. Með reglubundinni fræðslu er viðurkennt að vandamálið sé fyrir hendi og að þekking starfsfólks hafi áhrif á það og hversu alvarlegt það er. Þar sem gert er ráð fyrir oflieldi og viðeigandi varúðarráð- stafanir eru gerðar er minna um ofbeldi. Aðrar for- varnir felast þar í að hafa nægilegan starfsmanna- fjölda svo einstaklingur, sem hefði hug á ofbeldi, sjái að sér. A þessum stöðum telja starfsmenn að í fjöld- anum felist fyrsta forvörn. Viðbrögð við ofbeldi - byggja á maimviti og tækni Forvarnir og samskiptahæfni duga ekki alltaf til að fjarlægja oflieldi úr umhverfi starfsfólks heilhrigðis- og meðferðarstofnana. Öryggisreglur þurfa því að taka hæði til forvarna og viðbragða við oflieldi. 1 þeim þarf að koma fram hlutverk fólks el' til olheld- is kemur. Hvernig það á að haga sér við mismunandi kringumstæður. Algeng tækni, sem notuð er til að bæta öryggi starfinanna, er: • Öryggishnappar. Að þeim er takmarkað gagn ef þeir hanga þar sem ekki næst til þeirra þegar á þarf að halda. • Eftirlitsmyndavélar. Ef enginn fylgist með því sem fram fer á skjánum er lítið hald að þeim. • Einkenniskort starfsmanna. Einkum gagnleg ef þau eru nýtt sem aðgangskort líka. Geta þó gefið hugsanlegum oflieldismönnum of miklar upplýsingar um starfsmanninn. • Aðgangsliindranir utanaðkoinandi inn á deild. • Viðvörun í upplýsingakerfi ef einstaklingur er þekktur að því að beita oflieldi Eftir að oflieldi hefur átt sér stað verður að að- stoða starfsmann við að vinna úr andlegum- og líkamlegum afleiðingum þess. Ef ekki er skráð, gerist í rauninni ekkert Vanskráning á ofheldi er algengt vandamál. Af þeim sökum er erfitt að afla nákvæmra upplýsinga um umfang ofbeldis. Hjá Vinnueftirliti ríkisins (1996) fengust þær upp- lýsingar að tilkynningar frá heilhrigðis- og meðferð- arstofnunum um venjulegt líkamlegt oflieldi gagnvart einstaklingum væru fáar. llins vegar hringir fólk oft og kvartar undan andlegu ofbeldi á sínuin vinnustað en sendir ekki formlegar tilkynningar. Við samantekt á ofangreindum gögnum frá Vinnu- eftirlitinu kom í ljós að á árunum 1990-1995 voru sendar inn alls 38 tilkynningar frá heilbrigðisstofn- unum og meðferðarstofnunum fyrir fatlaða af land- inu öllu. Flestar tilkynningar voru frá tveimur stofnunum, meðferðarstofnun fyrir fatlaða og af geðdeildum á einum spítala. Flestir þeirra, sem tilkynningar bárust um, hófu störf að nýju innan sjö daga. Ljóst er að tilkynningar til Vinnueftirlits ríkisins um oflieldi gagnvart starfsfólki heilbrigðis- og með- ferðarstofnana eru aðeins lítill hluti þess sem skráð er á stofnununum og ennþá minna hlutfall þess of- beldis sem raunverulega á sér stað. Það vantar hetri leiðbeiningar eða reglur um hvaða tilkynningar skal senda til Vinnueftirlitsins. Með því að skilgreina oflieldi gagnvart starfsfólki á heilhrigðis- og meðferðarstofnunum sem vinnuslys er líklegt að skráning batni. Nokkur atriði eru talin skýra vanskráningu öðr- um fremur. Ahersla á J)jálfun starfsfólks til að fyrir- hyggja vandann er að mati Kinross (1992) óbein skilahoð um að orsaka ofbeldisins sé að leita hjá starfsfólki, í vanþekkingu Jiess, viðhrögðum eða við- 74 TI'MARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.