Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Side 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Side 10
getur hann óafvitandi ýtt undir ofbeldi ef hann hýr ekki yfir nægilegri þekkingu á þessu sviði. Sérstak- lega vantar ])jálfun í samskiptum og sjálfsvörn að mati viðmælenda. Þeir voru lleiri sem höfðu trú á samskiptatækni en sjálfsvörn og töldu að það væri í verkahring öryggisvarða og lögreglu að standa í lík- amlegum átökum við sjúklinga og skjólstæðinga enda væri faglegt samhand starfsmanns við sjúkling eða skjólstæðing í hættu ef starfsmaðurinn þyrfti að heita slíku valdi. Alvarlegar árásir eru í öl'ugu hlutfalli við magn fræðslu (Rosenthal o.fl., 1992) og í könnun, sem Lanza, Kayne og Hicks gerðu 1994, kom í ljós að hjúkrunarfræðingar á geðdeildum, sem höfðu orðið fyrir oflieldi af hálfu sjúklinga, höfðu fengið mark- tækt minni þjálfun í forvörnum gegn ofbeldi en hjúkrunarfræðingar sem ekki höfðu orðið fyrir ofljeldi. A deildum, þar sem hætta er á ofbeldi gagnvart starfsfólki, þarf að hjóða öllu starfsfólki viðeigandi fræðslu með reglulnindnu millibili. Fræðsluefni fyrir starfsfólk vegna forvarna og við- hragða við ofbeldi þarf að innihalda eftirtalda þætti: • Andlega, líkamlega og félagslega áhættuþætti ofbeldis. • Hegðunaráhendingar ofbeldis, s.s. líkams- beitingu, málfar, hreyfingu. • Viðbrögð við ofbeldi eða yfirvofandi ofbeldi, s.s. aðferðir til að dreifa athygli sjúklinga og forðast ofbeldi, lyfjagjöf, aðferðir til að forð- ast áverka, aðferðir við að liemja sjúklinga. • Umhverfisþætti sem hafa áhrif á ofbeldi, s.s. biðtíma, afþreyingu, upplýsingar og samskipti, skipulag umhverfis. • Upplýsingar um ráðgjöf og stuðning fyrir þolendur ofbeldis. • Hlutverk öryggisvarða og lögreglu. • Oryggistaíki og reglur. • Persónulég öryggisatriði. • Reglur um skráningu. Með reglubundinni fræðslu er viðurkennt að vandamálið sé fyrir hendi og að þekking starfsfólks hafi áhrif á það og hversu alvarlegt það er. Þar sem gert er ráð fyrir oflieldi og viðeigandi varúðarráð- stafanir eru gerðar er minna um ofbeldi. Aðrar for- varnir felast þar í að hafa nægilegan starfsmanna- fjölda svo einstaklingur, sem hefði hug á ofbeldi, sjái að sér. A þessum stöðum telja starfsmenn að í fjöld- anum felist fyrsta forvörn. Viðbrögð við ofbeldi - byggja á maimviti og tækni Forvarnir og samskiptahæfni duga ekki alltaf til að fjarlægja oflieldi úr umhverfi starfsfólks heilhrigðis- og meðferðarstofnana. Öryggisreglur þurfa því að taka hæði til forvarna og viðbragða við oflieldi. 1 þeim þarf að koma fram hlutverk fólks el' til olheld- is kemur. Hvernig það á að haga sér við mismunandi kringumstæður. Algeng tækni, sem notuð er til að bæta öryggi starfinanna, er: • Öryggishnappar. Að þeim er takmarkað gagn ef þeir hanga þar sem ekki næst til þeirra þegar á þarf að halda. • Eftirlitsmyndavélar. Ef enginn fylgist með því sem fram fer á skjánum er lítið hald að þeim. • Einkenniskort starfsmanna. Einkum gagnleg ef þau eru nýtt sem aðgangskort líka. Geta þó gefið hugsanlegum oflieldismönnum of miklar upplýsingar um starfsmanninn. • Aðgangsliindranir utanaðkoinandi inn á deild. • Viðvörun í upplýsingakerfi ef einstaklingur er þekktur að því að beita oflieldi Eftir að oflieldi hefur átt sér stað verður að að- stoða starfsmann við að vinna úr andlegum- og líkamlegum afleiðingum þess. Ef ekki er skráð, gerist í rauninni ekkert Vanskráning á ofheldi er algengt vandamál. Af þeim sökum er erfitt að afla nákvæmra upplýsinga um umfang ofbeldis. Hjá Vinnueftirliti ríkisins (1996) fengust þær upp- lýsingar að tilkynningar frá heilhrigðis- og meðferð- arstofnunum um venjulegt líkamlegt oflieldi gagnvart einstaklingum væru fáar. llins vegar hringir fólk oft og kvartar undan andlegu ofbeldi á sínuin vinnustað en sendir ekki formlegar tilkynningar. Við samantekt á ofangreindum gögnum frá Vinnu- eftirlitinu kom í ljós að á árunum 1990-1995 voru sendar inn alls 38 tilkynningar frá heilbrigðisstofn- unum og meðferðarstofnunum fyrir fatlaða af land- inu öllu. Flestar tilkynningar voru frá tveimur stofnunum, meðferðarstofnun fyrir fatlaða og af geðdeildum á einum spítala. Flestir þeirra, sem tilkynningar bárust um, hófu störf að nýju innan sjö daga. Ljóst er að tilkynningar til Vinnueftirlits ríkisins um oflieldi gagnvart starfsfólki heilbrigðis- og með- ferðarstofnana eru aðeins lítill hluti þess sem skráð er á stofnununum og ennþá minna hlutfall þess of- beldis sem raunverulega á sér stað. Það vantar hetri leiðbeiningar eða reglur um hvaða tilkynningar skal senda til Vinnueftirlitsins. Með því að skilgreina oflieldi gagnvart starfsfólki á heilhrigðis- og meðferðarstofnunum sem vinnuslys er líklegt að skráning batni. Nokkur atriði eru talin skýra vanskráningu öðr- um fremur. Ahersla á J)jálfun starfsfólks til að fyrir- hyggja vandann er að mati Kinross (1992) óbein skilahoð um að orsaka ofbeldisins sé að leita hjá starfsfólki, í vanþekkingu Jiess, viðhrögðum eða við- 74 TI'MARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.