Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Blaðsíða 28
varið er til æfinga skiptir meira máli en magnið til að ná árangri, þ.e. hvernig tíminn á golfvellinum er nýttur. Oftast eru það karlarnir sem byrja í golfi og ég hef rætt við margar „golfekkjur“ sem ég hef hvatt til að byrja líka en þær segja að heimilislífið þoli ekki að báðir aðilar séu á golfvelli í 4 - 5 klst. á dag. Vissu- lega gengur það ekki upp og á ekki að þurfa að verða svoleiðis. Hjón þurfa að deila frítímanum Jjannig að báðir aðilar séu sattir við sitt. Margar konur sem byrja horfa á mennina sína hverfa á golfvöllinn tím- unum saman og finnst þær ekki geta varið svo miklu af sínum tíma í það. Eg hef í gegnum árin ekki haft allan þann thna sem ég vildi að ég hefði haft en hef alltaf sett mér það að markmiði að komast út og hreyfa mig í golfi þó ekki sé nema að fara á æfinga- svæðið eða spila nokkrar holur og er sátt og glöð á eftir. Sókn kvenna í golf hefur vaxið jafnt og þétt. I öll- um klúbbum er hópurinn að stækka og yngjast. Þó vantar okkur enn ungar stelpur til að ala upp keppn- islið. Til að verða reglulega góður er best að byrja ungur en samt geta allir náð árangri í golfi, livenær sem þeir byrja. A tímabili var ég liðsstjóri fyrir kvennalandsliðið. Það er mikið starl’ og eiginlega ekki hægt að vera í keppni með því. Það var spennandi að taka þátt í að afla golfinu sem kvennaíþrótt fylgis og vinna hana í álit. Eg hef verið á nokkrum heimsmeistaramótum sem liðsstjóri og það er mjög spennandi. Allt er svo fágað; fatnaður, umhverfi og ákveðnir siðir, umgjörðin er svo yndisleg og vináttan, samkennd þar sem ekki er spurt um stétt eða stöðu. Þú getur gengið inn á fallegan golfvöll t.d. á Flórída og enginn veltir fyrir sér hver Jni ert utan vallarins og Jtað er mikil upplifun. Stundum geta ákveðnir siðir í golfi reyndar virkað kvenfjandsamlegir. Einu sinni kom ég til Irlands með hópi á mjög erfiðan völl. Þegar við komum þangað stóð liins vegar á skilti: „No women and no dogs allowed“. Konur máttu bara spila J)ar einn dag í viku. Mér fannst súrt í broti að vera komin all Jjessa leið og mega ekki vera með svo að ég var kynnt sem liðsstjóri kvennalandsliðsins. Þá var haft samband við írskan kvennaliðsstjóra sem brá skjótt við og ræsti tvær konur með sér út til að leika við mig. Þá var dæminu snúið við. Komið var fram við okkur eins og drottningar, dúkað sérstakt borð og allt gert fyrir okkur. Þannig eru þetta frekar hefðir en ekki einstrengingslegar reglur. Mér finnst Jjað eins og vítamínssprauta að fara á golfvöllinn. Stundum er ég dauðjn’eytt og orkulaus og get ekki hugsað mér að gera neitt eftir vinnu á dag- inn. Svo fer ég á völlinn, endurnærist og fyllist slík- um fítonskrafti að húsverkin eru mér sem leikur einn þegar ég kem heim. Það var stundum sagt um okkur golfkonurnar að í vondu veðri létum við okkur ekki vanta á völlinn })ó við treystum okkur ekki út í mjólkurbúð. Þetta kann að hljóma einkennilega en J»etta stafar m.a. af |>ví að einbeiting skiptir miklu fyrir það sem gefur manni eitthvað og maður vill gera. Barnavagninn fylgdi eins og golfsettið á völlinn. Einu sinni var ég á golfmóti á Akureyri, bjó í hjól- hýsi og gaf brjóst á milli hringja. Stundum stillti ég barnavagninum fyrir framan klúbbhúsið. Þar svaf barnið á meðan ég æfði mig, stundum langt fram eftir kvöldi. Reyndar var sagt í gainni að J>að ætti að kæra mig fyrir barnaverndarnefnd fyrir Jietta háttalag. En ég held þegar upp er staðið að J>að hafi gert börnun- um mínum gott að koma með mér í golfið. Maðurinn minn, Guðmundur Friðrik Sigurðsson, er í golfi og við höfum mikið tengt ferðalög okkar íj>róttinni. Við lítum björtum augum til efri áranna og vitum hvar við viljum vera, J>.e. að spila golf á fallegum golfvelli í góðu veðri. Það eru golfvellir næstum hringinn í kringum landið og það er gaman að keyra út úr bænum og spila golf í fallegu um- hverfi. I útlöndum er einnig mikið úrval af góðum völlum. Það _er endurnærandi að fara í viku til 10 daga ferð }>ó að maður gangi fleiri kílómetra á hverj- um degi. A Islandi eru 4000 - 5000 metra vellir og J>eir flestir hæðóttir Jiannig að þetta er mikið labb. Stundum Jtótti börnunum mínum að vísu nóg um „golffrí“ en þau spila nú samt öll þrjú golf enn. Þau hafa oft verið kylfusveinar fyrir mig á mótum og stutt mig á allan hátt. Eldri sonur minn, Páll Arnar, er mjög góður í golfi en yngri sonurinn, Þröstur, er meira fyrir fótbolta. Þriggja ára ömmubarnið er farið að tala um að fara með mér á völlinn. I seinni tíð er Sigrún dóttir mín, sem líka er hjúkrunarfræð- ingur, farin að sækja meira í að fara með mér en áður. Konur og golf Imynd kylfingsins er gjarnan karhnaður í póló- skyrtu, köflóttum buxum, tvílitum golfskóm, með six- pensara á höfði og hvíta hanska á höndum. Eins og margar aðrar íþróttir hafa karlar í golfi verið meira áberandi en konur. Kristín hefur sínar skoðanir á því. Það er talað um að golf taki tíma og í byrjun er }>að Jtannig. Seinna skilur maður að gæði tímans sem 92 TÍMARIT HIÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.