Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Síða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Síða 47
meinatækna, binda miklar vonir við notkun á starfs- mati í þessum tilgangi. Þau hafa m.a. látið þýða og staðfæra kynhlutlaust starfsmatskerfi frá Kanada til þess að hjúkrunarfræðingar geti nýtt sér kerfið í samningum um kaup og kjör á vinnustöðum. Starfsmat og kjarasamningar Starfsmat er notað til meta einstök störf og starfsheiti og ef nota á starfsmatskerfi, t.d. til að ákveða röðun í launaflokka hjá ákveðnum atvinnurekanda, þarf að nást samstaða milli stéttarfélaga, starfsmanna og stjórnenda um val og notkun á starfsmatskerfinu. Þetta getur valdið miklum vandamálum á vinnustöð- um þar sem um er að ræða marga starfshópa og aðild margra stéttarfélaga að máhnu. Því hefur verið bent á að það geti verið mjög erfitt að nota starfsmat til launaákvörðunar í kjarasamningum þar sem um er að ræða starfsmenn í mörgum mismunandi stéttarfél- öguni. Hins vegar geti starfsinat komið að miklu gagni ef launakerfið breytist og launaákvarðanir færist í meira mæli til einstakra stofnana. Þetta er m.a. ástæða þess að sænskir hjúkrunarfræðingar hinda jafnmiklar vonir við starfsmat og raun er því þeir búa við launakerfi þar sem laun hvers félagsinanns ráðast eingöngu í samningum á viðkomandi vinnu- stað. Kostir og gallar kerfisbiuidins starfsmats Mikið hefur verið rætt og ritað um kosti og galla á að nota kerfisbundið starfsmat til launaákvarðana og sýnist sitt hverjum. Þeir sem tala fyrir því benda m.a. annars á þá staðreynd að með notkun á kerfis- bundnu starfsmati sé hægt að samræma launaröðun innan fyrirtækja/stofnana og gera allar launaákvarð- anir sýnilegri. Einnig benda þeir á það að með kyn- hlutlausu starfsmati sé unnt að bera saman verðmæti ólíkra starfa, t.d. hefðbundinna karla- og kvenna- starfa, og með því sé einnig unnt að taka tillit til og meta ýmsa þætti í störfum kvenna sem hefur verið horft fram hjá og hafa hingað til verið vanmetnir bæði af konum og körlum. Þeir sem tala gegn notkun á kerfisbundnu starfsmati til launaákvarðana benda m.a. á þá staðreynd að þó að kerfisbundið starfsmat hafi á sér yfirbragð vísinda fylgi því alltaf töluvert huglægt mat, að með starfsmati séu menn að leita að hinum eina sannleika sem sé í raun og veru ekki til. Framkvæmd á kerfisbundnu starfsmati sé einnig Jiung í vöfum og kostnaðarsöm og ef framkvæmdinni er á einhvern hátt ábótavant þá verði niðurstöðurnar ekki áreiðanlegar. Einnig hefur verið bent á að lík- legt sé að kerfisbundið starfsmat vanmeti störf há- skólamenntaðra starfsmanna vegna Jiess að það sem einkenni störf háskólamanna fremur en annarra sé krafa um hæfni, viðhorf, hugarfar og frammistöðu einstaklingsins frekar en krafa um |>að að leysa ákveðin verkefni. Kerfisbundið starfsmat mælir hins vegar ekki hæfni einstakra starfsmanna heldur að- eins þær kröfur sem starfið gerir til Jiess sem leysir Jiað af hendi. Getur starfsmat nýst hjúknmarfræðingum í baráttu fyrir bættum kjörum? Við Jiessari spurningu er ekkert einhlítt svar. Ymis- legt bendir Jió til Jiess að Jiekking og notkun á starfs- mati í einni eða annarri mynd muni Jjegar til lengd- ar lætur nýtast hjúkrunarfræðingum í Jjeirra kjara- baráttu. Starfsmat getur t.d. hjálpað hjúkrunarfræð- ingum að meta sín eigin störf og Jjannig styrkt Jjá í baráttu sinni fyrir bættum kjörum. Einnig er hugsan- legt að nota starfsmat sem tæki til að bera saman ólík stöi-f, t.d. þegar jafnlaunamál eru rekin fyrir dóm- stólum. Ef launaákvarðanir færast í meira mæli frá miðstýrðum kjarasamningum til stofnana og fyrir- tækja þá kann að vera nauðsynlegt að hafa kerfi til að meta ólík störf innan sömu stofnunar. Starfsmat sem tæki til launaákvörðunar er Jjó ýmsum vankönt- um háð eins og komið hefur fram hér að framan og Jjví ættu menn ekki að binda of miklar vonir við það að í starfsmati sé að finna einhverja varanlega lausn á launamuni kynjanna. Vigdís Jónsdóttir, hagfrœðingur Félags íslenskra hjúkrunarfrœðinga Ármúla 8 • 108 Reykjavík • 588 9000 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐING A 2. TBL. 73. ÁRG. 1997 111

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.