Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Síða 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Síða 61
 NYJUNG Akureyri Fyrstur hringir,, fyrsturfær Orlofssjóður Félags íslenskra hjúknmarfrædinga hefur tekið á leigu 3ja herhergja íbúð að Furulundi 8d á Akureyri í eitt ár. í hjónaherbergi nieð tvíbreiðu rúmi, annað svefuherbergi með koju og tvær dýnur, alls 6 svefnstæði, stofa, eldhús og baðherbergi með sturtu. Sömu leiguskilmálar gilda og fyrir íbúðina í Reykjavík og í Mosfellsbæ. Upplýsingar ern gefnar á skrifstofunni í síma S68 7S7S. Orlofsfé: Lágmarksupphæð orlofsfjár / orlofsframlag: Lágmarksupphæð orlofsfjár / orlofsframlag er greidd þeim starfsmönnum sem vinna eingöngu dagvinnu eða vinna mjög litla álags- og yfirvinnu. Samkvæmt kjarasamningi hjúkrunarfræðinga frá 1. janúar 1996 er lágmarksupphæð orlofsfjár 7.558 kr. Þessi upphæð á eftir að breytast þegar gerður hefur verið nýr kjarasamningur. Þeir sem vinna álags- og yfirvinnu fá orlofsfé af þeirri vinnu sem hér segir: Prófaldur innan við 10 ár 10,17% Við 10 ára prófaldur eða 40 ára aldur 11,59% Við 18 ára prófaldur eða 50 ára aldur 13,04% Orlofsfé er lagt inn á póstgíróreikning eða hanka- reikninga og greitt út eftir lok orlofsárs. Orlofspró- sentan kemur yfirleitt ekki fram á launaseðli svo fylgjast þarf með því að hún sé rétt. Orlofsupphót Hinn 1. júní ár hvert skal greiða starfsmönnum sem eru í starfi 30. apríl næst á undan orlofsuppbót, 8.000 kr. sem miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfstíma og starf- shlutfall. Ef starfsmaður hefur látið af störfum og hafið töku eftirlauna á orlofsárinu á hann að fá grei- dda orlofsuppbót hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall. Sama gildir ef starfsmaður lætur af störfum eftir a.m.k. 5 mánaða samfellt starf á orlof- sárinu. Lenging á sumarorlofi Um lengingu á sumarorlofi segir í grein 4.4.3 í kjara- samningi: „Sé orlof eða hluti orlofs tekið eftir að sumarorlofs- tímabili lýkur, skol sá hluti orlofsins lengjast um fjórðung. Sama gildir um orlof sem tekið er fyrir sumarorlofstímabil samkvœmt beiðni stofnunar.“ Að gefnu tilefni er ástæða til að benda á eftir- farandi varðandi lengingu á sumarorlofi: Lenging á orlof sem tekið er eftir sxunarorlofstímahil: Orlof lengist alltaf ef það er tekið eftir að sumaror- lofstímabili lýkur, þ.e. eftir 30. septemher, og gildir þá einu hvort vinnuveitandi bað viðkomandi starfs- mann um að fara í orlof á þeim tíma eða ekki. Lenging á orlof sem tekið er fyrir sumarorlofstímahil: Orlof, sem tekið er fyrir sumarorlofstímabil, lengist aðeins ef vinnuveitandi hiður viðkomandi starfsmann um að fara í orlof áður en sumarorlofstímabil hefst, þ.e. fyrir 15. maí. Vigdís Jónsdóttir, hagfrœðingur TÍMARIT HIÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997 125

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.