Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Blaðsíða 56
Vigdís Jónsdóttir, hagfrœðingur Félsgs íslenskra hjúkrunarfrœðinga
Laun hjukrimarfræðinga
og nokkurra annarra hópa háskólamanna í þjónustu ríkisins
töflunni hér á eí’tir eru borin saman laun hjúkr-
unarfræðinga og laun nokkurra annarra hópa há-
skólamanna í starfi hjá ríkinu. Upplýsingarnar eru
fengnar úr hefti Kjararannsóknarnefndar opinberra
starfsmanna (KOS). Tölurnar eru meðaltalstölur fyr-
ir fyrstu 6 mánuði ársins 1996. I þessum hópum eru að-
eins þeir starfsmenn ríkisins sem fá laun sín afgreidd
frá starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins.
1 töflunni má sjá að hjúkrunarfræðingar hafa held-
fræðingar og fleiri hafa u.þ.b. helmingi liærri
yfirvinnugreiðslur en hjúkrunarfræðingar. Niður-
staðan af því að skoða tölur sem þessar, í samhengi
við þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á launa-
mun kynjanna, er sú að opinberir atvinnurekendur
mismuna starfsmönnum sínum gróflega í launum
m.a. á grundvelli kynferðis. Hjúkrunarfræðingar og
aðrir hópar kvenna í ríkisþjónustu verða því að
krefjast tafarlausrar leiðréttingar á þessurn mismuni.
Starfshópar Taxtalaun Yfirvinna Önnur laun Hcildarlaun Yfirvinna scni % af taxtalaununi
Grumiskólakemiarar (KÍ) 98.487 kr. 30.599 kr. 1.465 kr. 130.551 kr. 31,1%
Iljúkrunarfræðingar 109.642 kr. 36.265 kr. 15.218 kr. 161.12S kr. 33,1%
Ýmsar aörar hcilbr.stcttir (1) 107.180 kr. 40.467 kr. 8.098 kr. 155.745 kr. 37,8%
Mcöallal Bandal. háskólam. 11 1.348 kr. 56.900 kr. 5.994 kr. 1 74.242 kr. 51,1%
Náttúrufræðingar og flr. (3) 114.009 kr. 59.295 kr. 4.562 kr. 177.866 kr. 52,0%
Viðskiptafr., lögfr. og flr. (2) 1 13.156 kr. 67.505 kr. 5.483 kr. 186.144 kr. 59,7%
(1) Sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfarar, félagsráðgjafar, meinatæknar og röntgentæknar
(2) Viðskiptafræðingar, lögfræðingar, fcIagsvísiiHlainenu og háskólainenntaðir starfsmenn stjórnarráðsins.
(3) Náttúrufræðingar, arkitektar, matvæla- og næringarfræðingar og fréttamenn.
ur lægri taxtalaun og heildarlaun að meðaltali en marg-
ir aðrir hóp^ar innan Bandalags háskólamanna. Einnig
sést vel í þessari töflu að yfirvinna sem hlutfall af
taxtalaunum er lægst hjá hjúkrunarfræðingum og
grunnskólakennurum. Aðrir liópar, s.s. viðskipta-
fræðingar, lögfræðingar og náttúrufræðingar, hafa
mun hærri yfirvinnugreiðslur. Þetta er athyglisvert
að skoða því ljóst er að mikið vinnuálag er á hjúkr-
unarfræðingum á flestum heilbrigðisstofnunum og að
hluti yfirvinnugreiðslna til hjúkrunarfræðinga er
greiðsla fyrir vinnu á sérstökum frídögum og stórhá-
tíðadögum.
Rannsóknir, sem gerðar hafa verið á launamun
karla og kvenna undanfarin ár, hafa allar leitt í ljós
að stóran hluta af launamismun kynjanna iná rekja
til þess að karlar fá oftar og mun hærri yfirborganir
en konur. Þannig hafa líka starfsstéttir, þar sem
karlar eru í meirihluta, mun meiri yfirborganir en
starfsstéttir sem eru að meirihluta til skipaðar kon-
um, s.s eins og hjúkrunarfræðingar og grunnskóla-
kennarar. I töflunni hér að ofan sést að starfshópar
eins og viðskiptafræðingar, lögfræðingar, náttúru-
Yfirleitt hefur ekki verið samið um yfirborganir,
t.d. í formi fastra óunninna yfirvinnutíma, í kjara-
samningi milli stéttarfélags og atvinnurekenda. Hver
og einn starfsmaður hefur væntanlega samið um
þessar yfirborganir við sína yfirmenn. I síðasta tölu-
blaði Tímarits hjúkrunarfræðinga tók formaður
félagsins dæini um launamismun milli starfshópa á
heilbrigðisstofnunum þar sem hjúkrunarfræðingar
voru einu starfsmennirnir í ákveðnu verkefni sem
voru ekki með fasta yfirvinnutíma í sínum ráðningar-
samningi. Tölurnar í töflunni hér að ofan gefa tilefni
til að ætla að dæmi sem þessi séu í raun injög mörg.
Því er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar séu vel
meðvitaðir um kjör sín og hver og einn hjúkrunar-
fræðingur krefjist hærri launa sér til handa inni á
sínum vinnustað. Samtakamáttur hjúkrunarfræðinga
er einnig mjög mikilvægur í þessu sambandi og hefur 1
hann oft skilað hjúkrunarfræðingum kjarabótum og
má í því sambandi minna á launahækkanirnar sem
urðu í kjölfar uppsagna hjúkrunarfræðinga á
Ríkisspítölum snenuna árs 1993.
120
TIMARIT HIÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997