Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Blaðsíða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Blaðsíða 56
Vigdís Jónsdóttir, hagfrœðingur Félsgs íslenskra hjúkrunarfrœðinga Laun hjukrimarfræðinga og nokkurra annarra hópa háskólamanna í þjónustu ríkisins töflunni hér á eí’tir eru borin saman laun hjúkr- unarfræðinga og laun nokkurra annarra hópa há- skólamanna í starfi hjá ríkinu. Upplýsingarnar eru fengnar úr hefti Kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna (KOS). Tölurnar eru meðaltalstölur fyr- ir fyrstu 6 mánuði ársins 1996. I þessum hópum eru að- eins þeir starfsmenn ríkisins sem fá laun sín afgreidd frá starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. 1 töflunni má sjá að hjúkrunarfræðingar hafa held- fræðingar og fleiri hafa u.þ.b. helmingi liærri yfirvinnugreiðslur en hjúkrunarfræðingar. Niður- staðan af því að skoða tölur sem þessar, í samhengi við þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á launa- mun kynjanna, er sú að opinberir atvinnurekendur mismuna starfsmönnum sínum gróflega í launum m.a. á grundvelli kynferðis. Hjúkrunarfræðingar og aðrir hópar kvenna í ríkisþjónustu verða því að krefjast tafarlausrar leiðréttingar á þessurn mismuni. Starfshópar Taxtalaun Yfirvinna Önnur laun Hcildarlaun Yfirvinna scni % af taxtalaununi Grumiskólakemiarar (KÍ) 98.487 kr. 30.599 kr. 1.465 kr. 130.551 kr. 31,1% Iljúkrunarfræðingar 109.642 kr. 36.265 kr. 15.218 kr. 161.12S kr. 33,1% Ýmsar aörar hcilbr.stcttir (1) 107.180 kr. 40.467 kr. 8.098 kr. 155.745 kr. 37,8% Mcöallal Bandal. háskólam. 11 1.348 kr. 56.900 kr. 5.994 kr. 1 74.242 kr. 51,1% Náttúrufræðingar og flr. (3) 114.009 kr. 59.295 kr. 4.562 kr. 177.866 kr. 52,0% Viðskiptafr., lögfr. og flr. (2) 1 13.156 kr. 67.505 kr. 5.483 kr. 186.144 kr. 59,7% (1) Sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfarar, félagsráðgjafar, meinatæknar og röntgentæknar (2) Viðskiptafræðingar, lögfræðingar, fcIagsvísiiHlainenu og háskólainenntaðir starfsmenn stjórnarráðsins. (3) Náttúrufræðingar, arkitektar, matvæla- og næringarfræðingar og fréttamenn. ur lægri taxtalaun og heildarlaun að meðaltali en marg- ir aðrir hóp^ar innan Bandalags háskólamanna. Einnig sést vel í þessari töflu að yfirvinna sem hlutfall af taxtalaunum er lægst hjá hjúkrunarfræðingum og grunnskólakennurum. Aðrir liópar, s.s. viðskipta- fræðingar, lögfræðingar og náttúrufræðingar, hafa mun hærri yfirvinnugreiðslur. Þetta er athyglisvert að skoða því ljóst er að mikið vinnuálag er á hjúkr- unarfræðingum á flestum heilbrigðisstofnunum og að hluti yfirvinnugreiðslna til hjúkrunarfræðinga er greiðsla fyrir vinnu á sérstökum frídögum og stórhá- tíðadögum. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið á launamun karla og kvenna undanfarin ár, hafa allar leitt í ljós að stóran hluta af launamismun kynjanna iná rekja til þess að karlar fá oftar og mun hærri yfirborganir en konur. Þannig hafa líka starfsstéttir, þar sem karlar eru í meirihluta, mun meiri yfirborganir en starfsstéttir sem eru að meirihluta til skipaðar kon- um, s.s eins og hjúkrunarfræðingar og grunnskóla- kennarar. I töflunni hér að ofan sést að starfshópar eins og viðskiptafræðingar, lögfræðingar, náttúru- Yfirleitt hefur ekki verið samið um yfirborganir, t.d. í formi fastra óunninna yfirvinnutíma, í kjara- samningi milli stéttarfélags og atvinnurekenda. Hver og einn starfsmaður hefur væntanlega samið um þessar yfirborganir við sína yfirmenn. I síðasta tölu- blaði Tímarits hjúkrunarfræðinga tók formaður félagsins dæini um launamismun milli starfshópa á heilbrigðisstofnunum þar sem hjúkrunarfræðingar voru einu starfsmennirnir í ákveðnu verkefni sem voru ekki með fasta yfirvinnutíma í sínum ráðningar- samningi. Tölurnar í töflunni hér að ofan gefa tilefni til að ætla að dæmi sem þessi séu í raun injög mörg. Því er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar séu vel meðvitaðir um kjör sín og hver og einn hjúkrunar- fræðingur krefjist hærri launa sér til handa inni á sínum vinnustað. Samtakamáttur hjúkrunarfræðinga er einnig mjög mikilvægur í þessu sambandi og hefur 1 hann oft skilað hjúkrunarfræðingum kjarabótum og má í því sambandi minna á launahækkanirnar sem urðu í kjölfar uppsagna hjúkrunarfræðinga á Ríkisspítölum snenuna árs 1993. 120 TIMARIT HIÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.