Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Side 62
GUÐRÚN GYÐA ÖLVISDÓTTIR
Gii5i*íiii (#yftu Olvisdóllir lauk lijúkrunarfra*óinámi árift 1976 o" frainlialdsnámi í lyf- «g liandkrknislijnkriiii árift 1980. Stnndaöi fjarnám
vió llamlíöa- «g myndlistaskólann 1988 «g kvöl(lnámsk(*ió hjá I Ijördísi Hrrjrsdóttnr. myndlistarkrnnara árin 1992 - 1994.
Verndim
4
jarðar
s
/nóvembermánuði 1996 hélt undirrituð myndlist-
arsýningu í Deiglunni á Akureyri með yfirskrift-
inni „Verndun jarðar“. Sýningin gekk mjög vel í
alla staði, fólk sýndi bœði myndunum og málefninu
áhuga. Sýningin verður endurtekin í Tjarnarsal
Ráðliúss Reykjavíkur 20. - 30. september 1997.
Hugleiðing mín í sýningarskrá var: ,,Tilefni þess-
arar sýningar er að vekja athygli á mikilvœgi þess að
við séum hvert og eitt okkar vakandi fyrir verndun
jarðarinnar. Með verndun jarðar er mikilvœgt að við
tökum með alla líffrœðilega og jarðfrœðilega þœtti,
beitum þeirri þekkingu, sem við búum yfir, og sam-
einum í hugtakinu „Verndun jarðar“.
Vemdun jarðar er mildlvæg imdirstaða
heilbrigðis
Alþjóðaheilbrigöismálastofnunin (WHO) hefur sett
fram markmið um heilbrigði fyrir alla árið 2000.
Auknu fé er varið til heilsugæslu og lögð áhersla á að
fyrirbyggja sjúkdóma með fræðslu og að greina sjúk-
dóma á byrjunarstigum.
Rannsóknir síðari ára liafa stóraukið alla vísinda-
þekkingu og sýnt okkur fram á hve liflíeðjan í heild
er tengd innbyrðis. Því er tími til kominn að við
skoðum líf okkar í víðara samhengi og höldurn vöku
okkar fyrir þeim áhrifum sem umgengni okkar við
umhverfið hefur á líf okkar.
Stundum er talað um höfuðskepnurnar fjórar;
jörðina, eldinn, loftið og vatnið. Jörðin er dvalar-
staður okkar, sá eini sem við höfum. Eldurinn úr iðr-
um jarðar og frá geislum sólar gefur okkur birtu,
orku og yl. Inngeislun og útgeislun jarðar þarf að
standast á svo að hitastig haldist í jafnvægi. Viðbót-
arhiti frá kolum, olíu, jarðgasi og kjarnahvörfum
getur raskað þessu jafnvægi.
Loftið, sem umlykur jörðina, ver okkur fyrir stór-
felldum hitasveiflum, skaðlegum og banvænum geisl-
um utan úr geimnum. Mikilvægt er að við stuðlum að
hreinu lofti með ræktuu jarðar og fosum ekki eitrað-
ar loftegundir út í andrúmsloftið.
Vatnið er forsenda lífs á jörðinni og manninum
jafn mikilvægt og súrefnið. Við notum það til drykkj-
ar, við matseld og þvotta en einnig til orkuframleiðslu
og upphitunar. Mengun vatns, oftast vegna losunar
ýmissa efnablandna og geislavirkra úrgangsefna í sjó
og jarðveg, veldur oft og tíðum alvarlegum sjúkdóm-
um og dauða.
Sjúkdómar af völdum mengunar eru margvíslegir,
s.s. ýmiss konar útbrot, öndunarfærasjúkdómar,
sveppa- og salmonellasýkingar, krabbamein, fóstur-
skaðar og ófrjósemi. A síðari árum hafa vísindainenn
bent á að manngerð efni, sem líkja eftir virkni líf-
rænna boðskiptaefna, geta ruglað líkamsstarfsemi líf-
vera. Onnur þrávirk lífræn efni brotna seint niður í
náttúrunni.Talið er að maðurinn hafi búið til yfir 10
milljón efnasambönd sem mörg hver hafa auðveldað
okkur lífið en sum reynst skaða náttúruna, t.d. efni
sem eyða ósonlaginu.
Við getum státað af því að Island er tiltölulega
hreint land miðað við mörg önnur lönd og kemur þar
til að við erum fámenn og búum fjarri þéttbýlum
löndum. Þó má ekki gleyma að þrávirk lífræn efni
eru flest rokgjörn og geta borist langar leiðir í loft-
inu. Þannig getur mengun borist langt að hingað til
lands. Þetta sýnir okkur að við þurfum ekki aðeins
126
TI'MARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997