Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Blaðsíða 64

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Blaðsíða 64
(í* Vinnuvernd í verki Hjúknmarfræðmgur hjá Vegagerð ríklsins í Norður-Noregi 1. júní 1996 hóf ég störf sem hjúkrunarfræðingur hjá norsku vegagerðinni í Nordlandsfylki. Aðalskrifstof- an er í Bodö. Nordlandsfylki er langt og mjótt, nær frá Norður-Þrændalögum til Finnmerkur. Ibúar eru um 242.000 í 45 sveitarfélögum. Vegagerðin hefur um 17 stöðvar í fylkinu. Starfsmenn eru um 900. Vega- gerðin hefur eigin starfsmannaheilsuvernd og þar starfa 2 hjúkrunarfræðingar og einn læknir. Heilsu- vernd starfsmanna er annar af tveimur þáttum í „verne og helsetjeneste“ innan fyrirtækisins. Stjórn- skipulega heyrir hún beint undir forstjóra. Heilsu- vernd starfsmanna á að vera hlutlaus ráðgjafi for- stjóra til að ná markmiðum sem hann setur fram í ársáæthm sinni varðandi HMS (helse-miljö og sekkerhet) sem fyrirtækinu er skylt að sinna sam- kvæmt norsku vinnuverndarlöggjöfinni. Arsáaítlun HMS-hópsins er lagt fyrir forstjóra og öryggisnefnd fyrirtækisins til samþykktar. Heilsuvernd starfsman- na skal einungis vera fyrirbyggjandi og engin meðferð er veitt. Persónuvipplýsingar eru eign fyrirtækisins og sér heilsuverndin um að varðveita þær. Tryggt er að atvinnurekandi hefur ekki aðgang að skrám þess- um nema með samþykki starfsmanna. Hér eru mjög strangar reglur um varðveislu sjúkraskrár og hvað þar fær að standa. T.d. er ekki heimilt að skrá þar upplýsingar um lífsstíl, s.s. reykingar og áfengis- notkun. Ekki er heimilt að krefja starfsmann um upplýsingar og orsök veikindafjarvista. Starfsmaður getur gefið upp orsök að eigin frumkvæði. Pví kemur ekki fram í „statistikk“ hver orsök fjarvista er. Alesund. ^ J j Starfsvettvangur heilsuvemdar starfsmanna Starfsvettvangurinn er mjög breiður. Þriðja bvert ár er haft 1 klst. viðtal við hvern starfsmann og skilar hann inn litfylltuin spurningalista. Hann er síðan notaður til að kortleggja áhættuþætti í vinnuum- hverfi á heilbrigði starfsmanna. Heilsufarsskoðanir eru einungis framkvæmdar ef frain kemur grunur um að einkenni þau, sem starfsmaður segir frá, megi rekja til starfs hans eða vinnuumhverfis. Sameigin- legur fundur er með starfsmönnum einu sinni á ári. Þar er farið í gegnum hvað og hvernig unnið hefur verið með niðurstöður síðustu kortlagningar. Veitt er ráðgjöf við kaup á ýmiss konar verk- færum, skrifstofuhúsgögnum, breytingu á vinnusvæði o.s.frv. Kristianssand Haldin eru námskeið m.a. í skyndihjálp og vinnu- vistfræði. Stjórnendum og starfsmönnum er veitt áfallahjálp í kjölfar alvarlegra vinnuslysa eða nátt- úruhamfara, t.d. skrifðufalla. Unnið er markvisst að vímuefnavörnum innan fyrirtækisins en fyrirtækið hefur ákveðnar vinnureglur um hvernig bregðast skuli við ef starfsmaður verður uppvís að vímu- efnanotkun í vinnunni (áfengi og misnotkun á lyfjum meðtalið). Starfsmaður á rétt á að velja sér stuðn- ingsmann úr röðum starfsfélaga. Þessi stuðningsmað- ur fær ráðgjöf og aðstoð frá heilsuverndinni. Allt er reynt áður en starfsmanni er sagt upp starfi. Einnig er unnið með þætti eins og samstarfserfiðleika, einelti og áreitni á vinnustað. Fylgt er eftir langtímaveikindafjarvistuin. Sam- kvæmt lögum skal liaft samband við starfsman þegar hann liefur verið frá vinnu í 8 vikur. Aðstoða stjórn- endur og starfsmenn við að framkvæma nauðsynlegar umbætur á vinnustað svo starfsmaðurinn geti komið sem fyrst til starfa aftur. Stundum þarf að finna nýjan starfsvettvang fyrir starfsmann ef hann getur ekki vegna sjúkdóms eða slyss snúið til síns fyrra starfs. Starfsemi vegagerðarinnar er injög fjölbreytt. Þetta er því ekki einn eða einlitur vinnustaður. Auk þess að leggja vegi, smíða brýr og grafa jarðgöng og halda þessuni mannvirkjum við, sér vegagerðin um bifreiðaskoðun, útgáf ökuskírteina, ökupróf, rann- sóknir á umferðarslysum, mat á umferðarþunga og öryggi vegfarenda. Þar starfa einnig jarðvísinda- menn, tæknifólk, hönnuðir, lögfræðingar og lands- lagsarkitekt. HMS teymið er á ferð og llugi á milli vinnustaða og hópa og vinnur starf sitt þar. I aðal- stöðvunum er tímanum aðallega varið til skráningar og skýrslugerðar. Þetta er Jiví mjög fjölbreytt, sjálf- stætt og gefandi starf. Ég hef á liðnum árum aflað mér nokkurrar reynslu á sviði heilsuverndar starfs- manna. Niðurstaða mín er sú að áhrifaþættir á heil- brigði starfsmanna eru í stórum dráttum þeir sömu áháð við hvað þeir vinna. Grunnurinnn er sá sami. Þarfir fólks eru svipaðar og sigrar og ósigrar Jieir sömu. Umgjörðin er bara svolítið öðruvísi, tungu- málið annað og við bætast þættir sem eru sérstakir fyrir hvern hóp fyrir sig. Vandamál stjórnenda og atvinniirekenda ern einnig þau sömu. Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera ineð þekkingu, þroska og mann- virðingu eina saman í farteskinu. Guðmunda Sigurðardóttir 128 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.