Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Page 4

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Page 4
FORMANNSPISTILL Hlutverk stéttarfélaga Ásta Möller ✓ /þessu tölublaði Tímarits hjúkrunarfrœðinga er haldið áfram umfjöllun um úttekt Félags ís- lenskra hjúkrunarfrœðinga um ofbeldi gagnvart starfsfólki á heilbrigðis- og meðferðarstofnunum, en í síðasta tölublaði tímaritsins var kynnt samantekt á niðurstöðum könnunar sem félagið lét gera um þetta efni í samvinnu við Starfsmannafélagið Sókn og Starfsmannafélag ríkisstofnana. Niðurstöður athugunar félaganna hafa verið kynntar stjórnvöldum, þ.á m. við- komandi ráðherrum og stjórnendum stofnana. Ohœtt er að segja að niðurstöðurnar hafa vakið athygli og nú þegar hefur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipað nefnd á vegum ráðuneytisins sem á m.a. að setja fram stefnu heilbrigðisyfirvalda um, hvernig á að taka á slíkum málum innan heilbrigðiskerfisins, m.a. forvörnum og frœðslu til að fyrirbyggja ofbeldi, skráningu og úrvinnslu ofbeldisatburða. Þá má ekki gleyma einum mikilvœgasta hluta þessa verkefnis, en það er að setja reglur um hvernig á að bœta starfsmanni skaða sem hann hefur orðið fyrir vegna ofbeldisverka. Sú vinna er í fullum gangi og niðurstöðu að vœnta innan tíðar. Samvinna þessarra þriggja stéttarfélaga sem eru aðilar að þremur mismunandi heildar- samtökum er einstök. Stjórnir félaganna tóku ákvörðun um að vinna saman að því að skrá og skilgreina með vísindalegum aðferðum vaxandi vandamál á vinnustöðum félagsmanna sinna og kalla stjórnvöld og stjórnendur stofnana til ábyrgðar til að taka á vandanum. Það er afar mikilvœgt að stéttarfélögum sé fjárhagslega mögulegt að nota slíkar aðferðir til að vinna að bœttum kjörum og bœttum vinnuaðstœðum félagsmanna sinna. Það hefur t.d. verið mikið áhugamál ujidirritaðrar að gera athugun á auknu vinnuálagi heilbrigðisstarfsfólks undan- farin ár. Hjúkrunarfrœðingar og fleiri heil- brigðisstarfsmenn hafa bent á þessa staðreynd og hefur hún m.a. verið studd af niðurstöðum sjúklingaflokkunar á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík, athugun Félags íslenskra hjúkrunar- frœðinga á aukningu á álagi í heimahjúkrun heilsugœslustöðva og með niðurstöðum athugu- nar landlœknis um aukningu á veik- indafjarvistum starfsfólks á bráðadeildum sjúkrahásajina í Reykjavík. Það er vissulega hlutverk félagsijis að gœta hagsmuna félagsjnaji- na í hvívetJia, og þar eru vijinuaðstœður stór hluti. Það er mjög œskilegt að félagið lialdi áfrajn á þeirri braut sejn mörkuð var af ofbeld- iskönnuninni. Þó starfsejjii félagsms markist œtíð af því fjármagni scjji er til ráðstöfunar hverju sinni, og könnun sem þessi útheimti mikið fé, þá kojjia túnar kojjia og kojna ráð. & Sauðárkróks Apótek Hólavegi 16, Sauðárkrók Sími: 453-5336 Fax: 453-6784 & Holts Apótek Álfheimum 74, Glæsibæ, sími 553-5212 Opið: mánud. - föstud. kl. 09.00-19.00 og laugardaga kl. 10.00-16.00 68 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.