Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Qupperneq 19
Mikilvægast að vita
hvað maður vill læra
Viðtal við dr. Ivo Abraham
/vo Abraham var sérstakur gestur við opnun
rannsóknarstofnunar í lijúkurnarfrœði við Há-
skóla Islands í maí sl. Hann er belgískur að œtt og
uppruna, prófessor við háskóla í Bandaríkjunum og
í Belgíu. Hajin er þekktur fyrir rannsóknir sínar á
sviði öldrunar ogfyrir hugmyndir sínar um umsjón-
arhjúkrun (case management). Viðtal við hann
birtist í Morgunblaðinu 8. maí sl. þar sejn hann lýsir
rannsóknum síuujji og hugmyndum nokkuð.
Ivo Abraham lauk þriggja ára námi í geðhjúkrun
frá kaþólska háskólanum í Leuven í Belgíu. Það fékk
hann metið sem jafngildi B.Sc. gráðu í Háskólanum í
Michigan Bandaríkjunum þar sem hann stundaði
meistaranám. Meðan á náminu stóð var hann hvattur
til að lialda áfram og ljúka doktorsprófi sem hann
gerði árið 1984. Doktorsritgerð hans fjallaði um
klíníska ákvarðanatöku hjúkrunarfræðinga. Nii
starfar hann hæði við Virginiaháskóla í Bandaríkjun-
um og kaþólska háskólann í Leuven í Belgíu. Hann er
belgískur ríkisborgari en býr ásamt fjölskyldu sinni í
Bandaríkjunum. Konan hans, sem er með MS gráðu í
geðhjúkrun, hvíhr sig sem stendur á hjúkrun og
vinnur sem aðstoðarkennari við skóla barnanna
þeirra tveggja.
Hér á landi eru karlmenn í hjúkrunarstétt fremur
fáir. I Belgíu mun vera algengara að karlmenn leggi
fyrir sig lijúkrun. Fjórðungur þeirra sem luku námi
með Ivo Abrahain voru karlmenn og hann segir að í
Belgíu séu 12 - 15% allra lijúkrunarfræðinga karl-
menn. Þegar hann kom til Bandaríkjanna liorfði
öðruvísi við og hann segist hafa orðið hissa á að upp-
götva ríkjandi viðhorf til karla í faginu þar. „Eg bjó
hjá vinafólki foreldra minna í Michigan. Eitt sinn
voru þau með stóra veislu og þar hitti ég margt fólk.
Ég sagði stoltur frá því að ég hefði fengið inngöngu í
hjúkrun við háskólann á staðnum. Fólkið horfði
undarlega á mig og sýndi því htinn áhuga. Seinna
fékk ég þá skýringu hjá heimilisfólkinu að almennt
ríktu þær hugmyndir um karlmenn í hjúkrun í
Bandaríkjunum að þeir væru samkynhneigðir. Þetta
þekkti ég ekki frá Belgíu.“
Meðal hjúkrunarfræðinga eru gæðabundnar rann-
sóknir að ryðja sér til rúms og sýnist sitt hverjum um
ágæti þeirra í samanburði við hefðbundnar magn-
bundnar rannsóknir. Ivo Abraham hefur unnið mik-
ið af rannsóknum á sviði öldrunarþjónustu sérstak-
lega á þörfum fólks með Alzheimiersjúkdóminn.
Ilann var spurður um álit á mismunandi rannsókn-
araðferðum í hjúkrun.
„Ég hlaut þjálfun í inagnbundnum rannsóknum,“
sagði hann. Eg hef hins vegar verið svo heppinn að
vinna með og þiggja leiðsögn rannsakanda sem er sér-
fræðingur í gæðabundnum rannsóknum. Eg hef lært
mikið af því. Val á rannsóknaraðferð þarf að byggj-
ast á eðli þess sem er verið að rannsaka og livað við
vitum um það fyrir. Hvernig getum við best aflað
þeirra upplýsinga sem við erum að sækjast eftir?
Gæðabundnar rannsóknir eru meira lýsandi, magn-
bundnar meira framkvæmdamiðaðar. Gæðabundnar
rannsóknir geta verið gagnlegar til að auka skilning á
því sem verið er að skoða. Það er því atriði að nota
báðar aðferðirnar eftir því sem þörf krefur og við á
hverju sinni. Við getum tekið sorg sem dæmi. Það er
erfitt að rannsaka sorg á magnbundinn hátt. Það
þarf að gera með hluttekningu þannig að útkoman
verði upplýsandi og þar eiga gæðabundnar rann-
sóknir betur við.“
Ivo hefur aðallega gert magnbundnar rannsóknir
sjálfur en ef liann hnýtur um eitthvað, sem hann
getur ekki skýrt með aðstoð jteirra, grípur hann til
gæðabundinna aðferða og fær þá aðstoð sérfræðinga í
þeim. Hann nefnir líffæraígræðslu sem dæmi. Hvers
vegna tekur sumt fólk lyf í langan tíma samkvæmt
TÍMARIT HIÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997
155