Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Side 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Side 26
Systir Hildegard á fdrum Með fáeinum orðum langar mig að kveðja og minnast mætrar konu, hjúkrunarfræð- ings og fyrrverancli forstöðukonu Landakotsspítala, sem nú kveður land okkar eftir áralangt fórn- fúst starf í Jtágu allra lands- manna. Systir Hildegard er á förum til að eyða ellinni í Dan- mörku eftir rúmlega 40 ára starf í l>águ okkar Islendinga. Fjöldi fólks sendir bestu kveðjur. Hún var í fararbroddi fyrir mörgum nýjungum í hjúkrun og rekstri spítala m.a. kennslu sjúkrabða og ég veit að Jjeir bópar sem útskrifuðust á Landakoti hugsa til hennar með þakklæti og virðingu. Margir læknanemar hlutu sín fyrstu kynni af sjúkl- ingum fyrir hennar atbeina, þeir komu til sumarvinnu, og kynntust sínu framtíðarstarfi frá öðrum sjónarhóli, sem hefur örugglega ekki gert J)á að verri læknum. Lengi mætti telja upp hve lirræðagóð lnin var og hve skarplega hún vann úr hinum ýmsu vandamálum sem alltaf koma upp á „stórum“ stofnunum. Ekki má gleyma andrúmsloftinu sem ríkti á Landakoti meðan hún og forveri hennar, Systir Genoveva, voru við stjórn. Það ríkti friður, kyrrð og hljóðlát vinnusemi. Enginn skarkali var frá sjálfssölum, sjónvarpi né öðru sem eru svo áberandi friðarspillar á sjúkrahús- um nú á tímum. Systir Hildegard stóð fyrir byggingu nýjasta hluta Landakots og tók hverja deildina á fætur annarri í notkun, undirhjó allt í skúffur og skápa og bjó upp öll sjúkrarúm ásamt einni hjúkrunarkonu sem stóð svo dagvaktina og hún kvöldvaktina þegar hver deild opnaði. „Gamli spítali“ var svo rifinn þegar allar hæðir voru tilbúnar á þeim nýja. Þetta var spenn- anch og þroskandi tími. Að vhma með svo fráhærri konu og leiðheinanda, nýkomin úr námi, var mikils virði. Ekki skal gleyma öllum systrunum sem störfuðu með Systir Hildegard. Hún kom með ferskan blæ, ýmsar nýj- ungar og aðra hugsun í hjúkrun. Systurnar tileink- uðu sér hreytt viðhorf sem leicldi til hetri hjúkrunar. Eg og margir í hjúkrunargeiranum sendum | >ér systir Hildegard innilegar þakklætis- og vináttu- kveðjur, með ósk um að þú eigir gott ævikvöld í faðmi vina og systra. Með virðingu Erla Oskarsdóttir, hjúkrunarfrœðingur Pascal yíirdýnur - þægileg bylting Pascal yfirdýnur - sniðnar að þöríum hvers og eins Pascal yfirdýnan veitir þægindi sem maður gat aðeins látið sig dreyma um áður, - sveigjanleika og frelsi sem aldrei fyrr. Pascal yfirdýnan hefur þrjú stuðningssvæði, sem hlúa að þörfum hinna ýmsu hluta líkamans á algjörlega nýjan hátt. Ekki er lengur nauðsyn að velja dýnu sem er öll stíf, millistíf eða mjúk. Nú getur þú hannað nákvæmlega rúmið sem hentar þér. Ekki þarf að kaupa nýtt rúm, það nægir að setja Pascal yfirdýnu á qamla, qóða DUX rúmið. Hér sést hvernig Pascal yfirdýnan tryqqir hverjum og einum fullkomna hviíd, þótt sofið sé í tvíbreiðu rúmi. Hann vill hafa mjúkt undir höfði og herðum, millistíft undir mjöðmum og stíft undir fótum. Hún vill hafa millistíft undir höfði og herðum, mýksta hlutann undir mjöðmunum og stíft undirfótum. Auðveldara getur ekki verið að fá tvíbreitt rúm sem hentar þeim báðum og veitir fullkomna hvíld. GEGNUM GLERIÐ Faxafeni 7 - Sími: 568 9950

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.