Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Page 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Page 27
Skýr sla stj ómar Félags íslenskra hjiíkmiiarfræðmga 1995-1997 Fjöldi félaga Skráðir félagar í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga voru 2779 talsins í árslok 1996, þar af voru 2.075 hjúkrunarfræðingar sem tóku laun skv. kjarasamn- ingi félagsins. Aðrir hjúkrunarfræðingar sem greiða félagsgjöld voru 383 talsins og eftirlaunaþegar sem ekki greiða félagsgjöld voru 321 talsins. Stjóm Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á tímabil- inu skipuðu eftirfarandi: Asta Möller, formaður Sigríður Guðmundsdóttir, 1. varaformaður Lilja Stefánsdóttir, 2. varaformaður Anna Lilja Gunnarsdóttir, gjaldkeri Hrafnhildur Baldursdóttir, ritari Jóhanna Bernliarðsdóttir, meðstjórnandi Hildigunnur Friðjónsdóttir, meðstjórnandi Hildur Helgadóttir, varamaður Hjördís Guðhjörnsdóttir, varamaður í samræmi við starfsáætlun félagsins sem var sam- þykkt á fulltrúaþingi félagsins í maí 1995 var eftirfar- andi framkvæmt á vegum félagsins. Stefna félagsins í heilbrigðis- og hj úkruiiarniáluiii Nefnd á vegum félagsins sem fékk það verkefni að gera tillögur um stefnumótun og hugmyndafræði félagsins og skilaði af sér í byrjun árs 1995. I júlí 1995 var Sesselja Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur, ráðin til að hafa yfirumsjón með þessu verk- efni. I árslok 1996 var dr. Kristín Björnsdóttir ráðin í 30% starf að verkefninu með starfsmanni félagsins, en leitað var ráðgjafar fjölmargra félagsmanna við verkefnið. Fyrir l’ulltrúaþing félagsins 1997 voru lagðar fram grunnhugmyndir. ímynd hjúknmarfræðinga sem fagmanna í heil- brigðisvísindum sem hafa hagsmuni skjól- stæðingsins að leiðarljósi Tveggja daga fagleg ráðstefna félagsins undir yfir- skriftinni Klmískar rannsóknir í hjúkrun var haldin í maí 1996 og sá fræðslu- og menntamálanefnd félags- ins um skipulagningu hennar. Kynntu fjölmargir Félagar í deilcl ellilífeyrisþega. íslenskir hjúkrunarfræðingar rannsóknir sínar, hald- in var vinnusmiðja um siðareglur hjúkrunarfræðinga og reyndir hjúkrunarrannsakendur í fræðadeild félagsins veittu ráðgjöf um rannsóknir. Fræðslu- og menntamálanefnd félagsins hefur einnig séð um und- irbúning alþjóðadags hjúkrunarfræðinga 12. maí. Hjúkrunarfræðingar tóku þátt í skipulögðum al- menningshlaupum með ráðgjöf og mælingar á lífs- mörkum og kólesteroli, auk slysahjálpar að frum- kvæði félagsins. Hefur verið haft samráð við heilsu- gæslustöðvar og viðkomandi fagdeildir hjúkrunar- fræðinga, auk þess sem tekið hefur verið upp sam- starf við Heilsueflingu og Manneldisráð um heil- brigðisráðgjöf. Stjórn félagsins hefur á starfstímabilinu veitt um- sagnir um fjölmörg frumvörp til Alþingis eða til fagráðuneyta. Félagið átti fulltrúa í einum 8 nefndum á vegum heillirigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins á starfstímabilinu. Endurskoðun á launakerfi hjúkrunarfræðinga sem hyggir á launajafnrétti kynjanna A árinu 1995 var gert samkomulag um breytingu á kjarasamningi félagsins sem gerður var 1994 með til- vísan til ákvæðis um að ef gerðar yrðu breytingar á kjarasamningum annarra félaga opinberra starfs- manna yrðu jafnframt gerðar lireytingar á kjara- samningi hjúkrunarfræðinga. Kjarasamningur fé- lagsins frá 1994 rann út 31. desemher 1995 og var TÍMARIT HjOKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997 163

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.