Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 27
Skýr sla stj ómar Félags íslenskra hjiíkmiiarfræðmga 1995-1997 Fjöldi félaga Skráðir félagar í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga voru 2779 talsins í árslok 1996, þar af voru 2.075 hjúkrunarfræðingar sem tóku laun skv. kjarasamn- ingi félagsins. Aðrir hjúkrunarfræðingar sem greiða félagsgjöld voru 383 talsins og eftirlaunaþegar sem ekki greiða félagsgjöld voru 321 talsins. Stjóm Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á tímabil- inu skipuðu eftirfarandi: Asta Möller, formaður Sigríður Guðmundsdóttir, 1. varaformaður Lilja Stefánsdóttir, 2. varaformaður Anna Lilja Gunnarsdóttir, gjaldkeri Hrafnhildur Baldursdóttir, ritari Jóhanna Bernliarðsdóttir, meðstjórnandi Hildigunnur Friðjónsdóttir, meðstjórnandi Hildur Helgadóttir, varamaður Hjördís Guðhjörnsdóttir, varamaður í samræmi við starfsáætlun félagsins sem var sam- þykkt á fulltrúaþingi félagsins í maí 1995 var eftirfar- andi framkvæmt á vegum félagsins. Stefna félagsins í heilbrigðis- og hj úkruiiarniáluiii Nefnd á vegum félagsins sem fékk það verkefni að gera tillögur um stefnumótun og hugmyndafræði félagsins og skilaði af sér í byrjun árs 1995. I júlí 1995 var Sesselja Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur, ráðin til að hafa yfirumsjón með þessu verk- efni. I árslok 1996 var dr. Kristín Björnsdóttir ráðin í 30% starf að verkefninu með starfsmanni félagsins, en leitað var ráðgjafar fjölmargra félagsmanna við verkefnið. Fyrir l’ulltrúaþing félagsins 1997 voru lagðar fram grunnhugmyndir. ímynd hjúknmarfræðinga sem fagmanna í heil- brigðisvísindum sem hafa hagsmuni skjól- stæðingsins að leiðarljósi Tveggja daga fagleg ráðstefna félagsins undir yfir- skriftinni Klmískar rannsóknir í hjúkrun var haldin í maí 1996 og sá fræðslu- og menntamálanefnd félags- ins um skipulagningu hennar. Kynntu fjölmargir Félagar í deilcl ellilífeyrisþega. íslenskir hjúkrunarfræðingar rannsóknir sínar, hald- in var vinnusmiðja um siðareglur hjúkrunarfræðinga og reyndir hjúkrunarrannsakendur í fræðadeild félagsins veittu ráðgjöf um rannsóknir. Fræðslu- og menntamálanefnd félagsins hefur einnig séð um und- irbúning alþjóðadags hjúkrunarfræðinga 12. maí. Hjúkrunarfræðingar tóku þátt í skipulögðum al- menningshlaupum með ráðgjöf og mælingar á lífs- mörkum og kólesteroli, auk slysahjálpar að frum- kvæði félagsins. Hefur verið haft samráð við heilsu- gæslustöðvar og viðkomandi fagdeildir hjúkrunar- fræðinga, auk þess sem tekið hefur verið upp sam- starf við Heilsueflingu og Manneldisráð um heil- brigðisráðgjöf. Stjórn félagsins hefur á starfstímabilinu veitt um- sagnir um fjölmörg frumvörp til Alþingis eða til fagráðuneyta. Félagið átti fulltrúa í einum 8 nefndum á vegum heillirigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins á starfstímabilinu. Endurskoðun á launakerfi hjúkrunarfræðinga sem hyggir á launajafnrétti kynjanna A árinu 1995 var gert samkomulag um breytingu á kjarasamningi félagsins sem gerður var 1994 með til- vísan til ákvæðis um að ef gerðar yrðu breytingar á kjarasamningum annarra félaga opinberra starfs- manna yrðu jafnframt gerðar lireytingar á kjara- samningi hjúkrunarfræðinga. Kjarasamningur fé- lagsins frá 1994 rann út 31. desemher 1995 og var TÍMARIT HjOKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997 163
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.