Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Síða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Síða 28
Stjórnarmenn gæddu sér á hákarli og buðu gestiim á ráðstefnu SSN iim htunn- og jafnréttismál hjáikrunar- frœðinga. undirritaður nýr kjarasamningur í lok janúar 1996 sem gilti til ársloka 1996. I nóvember 1996 hófust síðan viðræður við samninganefnd ríkisins um gerð nýs kjarasamnings sem enn er ekki lokið. Meðal markmiða er að hækka grunnlaun hjúkrunar- fræðinga, stytta vinnuskyldu og breyta launakerfi hjúkrunarfræðinga þannig að vægi launaákvarðana á stofnunum aukist, með launajafnrétti og hlutlægt mati á störfum hjúkrunarfræðinga að markmiði. Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur félagsins, hefur starl’að í jafnréttisnefnd sem fulltrúi félagsins, en hún var jafnframt fulltrúi bandalagsins í nefnd BHM á vegum félagsmálaráðuneytisins um starfsmat, en nefndin sendi frá sér skýrslu í bókarformi um niður- stöður sínar. Nefndinni liefur nú verið falið að gera tillögur um framkvæmd starfsmats á stofnunum og velja tilraunastofnanir í |»ví skyni. Nú hefur jafnrét- tisnefnd BHM sótt um styrk til Evrópusambandsins til að kanna notkun starfsmats til að tryggja konum í hópi háskólamanna jöfn laun á við karla fyrir sömu störf og hefur Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur, verið styrkt af félaginu til að vinna að því verkefni. Ráðstefna SSN á íslandi í september 1996 fjallaði um launa- og réttindamál hjúkrunarfræðinga. Jafn- réttismál, nýting starfsinats og jafnréttislaga til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga voru þungamiðja um- ræðunnar. Stefnumótun félagsins í lífeyrismálum félagsmauna I árslok 1995 skipaði fjármálaráðherra samráðs- nefnd opinberra starfsmanna og fjármálaráðuneytis- ins um lífeyrismál opinberra starfsmanna. Asta Möll- er, formaður, var skipuð fulltrúi félagsius í nefndina, en Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur, starfaði einnig með nefndinni. Komist var að samkomulagi um breytingar á lífeyrisréttindum opinberra starfs- manna sem felur í sér verulegar breytingar á lífeyris- réttindum hjúkrunarfræðinga. Stofnuð var ný deild í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR), svo nefnd A-deild, sem felur í sér nýtt réttindakerfi, þar sem starfsmaður greiðir 4%, en vinnuveitandi 11,5% af fullum lauiuim starfsmanns til sjóðsins. Þá voru gerðar breytingar á Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga (LH), þannig að í dag er hann í meginatriðum eins og núverandi B-deild LSR. Hjúkrunarfræðingum er gefinn kostur á að velja milli þess að ávinna sér áframhaldandi lífeyrisréttindi í LH eða færa sig yfir í nýtt réttindakerfi A-deildar LSR fyrir 1. desember 1997. Félagið hélt opna ráðstefnu um lífeyrismál í febrúar 1996, þar sem kynntar voru hugmyndir fjár- málaráðuneytisins, BllM og félagsins í lífeyrismálum. Þá tóku forsvarsmenn hjúkrunarfræðinga þátt í fundaherferð samtaka opinberra starfsmanna vorið 1996 sem beindist m.a. gegn þá fyrirhggjandi hug- myndum fjármálaráðuneytisins um breytingar á hf- eyrismálum opinberra starfsmanna. Frá byrjun árs 1997 hafa síðan formaður og hagfræðingur félagsins unnið að kynningu á breytingum á lífeyrisréttindum hjúkrunarfræðinga í samvinnu við Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga og LSR. Stjórn félagsins skipaði eftirtalda í stjórn Lífeyr- issjóðs hjúkrunarfræðinga frá 1. janúar 1997: Ástu Möller og Vigdísi Jónsdóttur, aðalmenn, og Onnu Lilju Gunnarsdóttur og Rannveigu Rúnarsdóttur, varamenn. Asta Möller var kosin formaður stjórnar LH á fyrsta fundi nýskipaðrar stjórnar. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins eru Indriði H. Þorláksson og Jóhannes Pálmason, en til vara eru Sigrún Asgeirs- dóttir og Guðlaug Björnsdóttir. Nám tH meistaragráðu í hjukrunarfræði hérlendis og fjölbreytt viðhótarnám í sérgreinum hjúkrunar Samstarfsnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, námsbrautar í hjúkrunarfræði og heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri um menntunarmál hefur verið starfandi um nokkurt skeið. Nefndin hefur bæði fjall- Frá úthlutiin ár B hliita Vísindasjóðs. 164 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.