Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 28
Stjórnarmenn gæddu sér á hákarli og buðu gestiim á ráðstefnu SSN iim htunn- og jafnréttismál hjáikrunar- frœðinga. undirritaður nýr kjarasamningur í lok janúar 1996 sem gilti til ársloka 1996. I nóvember 1996 hófust síðan viðræður við samninganefnd ríkisins um gerð nýs kjarasamnings sem enn er ekki lokið. Meðal markmiða er að hækka grunnlaun hjúkrunar- fræðinga, stytta vinnuskyldu og breyta launakerfi hjúkrunarfræðinga þannig að vægi launaákvarðana á stofnunum aukist, með launajafnrétti og hlutlægt mati á störfum hjúkrunarfræðinga að markmiði. Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur félagsins, hefur starl’að í jafnréttisnefnd sem fulltrúi félagsins, en hún var jafnframt fulltrúi bandalagsins í nefnd BHM á vegum félagsmálaráðuneytisins um starfsmat, en nefndin sendi frá sér skýrslu í bókarformi um niður- stöður sínar. Nefndinni liefur nú verið falið að gera tillögur um framkvæmd starfsmats á stofnunum og velja tilraunastofnanir í |»ví skyni. Nú hefur jafnrét- tisnefnd BHM sótt um styrk til Evrópusambandsins til að kanna notkun starfsmats til að tryggja konum í hópi háskólamanna jöfn laun á við karla fyrir sömu störf og hefur Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur, verið styrkt af félaginu til að vinna að því verkefni. Ráðstefna SSN á íslandi í september 1996 fjallaði um launa- og réttindamál hjúkrunarfræðinga. Jafn- réttismál, nýting starfsinats og jafnréttislaga til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga voru þungamiðja um- ræðunnar. Stefnumótun félagsins í lífeyrismálum félagsmauna I árslok 1995 skipaði fjármálaráðherra samráðs- nefnd opinberra starfsmanna og fjármálaráðuneytis- ins um lífeyrismál opinberra starfsmanna. Asta Möll- er, formaður, var skipuð fulltrúi félagsius í nefndina, en Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur, starfaði einnig með nefndinni. Komist var að samkomulagi um breytingar á lífeyrisréttindum opinberra starfs- manna sem felur í sér verulegar breytingar á lífeyris- réttindum hjúkrunarfræðinga. Stofnuð var ný deild í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR), svo nefnd A-deild, sem felur í sér nýtt réttindakerfi, þar sem starfsmaður greiðir 4%, en vinnuveitandi 11,5% af fullum lauiuim starfsmanns til sjóðsins. Þá voru gerðar breytingar á Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga (LH), þannig að í dag er hann í meginatriðum eins og núverandi B-deild LSR. Hjúkrunarfræðingum er gefinn kostur á að velja milli þess að ávinna sér áframhaldandi lífeyrisréttindi í LH eða færa sig yfir í nýtt réttindakerfi A-deildar LSR fyrir 1. desember 1997. Félagið hélt opna ráðstefnu um lífeyrismál í febrúar 1996, þar sem kynntar voru hugmyndir fjár- málaráðuneytisins, BllM og félagsins í lífeyrismálum. Þá tóku forsvarsmenn hjúkrunarfræðinga þátt í fundaherferð samtaka opinberra starfsmanna vorið 1996 sem beindist m.a. gegn þá fyrirhggjandi hug- myndum fjármálaráðuneytisins um breytingar á hf- eyrismálum opinberra starfsmanna. Frá byrjun árs 1997 hafa síðan formaður og hagfræðingur félagsins unnið að kynningu á breytingum á lífeyrisréttindum hjúkrunarfræðinga í samvinnu við Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga og LSR. Stjórn félagsins skipaði eftirtalda í stjórn Lífeyr- issjóðs hjúkrunarfræðinga frá 1. janúar 1997: Ástu Möller og Vigdísi Jónsdóttur, aðalmenn, og Onnu Lilju Gunnarsdóttur og Rannveigu Rúnarsdóttur, varamenn. Asta Möller var kosin formaður stjórnar LH á fyrsta fundi nýskipaðrar stjórnar. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins eru Indriði H. Þorláksson og Jóhannes Pálmason, en til vara eru Sigrún Asgeirs- dóttir og Guðlaug Björnsdóttir. Nám tH meistaragráðu í hjukrunarfræði hérlendis og fjölbreytt viðhótarnám í sérgreinum hjúkrunar Samstarfsnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, námsbrautar í hjúkrunarfræði og heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri um menntunarmál hefur verið starfandi um nokkurt skeið. Nefndin hefur bæði fjall- Frá úthlutiin ár B hliita Vísindasjóðs. 164 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.