Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 5
FORMANNSPISTILL
Ljósra.: Lára Long
Tími ÁklMY’ðAHA
er komiim!
Ásta Möller
✓
Ahátíðastundum höfum við státað okkur af því
að eiga eitt hesta heilbrigðiskerfi í heimi og
máli okkar til stuðnings dregið fram tölur um lang-
lífi og lága tíðni ungbarnadauða. Vissulega höfum
við gott heilbrigðiskerfi og frábærlega hæft starfs-
fólk til að sinna þörfum þeirra sem til heilbrigðis-
stofnana leita. Kannanir hafa einnig sýnt að
yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er ánægður
með þjónustu heilbrigðisstarfsfólks. Betri mæli-
kvarða er vart að fá, því fólk dæmir af eigin
reynslu en ekki af afspurn þar sem nærri fer að
hver einasti þegn landsins þurfi að leita sér heil-
brigðisþjónustu á ári hverju. Hins vegar er ekki
hægt að líta fram hjá ýmsum merkjum þess að
heilbrigðisþjónustan geti ekki sinnt öllum þeim
sem þurfa á þjónustu að halda og að vinnuaðstæð-
um starfsfólks á mörgum heilbrigðisstofnunum sé
ábótavant m.a. vegna óhóflegs vinnuálags.
Áherslur í heilbrigðisþjónustu hafa breyst í tím-
ans rás. Landspítalinn var vígður 1930 og fram til
ársins 1970 var lögð áhersla á uppbyggingu
sjúkrahúsa um allt land. Þá tók við uppbygging
heilsugæslustöðva sem nú er séð fyrir entlann á.
Síðan um 1980 hefur áhersla verið lögð á uppbygg-
ingu hjúkrunarheimila. Hins vegar er ekki nóg að
byggja stofnanir undir starfsemi. Það er ekki síður
nauðsynlegt að hlúa að þeirri starfsemi sem þar
fer fram. Sjúkrahúsin voru byggð undir starfsemi
sem tók mið af þörfum þess tíma sein framkvæmd-
irnar stóðu yfir á, þ.á m. samgöngum, spám um
fólksfjölgun og þekkingu í heilbrigðisvísindum.
Hins vegar hefur raunveruleikinn í allmörgum til-
vikum reynst annar en sá sem spáð var fyrir um.
Akvarðanir um hreytt hlutverk sjúkrastofnana
hafa hins vegar látið á sér standa og oftar en ekki
liafa þröng sjónarmið ráðið ferðinni í tregðu til að
✓
breyta. A meðan hefur skipulag þjónustunnar ekki
Jiróast eðlilega, með þörf íhúa landssvæða um heil-
hrigðisjijónustu að leiðarljósi, heldur hafa t.d.
sjónarmið um hyggðamál og atvinnumál ráðið
ferðinni.
A undanförnum árum og mánuðum hefur mikil
umræða farið fram um heilbrigðismál. Rætt hefur
verið um aukna samvinnu eða sameiningu sjúkra-
húsa, sameiningu heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa
og jafnvel sameiningu hinna Jiriggja stoða heil-
brigðisþjónustunnar, heilsugæslustöðva, sjúkra-
húsa og öldrunarstofnana. Margar nefndir um
skijian heilhrigðismála hafa verið skijiaðar og
niðurstöður þeirra kynntar og sitt sýnst hverjum.
Upjilýsingarnar liggja fyrir. Nú er hins vegar
kominn tími ákvarðana. Hugmyndir um aukna
samvinnu og sameiningu sjúkrastofnana og um eíl-
ingu heilsugæslustöðva Jiarf að skoða með opnum
huga. Hafa þarf að leiðarljósi að skoða heilhrigðis-
Jijónustuna sem eina heild, þar sem liver þáttur
styður annan, en ekki hútaða niður í landsbyggð
gegn höfuðhorgarsvæði eða sjúkrahús gegn heilsu-
gæslustöðvum. Þetta verkefni er ekki auðvelt en
Jiað má ekki bíða lengur með að taka ákvarðanir
Jiví Jiað er einmitt Jiað sem heilbrigðisþjónustan
hefur liðið fyrir.
TI'MARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 73.ÁRG. 1997
197