Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 30
Ofiir- fyrirsæta í hjúknmar- stétt Málvt'rk Eggerts Giiilinimtlsitoiitir tif Þóriiiini borsltónstlóllur J'rtí I9H7. Fyrr á þessu ári barst fyrir- spurn til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá Dansk sygeplejerád um málverk af íslenskri hjúkrunarkonu eftir Eggert Guðmundsson frá 1937. Málverkið er nú hjá Hovedstad- ens Sygehusfællesskah í Kaup- mannahöfn en mun áður hafa hangið uppi á Ríkisspítalanum þar í horg. Oskað var upplýsinga um hvaða hjúkrunarkona hefði setið fyrir hjá listmálaranum. Ljósmynd af málverkinu var látin ganga á fundi deildar ellilífeyris- þega í Félagi íslenskra hjúkrun- arfræðinga og upplýsingarnar létu ekki á sér standa. Fyrirsætan hét Þórunn Þor- steinsdóttir. Hún fæddist 9. febr- úar 1912 og lést 18. mars 1973. Hún lauk hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla íslands vorið 1933, stundaði framhaldsnám í Helsinki í Finnlandi í 7 mánuði 1933 og í Stokkhólmi í Svíþjóð í 6 mánuði 1946. Hún starfaði sem hjúkrunarkona á Landspítalan- um í Reykjavík frá 1934 til 1948 er hún varð deildarstjóri á kven- sjúkdómadeild Landspítalans. Þeirri stöðu hélt hún til dauðadags. Þórunn mun hafa hjúkrað eiginkonu listmálarans Eggerts Guðmundssonar á Landspítalan- um. Þeim hjónum var vel við hana og Eggert fór þess á leit við hana að fá að mála af henni mynd. Þórunn fékk sérstakt leyfi til að ganga í hjúkrunarbúningi með kápu utan yfir frá spítalan- um niður í miðbæ til vinnustofu Eggerts þar sem hún sat fyrir í miðdegishléinu milli kl. 14 og 16 á daginn. Henni fannst honum sækjast verkið seint og myndin verða mun stærri en hún hafði gert sér í hugarlund. Tilbúið var málverkið sent til Danmerkur á sýningu og selt. Um 1980 var vígð lítil kapella við kvennadeild Landspítalans, helguð minningu Þórunnar Þor- steinsdóttur. Aðstandendur framkvæmdanna vildu kaupa málverkið af henni aftur til Islands og báðu Eggert Guð- mundsson um aðstoð við að finna það. Þrátt fyrir eftirgrennslan tókst ekki að hafa upp á því. Eggert málaði því annað málverk af Þórunni sem nú er varðveitt á kvennadeildinni. Þeir sem þekkja Þórunni segja þó að Eggerti hafi ekki tekist jafnvel upp við það og 222 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 73.ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.